Pressan - 18.11.1993, Qupperneq 4
SKÁTABALL
PRESSAN
Fimmtudagurinn 18. nóvember 1993
EKKI-
SJÓN-
VARPS-
AUGLÝS-
ING
MOGGANS
„Sagði [Páll] að efnið hefði
ekki verið afmarkað sam-
kvcemtþví sem segði í útvarps-
lögutn og það leiddi hugann
að því hvert stefndi í kostun
sjónvarpsefnis. „Kostunarað-
ila var ekki getið í þessu sam-
bandi. Er það œskileg stefna
hjá Ríkissjónvarpinu að fyrir-
tœki geti keypt sig inn í dag-
skrá Ríkissjónvarpsins með
svona efni?“„
Páll Pétursson, þingmaður
Framsóknarflokks, í Morg-
unblaðinu.
Halldór V. Kristjánsson,
auglýsingastjóri RÚV:
„Það er ekki rétt hjá Páli
að efnið hafi ekki verið af-
markað samkvæmt því sem
segir í útvarpslögum. Það var
gert samkvæmt lögum Ríkis-
útvarpsins bæði fyrir og eftir
þáttinn. Það var heldur ekki
um kostunaraðila að ræða,
en þarna blandar Páll saman
auglýsingaraðila og kostun-
araðila. Morgunblaðið var
bara auglýsandi en ekki kost-
unaraðili. Varðandi endur-
skoðun á kostun sjónvarps-
efnis vil ég benda honum á
að síðastliðið vor komu lög
um breytingar á útvarpslög-
um, en þar kemur ffam hvað
er auglýsing, dulin auglýsing
og kostun. Það er bráðnauð-
synlegt fyrir þingmenn að
lesa þessi lög. Mér finnst
slæmt hvernig ráðist er á
Ríkisútvarpið og starfsmenn
þess vændir um að brjóta
lög. Hér var farið fullkom-
lega að lögum.“
PLATA
UNGLING-
AR LÖGG-
UNA?
„Við sáum drukkinn ung-
lingspilt lúbarinn aðeins
nokkra metra frá lögreglubíl
með þremur lögregluþjónum
sem ekki skökkuðu leikinn
þótt þeir vceru beðnir um það
ítrekað. Greinilegt var að lög-
reglan taldi það ekki verkefni
sitt að leysa upp drykkjusam-
komu barnanna... Lögreglu-
þjónarnir reyndu ekki aðfjar-
lœgja þá sem voru drukknir á
almannafceri þótt það stríði
gegn landslögum.“
Valdimar Jóhannesson
framkvæmdastjóri í DV.
Jónas Hallsson, aðstoðar-
yfirlögregluþjónn í Reykja-
vík:
„Ég bara trúi því ekki að
þetta sé eins og hann lýsir
því. Lögreglumönnum er
uppálagt að hafa afskipti af
unglingum og ég sé ekki
hvað þarna er á ferðinni. Við
upplifum hlutina kannski allt
öðruvísi en fólk sem kemur
sjaldan eða aldrei í miðbæ-
inn. Við upplifum ólæti í
unglingunum, þau eru með
ólíkindalæti og látast vera í
áflogum eða í einhverjum
fær Slöfui
fyrir að hœkka meðal-
aldur drengjanna Itans
Hrafns.
árásarhugleiðingum þegar
við erum nærstaddir. Það er
kannski ögrun við okkur, við
skiptum okkur kannski af
einhverju sem er ekki neitt
neitt. Við upplifum þetta lika
þannig að unglingar eru að
leika sig ölvaða í nálægð okk-
ar, gagngert til þess að plata
okkur. Eg tel þetta orðum
aukið og séð ffá sjónarhorni
aðila sem bregður virkilega
við ástandið þótt það sé orð-
ið miklu betra í dag en það
var.“
EIGI SKAL
HÖGGVA!
„Fjölmiðlarfóru hamförum
nokkru síðar þegar svonefnt
jeppamál Seðlabankans varð
að fárviðri í blöðum, útvarpi
og ekki síst sjónvarpi... Sú að-
för jjölmiðla sem gerð var að
Jóni Sigurðssyni bankastjóra
verður ekki íslenskum fjöl-
miðlum til sóma er fram líða
stundir.“
Úr leiðara Alþýðublaðsins.
Ingvi Hrafn Jónsson,
fféttastjóri Stöðvar 2:
„Ég hef ekki annað um
þetta að segja en það að um-
fjöllun fjölmiðla um þessi
jeppakaup endurspeglaði
bara almenningsálitið.
Punktur basta.“
Félagið vekur athygli ó félaginu
/ kvöld eru tónleikar í Tungl-
inu. Þeir eru haldnir til að
vekja athygli á réttindabar-
áttu tvíkynhneigðra.
Á íslandi er til félag sem
heitir Félagið. Það er rétt-
indafélag samkynhneigðra
og tvílcynJmeigðra. Þessi fé-
lagsskapur er ekki eins og
Kvennalistinn, það geta all-
ir fengið að vera með. Fé-
lagið varð til fyrir ári og
hvatinn að stofhun þess var
klofningur hóps úr Sam-
tökunum 78, en þau neit-
uðu að taka orðið tvíkyn-
hneigðir inn í undirtitilinn:
Samtök homma og lesbía.
Ritari Félagsins er Eysteinn
Traustason. „Já, þeim í
Samtökunum hættir til að
sjá hlutina í svart/hvítu, tala
meira og gera minna. En
við eigum í engum útistöð-
um við þau. Þetta er ein-
faldlega önnur Jcynslóð sem
vill taka öðruvísi á málun-
um. Við viljum fá að skil-
greina okkur sjálf. TvíJcyn-
hneigðir eru eklci það sama
og hommar og lesbíur."
í Félaginu eru um fimm-
tíu félagsmenn. Lesbíur eru
í meirihluta, restin skiptist
nokkuð jafnt milli homma
og tvíkynhneigðra. Ey-
steinn segir að ekki hafi
komið ffam nein togstreita
milli kynja né kynlineigðar.
„Þetta byggist allt á jafhrétt-
isgrundvelli. Markmiðið er
að allir geti komið út og
kynnst hver öðrum. Þannig
upprætum við fordóma.
Einnig er það svo að fólk á
oft erfitt með að slcilgreina
sig sjálft. Þama er vettvang-
ur til að tjá sig, fólk þarf
milcið að tala. Við þurfum
öll að læra af reynslu ann-
arra. Það hefur gætt mis-
skilnings — þessi félags-
skapur snýst ekki um kynlíf
heldur um stuðning. Við
erum hálfgerðir skátar.
Þetta er spurning um ást,
ekki kynlíf.“
Félagið hefur í hyggju að
bjóða upp á fyrirlestra í
skólum, hefur reyndar farið
í tvo skóla nú þegar. Tak-
markið er að koma upp
skrifstofu, gefa út bækling
til að koma afstöðunni á
ffamfæri og útvega síma.
En eru miklir fordómar
ríkjandi?
„Það kemur mér á óvart
hvað fólk hefur tekið okkur
vel, en það þarf alltaf að
halda umræðunni opinni.
Annars em ranghugmyndir
fljótar að gera vart við sig.
Tvíkynhneigðir hafa orðið
undir í umræðunni. Það
eru ekki nema um tvö ár
síðan þessi hópur kom
ffam. Tvíkynhneigðir eiga
erfiðara með að viðurkenna
kenndir sínar og standa við
þær.“
Tónleikarnir eru til
styrktar Félaginu og húsið
verður opnað klukkan
21.00. Þeir sem koma ffam
eru eftirtaldin SSSpan, Kol-
rassa krókríðandi, Texas
Jesús, Páll Óskar Hjálmtýs-
son, Bubbleflies og Ham. Á
milli atriða kemur fram
bongódúett skipaður
tveimur stelpum sem kalla
sig Dafínu. Þá láta trúba-
doramir Heiða og Kristína
sjá sig.
EYSTEINN TRAUSTASON. „Það gætir misskilnings, þetta snýst ekki um kynlrf.
debet
Gunnar I. Birgisson
„Gunnar er skarpgreindur, vinnusamur, góður
samningamaður, fljótur að átta sig á kjama málsins
og nær því oft yfirburðastöðu á fundum. Hann er
skemmtilegur félagi og traustur vinur og honum er
að takast það sem engum datt í hug, að halda meiri-
hlutasamstarfi í Kópavogi í fjögur ár,“ segir Öm
Kjærnested, formaður Verktakasambandsins.
„Gunnar er ákaflega vel gefinn maður, úrræðagóður
og þrautseigur. í samstarfi leggur hann vel til mála
og er óhræddur að taka til hendinni,“ segir Páll Sig-
urjónsson, framkvæmdastjóri ístaks. „Gunnar er
vitsmunavera og er fljótur að greina aðalatriði frá
aukaatriðum. Hann er fljótur að taka ákvarðanir og
nægilega djarfhuga til að hlutimir gangi þokkalega
undan. Maðurinn er lúmskur húmoristi," segir Val-
þór Hlöðversson, bæjarfulltrúi Alþýðubandalags-
ins. „Gunnar er hörkuduglegur og metnaðargjam
maður og virðist ekkert gefinn fyrir óþarfa málæði
og tafir af þess völdum. Það er óskiljanlegt hvað
hann kemst yfir af margþættum störfum. Fyrir okk-
ur Kópavogsbúa var það mikill fengur að fá Gunnar
til forystu um málefni bæjarins," segir Páll Hannes-
son verkfræðingur.
Skarpgreindur og vinnu-
samur — eða einrátt
átvagl?
Gunnar I. Birgisson er umdeildur en leiðir
llsta sjálfstæðismanna í Kópavogi.
„Gunnar er óþolinmóður þegar karpað er um
mál sem skipta litlu málL Hann borðar of mildð
eins sjá má á honum, hann getur verið langræk-
inn og tekur stundum of mikið að sér,“ segir öm
Kjærnested, framkvæmdastjóri Álftáróss og for-
maður Verktakasambandsins. „Fyrir okkur
Reykvíkinga er helsti gallinn við Gunnar að
hann skuli vera Kópavogsbúi," segir Páll Sigur-
jónsson, framkvæmdastjóri Istaks. „Gunnar hef-
ur ríka þörf fýrir að safna um sig jábræðrum.
Hann þolir illa gagnrýni og tekur henni sem per-
sónulegum árásum. Hann hefur of mikinn
áhuga á verklegum framkvæmdum á kostnað
hinna mýkri gUda,“ segir Valþór Hlöðversson,
bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins í Kópavogi.
„Gunnar má vara sig á að metnaður hans og
kapp beri hann ekki ofurliði. Hann er að sýsla í
of mörgu og slitnar því örar en efiii standa til.
Hann gæti líka verið í betri félagsskap en með
frjálshyggjumönnunum í Sjálfstæðisflokknum,“
segir Páll Hannesson verlcfnéðingur.