Pressan - 18.11.1993, Blaðsíða 7
Immtudagurinn 18. nóvember 1993
pressan 7
Bankar og sparisjóðir
(Tölur i mílljörðum kr.)
Lagtáaf* skrift- arrcikning Töpuð útlán Töpuð staöa á afskrift- arreikning
1989 1.9 1,1 3,1
1990 2,6 0,4 5,3
1991 2,5 2,1 5,7
1992 7.2 3,0 9,8
Samtals 14,2 6,6
Tap og afskriftir eftir bönkum
1989-1992
(Tölur i milljörðum króna)
Afskriftir Tap
Landsbanki 7,4 2,7
íslandsbanki 4,0 2,4
Búnaðarbanki 1,4 0,6
Sparisjóðirnir 1,5 0,9
Samtals 14,3 6,6
Fjárfestingarlánasjóðir
(Tölur i milljörðum kr.)
Lagt á af- skrift- orrcikning Töpuð útlán Staðaáaf- skriftarreikn- tng reikningi f árslok
1989 2,0 0,9 2,0
1990 2,6 1,2 3,4
1991 6,9 3,5 6,8
1992 2,3 3,7 5,4
1993^ 2,5 1,6 6,4
Samtals 16,3 10.9
Banka- og fjórfeslingarlánasjóðskeifið
úllánum
ngibjörg Sólrún Gísladóttir leggur fram frumvarp til laga um skipan rann-
ióknarnefndar. Hliðstæða nefndarinnar sem skipuð var vegna Hafskips-
nálsins. Á að kanna hvort bankakerfið hafi staðið eðlilega að útlánum
)g hvort óeðlilegum pólitískum þrýstingi hafi verið beitt við lánveitingar.
Jtlánatap 16,1 milljarður 1989-1992 og 35,3 milljarðar lagðir á afskrift-
irreikning síðastliðin fimm ár.
INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR
Vill láta rannsaka hvort fjármálastofnanir hafi staðið faglega að útlánum og hvort þær hafi verið beittar óeðlilegum pólitísk-
um þrýstingi.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
mun á næstu dögum leggja
fram frumvarp til laga, þar
sem hún leggur til að skipuð
verði sérstök fimm manna
rannsóknarnefnd til að kanna
útlánatap viðskiptabanka og
fjárfestingarlánasjóða at-
vinnuveganna. Ber Ingibjörg
Sólrún málið upp sem ífurn-
varp til laga, svo starf nefndar-
innar eigi sér lagastoð, og er
þar hafður sami háttur á og
þegar sérstök rannsóknar-
nefnd var skipuð í Hafskips-
málinu til að rannsaka töpuð
údán Útvegsbankans. Údána-
tap banka og fjárfestingar-
lánasjóða var 16,1 milljarður
árin 1989-1992 og 35,3 millj-
arðar hafa verið lagðir á af-
skriftarreikning síðastliðin
fimm ár. I nefndinni munu að
öllum líkindum sitja tveir að-
ilar frá Hæstarétti, tveir frá
Ríkisendurskoðun og einn frá
viðskipta- og hagfræðideild
Hl. Má búast við að nefhdar-
innar bíði langt og strangt
starf verði lagafrumvarpið
samþykkt, enda hefur slík
heildarrannsókn á bankakerf-
inu aldrei farið fram áður.
Rannsóknarnefhdinni verður
látið eftir að ákveða hversu
langt aftur í tímann rann-
sóknin nær.
Standa lánastofnanir sig
faglega?
Ingibjörg Sólrún sagði í
samtali við PRESSUNA að
nefhdin ætti að kanna hvort
þetta údánatap á undanförn-
um árum mætti að einhverju
leyti rekja til þess að um óeðli-
lega viðskiptahætti hefði verið
að ræða í viðskiptum banka
og fjárfestingarlánasjóða við
helstu skuldunauta sem ekki
hefðu getað staðið í skilum.
Segir í frumvarpinu að
„nefndin skuli sérstaklega at-
huga hvort lánafyrirgreiðsla
bankanna og fjárfestingar-
lánasjóðanna á hverjum tíma
hafi verið í eðlilegu samræmi
við starfsumfang lántakenda,
eiginfjárstöðu fyrirtækja og
tryggingar fyrir skuldum“.
Þetta þýðir að nefndin eigi að
kanna hvort bankarnir hafi
látið fara fram eðlilegt mat á
lántakendum og eiginfjár-
SIGHVflTUR BJÖRGVINSSON
Tekur á móti skýrslunni ef fllþingi
samþykkir að láta vinna verkið.
hagsstöðu þeirra og trygging-
um á þeim tíma þegar þeir
fengu þau lán sem þeir hafa
síðan ekki getað greitt til baka
og bankamir tapað. Nefhdin á
sem sé að kanna hvort hugs-
anlega hafi verið vafasamt mat
á ferðinni.
Óeðlilegur pólitískur þrýst-
ingur í lánveitingum
Jafhffamt er nefndinni æd-
að að kanna hvort stjómvöld
eða aðrir aðilar hafi í einhverj-
um tilfellum beitt óeðlilegum
pólitískum þrýstingi til að
greiða fyrir lánveitingum.
Benti hún á hnútukast Sig-
hvats Björgvinssonar við-
skiptaráðherra og Þorsteins
Pálssonar sjávarútvegsráð-
herra í fjölmiðlum nýverið.
Þorsteinn Pálsson hafði þá
gagnrýnt bankakerfið harð-
lega fyrir slælegan rekstur á
aðalfundi Sambands fisk-
vinnslustöðva, en viðskipta-
ráðherra svaraði Þorsteini og
sagði sjávarútvegsráðherra
gleyma „að meirihlutinn af
þessum lánum hefur farið til
fyrirtækja í sjávarútvegi, í
mörgum tilvikum fyrir beinan
eða óbeinan þrýsting frá
stjórnvöldum, meðal annars
frá honum sjálfum". Þor-
steinn heimtaði í ffamhaldinu
að Sighvatur „geri nána grein
fyrir fullyrðingum sínum um
að bankastjórar hafi brotíð lög
með því að láta stjórnmála-
menn ákvarða útlán“. Ekki
hefur heyrst meira frá þeim
félögum um þetta mál síðan.
Þá hefúr Davíð Oddsson for-
sætísráðherra haldið því ffam
að Landsbankinn hafi verið
notaður sem „félagsmála-
stofnun atvinnulífsins“, en
þau ummæli féllu þegar ríkis-
stjórnin kom bankanum til
bjargar síðastliðið vor. Þá
styrkti ríkið bankann um tvo
milljarða sem eigið fé, Seðla-
banki veittí honum 1,25 millj-
arða í víkjandi lán og Trygg-
ingasjóður ríkisbankanna
veitti einn milljarð í lán. Við
sama tækifæri kom fram hjá
Jóni Sigurðssyni, þáverandi
viðskiptaráðherra, að Lands-
bankinn hefði
látið gera „ítar-
legri könnun á
stöðu viðskipta-
manna sinna en
hann hefur
nokkru sinni
áður gert“. Má
æda að sú vinna
komi til með að
gagnast hugsan-
legri rannsókn-
arnefnd nokk-
uð.
16 milljarðar tapaöir
Útlánatap í bankakerfinu
undanfarin ár hefur verið
mikið, þótt það blikni við
hliðina á hruni bankastofnana
undanfarin ár á Norðurlönd-
um.
Niðurstöðutölur fyrir
banka og sparisjóði og fjár-
festingarlánasjóðina eru þær
að á árunum 1989 ffam á fyrri
helming þessa árs hafa verið
lagðir 35,3 milljarðar á af-
skriftarreikning og 16,1 millj-
arður hefur tapast. Spurning-
in sem Ingibjörg Sólrún vill
láta svara er hvort það var
óhjákvæmilegt eða ekki.
Ingibjörg segist hafa hug-
myndir um að tilnefht verði í
nefndina og að í henni muni
ekki sitja pólitískir aðilar.
Nefndinni er ætlað að skila
skýrslu til viðskiptaráðherra,
sem á síðan að gera Alþingi
grein fýrir störfúm sínum og
niðurstöðum. Einungis er tek-
ið fram að ætlast sé til að
nefndin hraði störfum, en
henni eru ekki sett önnur
tímamörk.
Páll H. Hannesson
RONNING
BORGARTUNI 24
SÍMI 68 58 68
Rannsókn á óeðlilenum
★1993 miðast við fyrri helming árs