Pressan - 18.11.1993, Qupperneq 8
F R ETT I R
8 PRESSAN
Fimmtudagurinn 18. nóvember 1993
Himnasending Stöðvar tvö
ÞRÍR OG
HÁLFUR
MILLJARÐUR
í LOFTIÐ
H'
JBlr
#i|p#ipi*ify
■M
iiwiiir
•' ' ;■■■ v::i ■'
^gWBP^
45 þúsund myndlyklar að verðmæti 400 milljónir króna verða gagnslausir og verðlausir, en eiga þó flest-
ir 5-8 ár eftir af líftíma sínum. Stöð 2 viðurkennir siðferðislegar og lagalegar skuldbindingar við eigend-
ur þeirra, en veit ekkert hvernig bregðast á við. Ny loftnet geta kostað þjóðina tæpan milljarð. Stöð 2
hefur lagt fjárhagsiega framtíð sína að veði með breytingunum.
Gerist þeir 45 þúsund íslend-
ingar sem nú eru áskrifendur
að Stöð tvö jafnframt áskrif-
endur að Fjölvarpi, þ.e. gervi-
hnattasjónvarpi, má reikna út
að þjóðin eyði sem svarar
þremur milljörðum, tvö
hundruð og tíu milljónum
króna á ársgrundvelli fyrir
vikið. Það er samanlögð árs-
áskrift að Stöð 2 og Fjölvarpi,
kostnaður við ný loftnet sem
fólk þarf til að ná sendingun-
um og skilagjald sem krafist
verður af nýjum myndlykl-
um.
Er hér gengið út ffá að loft-
net, sem nauðsynleg eru til að
ná nýju útsendingunni, kosti
með uppsetningu að meðal-
tali 27 þúsund krónur og að
þörf verði á að setja upp 35
þúsund slík.
Þá eru ekki meðtaldar þær
fjögur hundruð milljónir
króna sem liggja í gömlum af-
ruglurum sem ekkert gagn
verður að þegar nýir afruglar-
ar verða teknir við á næsta ári.
Reyndar hefur Stöð tvö skuld-
bundið sig til að greiða sem
svarar þriggja mánaða áskrift
að Fjölvarpi fyrir hvern gaml-
an myndlykil sem skilað verð-
ur inn og samsvarar sú upp-
hæð 125 milljónum tæpum í
endurgreiðslur til áskrifenda.
Þelta tilboð er háð því að við-
komandi gerist áskrifandi að
Fjölvarpinu, annars liggur
myndlykillinn óbættur.
Að teknu tilliti til þessa yrði
kostnaður
áskrifendanna
fjörutíu og
fimm þúsund
því um þrír og
hálfur milljarð-
ur króna. Er þá
ótalinn kostnað-
ur Stöðvar tvö
vegna nauðsyn-
legra fjárfestinga
við gervihnatta-
sjónvarpið og
myndlyklaskipt-
in, en hann gæti
gróflega áætlað
numið um átta
hundruð millj-
ónum króna.
Stöð 2 hefur
pantað 50 þús-
und nýja afrugl-
ara og eru þeir
fyrstu þegar á
leið til landsins.
Þó er sýnt að
einhvern hluta
gömlu affugl-
aranna hefði
mátt nota til að
taka á móti
sendingum
Stöðvar tvö á
næstu árum og
tæknilega séð
einnig til mót-
töku á væntan-
legu gervi-
hnattasjónvarpi,
samkvæmt upp-
lýsingum Páls
Magnússonar
sjónvarpsstjóra.
400 milljónum stungiö
inn í geymslu
Útreikningarnir hér að ofan
miðast við að allir núverandi
áskrifendur að Stöð tvö gerist
áskrifendur að Fjölvarpi á
sama tíma. Það er hins vegar
ekki tæknilega ffamkvæman-
legt í dag, því Stöðin á eftir að
koma upp sendum á fjöl-
mörgum stöðum úti á landi,
svo móttaka þar sé möguleg.
Hins vegar hefur stjóm Stöðv-
ar tvö ákveðið að skipta út öll-
um gömlu affuglurunum fyr-
ir nýja. Verður hafist handa af
krafti næsta vor og reynt að
ljúka verkinu fýrir árslok.
Þegar Stöð tvö breytir svo
„affuglunarkerfi“ sínu i ffam-
haldi af útskiptingu á gömlum
afruglurum fyrir nýja glata
hinir gömlu afruglarar bæði
nota- og verðgildi sínu. Má
áæda að verðmæti affuglara í
eigu viðskiptavina Stöðvar tvö
nemi um 400 milljónum
króna. Á þjóðhagslegan mæli-
kvarða jafngildir það að 400
milljóna króna eignum væri
stungið inn í geymslu, —- við
hliðina á fótanuddtækinu.
Tap einstaklingsins ræðst af
því hvort og með hvaða hætti
Stöð tvö bætir honurn gamla
myndlykilinn. Páll Magnús-
son sjónvarpsstjóri segir að
Stöð tvö beri siðferðisleg og
lagaleg skylda til að bæta við-
skiptavinum sínum það tjón
sem felist í að leggja gömlu
myndlyklana á hilluna, en
ekld hafi verið tekin ákvörðun
urn með hvaða hætti það
verði gert.
Samkvæmt upplýsingum
Heimilistækja má ætla líftíma
myndlyklanna á bilinu 10-12
ár, sem þýðir að meirihluti
þeirra á S-8 ára notkunartíma
fyrir höndum. Stjórnendur
Stöðvar tvö gera sér grein fyrir
vandanum sem liggur í því að
um leið og þeir gera eignir
viðskiptavina sinna verðlaus-
ar, þjóðhagslega séð, verða
þeir að halda þeim ánægðum
og helst fá þá til að gerast
áskrifendur að nýju gervi-
hnattasjónvarpi. Þeir eru því
að brjóta heilann þessa dag-
ana um með hvaða hætti þeir
geti bætt viðskiptavinum sín-
um tapið, en enn sem komið
er hafa þeir ekki fundið full-
nægjandi lausn á vandanum.
Miklar fjárfestingar
Vegna gervihnattasjón-
varpsins þarf Stöð tvö að
koma sér upp endurvarps-
stöðvum víða um land. Send-
ing í gegnum ljósleiðara yrði
mun dýrari kostur. „Það er
ætlunin að byrja að setja upp
senda á helstu þéttbýlisstöð-
um, en það er ljóst að það tek-
ur langan tíma að byggja það
kerfi upp. Það er verið að
reikna út núna hversu stórar
einingarnar þurfa að vera til
að það beri sig að setja þar
gervihnattasjónvarp. Mín til-
finning er að þéttbýliskjam-
amir þurfi að vera ansi stórir
til að þetta borgi sig,“ sagði
Hannes Jóhannsson, yfirmað-
ur tæknideildar Stöðvar tvö.
Það er því ljóst að mynd-
lyklaskiptin, sem fyrirhuguð
eru á næsta ári, munu ekki
færa þeim handhöfum nýrra
myndlykla, sem búa utan höf-
uðborgarsvæðisins, neitt nýtt
efhi á skjáinn um langan tíma.
Það er jafnvel líklegt að þeir
sem búa í dreifðari byggðum
lendi alveg utan við gervi-
hnattasjónvarpið. Hversu
langur sá tími verður ræðst
væntanlega af fjárhagslegri
getu Stöðvar tvö.
Uppsetning senda þeirra
•sem upp em komnir í Reykja-
vík kostar á bilinu 30-40
milljónir króna. Á næstu ár-
um mun stöðin setja upp við-
líka senda víða um land og er
ekki fjarri lagi að áæda þann
kostnað um 350 milljónir
króna.
Áskrifendur Stöðvar tvö
eru um 45 þúsund talsins, en
reikna má með einhverjum
samnotum af loftnetunum. Ef
reiknað er með 35 þúsund
loftnetum með 27 þúsund
króna meðaluppsetningar-
kostnaði gerir það í heild 945
milljónir króna. Uppsetning-
arkostnaður loftneta getur
hins vegar orðið hár þrösk-
uldur fyrir marga áhugamenn
um sjónvarp og um þann
þröskuld gætu áædanir Stöðv-
armanna átt eftir að hnjóta.
Ný áskrift ofan á áskriftar-
gjöld Stöðvar tvö bætir ekki
úr skák. Áskrift að Stöð tvö
kostar í dag 3.067 kr. á mán-
uði. Áskrift að Fjölvarpi kost-
ar 923 kr. fyrir þann sem er
einnig áskrifandi að Stöð tvö
eða 3.990 kr. á mánuði.
Áskrift að Fjarvarpi einu og
sér kostar 2.630 kr. á mánuði
og er gjaldið það hátt að óhag-
stætt er fyrir flesta að velja
slíka áskrift eingöngu. Árs-
áskrift að Stöð tvö og Fjöl-
varpi kostar því tæp fjörutíu
og átta þúsund. Miðað við
óbreyttan áskrifendafjölda
skila sameiginleg áskriftar-
gjöld að Stöð tvö og Fjarvarpi
því tveimur milljörðum og
eitt hundrað tuttugu og fimm
milljónum í kassa Stöðvar tvö
áári.
Leiðin sem stjórn Stöðvar
tvö hefúr valið er fjárhagslega
áhættusöm þar sem brugðið
getur til beggja vona með við-
brögð áskrifenda Stöðvar tvö.
Páll Magnússon viðurkennir
að áskrifendur hafi bæði lög-
legan og siðferðislegan rétt að
sækja á hendur Stöð 2 vegna
afruglaraskiptanna. Sá sem
hefði til dæmis fjárfest í nýj-
um afruglara fýrir tveimur ár-
um til að geta horff á dagskrá
Stöðvar tvö og vildi ekki
ganga að einhverjum nýjum
skilyrðum, sem stjóm Stöðvar
tvö kynni að ákveða í tengsl-
um við nýja myndlykla, kynni
að hafa rétt að sækja á hendur
stöðinni.
Stjórnendur Stöðvar tvö
telja sig hins vegar af tækni-
legum ástæðum nauðbeygða
til að leggja í þessar breytingar
nú, ekki síst þar sem þeir segja
þjófnað á efni stöðvarinnar í
gegnum hriplekt afruglara-
kerfi stefna framtíðarhags-
munum stöðvarinnar í voða.
Verðgildi myndlyklanna
400 milljónir
Seldir affuglarar á Islandi
eru u.þ.b. 48 þúsund og skv.
upplýsingum ffá markaðs-
deild Stöðvar tvö má gera ráð
fýrir að áskrifendur séu um 45
þúsund talsins. Fyrsta starfsár
stöðvarinnar voru seldir um
4.000 einrása affuglarar af
gerðinni Discreet. Um 37-38
þúsund affuglarar eru af gerð-
inni TUDI12, sem er fjölrása
afruglari, og voru flestir þeirra
Fótanuddtækin fá nýjan bótfélaga í ruslakompunni.