Pressan - 18.11.1993, Qupperneq 15

Pressan - 18.11.1993, Qupperneq 15
SKOÐANIR Fimmtudagurinn 18. nóvember 1993 PRESSAN 15 DAS KAPfTAL Að missa spótt úr aski sínum Eitt sinn þegar Julian Huxl- ey, bróðir rithöfundarins Aldous Huxley, heimsótti !s- land lýsti hann þeirri skoðun sinni, að áskorunin af búsetu andspænis óblíðum náttúru- öflum væri orsök þess að á Is- landi þrifist menningarlíf. Það skal ósagt látið hve eftirsókn- arvert það menningarlíf er, því á hveiju ári þyrpast fslend- ingar til útlanda til að kanna menningu annarra þjóða. Slíkar ferðir eru vissulega skiljanlegar þegar horft er til þess að helgarferðir og sunnu- dagsbíltúrar í Evrópulöndum geta sem hægast náð yfir landamæri. Ef Reykvíkingur keyrir 150 km í austur er hann kominn til Víkur í Mýrdal. Ef Miinchenarbúi ekur 150 km í suður er hann kominn í aust- urrísku alpana. Hér er ólíku saman að jafha og skiljanlegt að íslendingar taki sig upp og leggist í ferðalög. Ferðalög eru alls ekki ný af nálinni. Móðir Garðars Hólm heimssöngvara taldi að ógæfa hans hefði hafist þegar hann lagðist í ferðalög. Egill Skalla- grímsson heimsótti Aðalstein Englakóng og skiptust þeir á gjöfum yfir eldi. Sá atburður varð Nínu Tryggvadóttur list- málara að yrkisefni í mósaík- mynd í afgreiðslusal Lands- bankans í Austurstræti. Kjart- an Ólafsson heimsótti höfð- ingja í Noregi og þreytti við þá sund og hafði ávallt betur. Nú tengjast sundlaugaferðir Is- lendinga í útlöndum aðeins letilífi og bardrykkju. Tollverðir á Keflavíkurflug- velli skynja helst eðli haust- ferðalaga Islendinga. Þrátt fyr- ir aukið vöruúrval og aukinn fjölda verslana telur vaxandi íjöldi manna nauðsynlegt að fara í verslunarleiðangra til út- landa. Verslunarborgir, sem landinn velur sér, eru á fátæk- ari svæðum Evrópu, frar eru katólskir og vilja vera fátækir. Ögrun fátæktar og páskaupp- reisnar hefur skapað leikrit sem mun lifa á meðan frelsis- neisti býr í brjóstum manna. Ölkær skáld hafa skapað goð- sögn um fátækan, diykkfelld- an snilling, sem dó fertugur en átti þá eftir að vinna mestu afrekin. Þegar íslendingar koma með gripaflutningaflug- skammdeginu og bregði sér til útlanda. Það er heldur mikið á þá lagt að ætlast til að þeir þurfi að kaupa nauðþurftir í slíkum ferðum vegna stjóm- leysis kaupmanna. íslendingar verðskulda það að vera lausir við spennu búðarápsins í ffí- tíma sínum. Á fýrrihluta aldarinnar voru ferðalög fátíð. Einar skáld Benediktsson ferðaðist víða og vélum verður veisla hjá versl- unareigendum í Dublin. Newcastle í Englandi er einnig á láglaunasvæði. Þar mun þó vera ein stærsta versl- unarmiðstöð í Evrópu. Ekki fer sögum af menningarafrek- um á því svæði í líkingu við leikrit og ljóð íra. Kannski er engin ögrun af námugreftri. . Hvað gera íslendingar utan verslunartíma? Samkvæmt ferðabækling- um er helst hægt að skoða kráarlíf og hlusta á popp- aða írska sveita- tónlist. Svo em ýmsir sem hafa ánægju af að horfa upp í munninn á tannlausum Ir- arferhðumbFTug- »Kaupmennverðaaðgerasér leiða hf. er farið arein fyrirbví oð ísland er lág- til borga, sem fé- / , * íagið heidur uppi launaUind og kaupmenn verða unarflug! “tíL aðhagainnkaupumeftirþví. Áirðist óiíku jVíed því móti einu geta þeir náð saman að jafna x . hvað þær borgir aftur hluta afþeirri verslun sem upp á. Þær borg- for til utUindafyrirjoliru höfuð- ír eru borgir í sínum löndum. Þar em ffæg leikhús, listasöfh og tónleikahallir, sem göfga and- ann. En hverjir missa spón úr aski sínum á íslandi? Það em fyrst og ffemst kaupmenn á þéttbýlissvæðum. Bættar sam- göngur innanlands hafa leitt af sér verslunarferðir til höf- uðborgarsvæðisins og bættar samgöngur við útlönd hafa leitt af sér verslunarferðir til útlanda. Kaupmenn geta ekki bmgðist við verslunarferðum með kröfum um að landinu verði lokað eins og heyrst hef- ur. Kaupmenn verða að gera sér grein fyrir því að fsland er láglaunaland og kaupmenn verða að haga innkaupum eft- ir því. Með því móti einu geta þeir náð aftur hluta af þeirri verslun sem fer til útlanda fyr- ir jólin. Það er ekki nema eðlilegt að íslendingar vilji tilbreytingu í naut þess sem stórborgir buðu upp á. Hann fór á tónleika í Queen’s Hall í London Þá orti hann „I DísarhölT: Bumba er kntíð og bogi dreg- inn, blásinn er lúður og málm- gjöll slegin. Svo glatt er leikið afgripfim- um drengjum sem gneistar kveikist af fiðl- unnar þvengjum. Og hljómgeislinn titrar, án Ijóss og litar, Ijómar upp andann, sálina hitar og brotnar í brjóstsins strengjum. Tilfinningin sem skáldið lýsir heitir lotning. fslenskir ferðalangar eiga skilið að njóta þess sem fallegt er. Höfundar Das Kapital eru frammámenn í Qármála- og viöskiptalífi, en vilja ekki láta nafns getiö. STJORNMAL Við viljum líka... Þingmenn hafa verið óánægðir með launin frá því ég man eftir mér. Flestir hafa hins vegar kosið að hafa ekki hátt um þá óánægju, enda hefur það á stundum verið hægt fyrir þá að leita víðar fanga — ekki síst í löngum sumar- og jólafríum — en til Alþingis tíl að hafa í sig og á. Ingi Bjöm Albertsson er einn þeirra sem virðast hafa kvart- að undan þingmannslaunun- um allt ffá því þeir duttu inn á þing. Það heftir ekki dugað Inga Bimi að þjálfa á sumrin og vinna sér inn smáaukapen- ing og því er hann að hugsa um að senda inn yfirvinnu- reikning til Alþingis. Fyrst dómarar fá að senda reikning fyrir yfirvinnu til ríkisins vill hann gera það líka! „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun, en það kæmi hins vegar vel til greina að senda reikning,“ segir Ingi Björn Albertsson í ÓU BJÖRN KÁRASON viðtali við DV síðastliðinn mánudag. Það má skilja ffétt DV þannig að fleiri en Ingi Bjöm hugleiði að útbúa reikn- ing af þessu tagi. Ekki verður dregið í efa að þingmenn séu á tiltölulega lágum launum, ekki síst ef miðað er við vinnutíma margra þeirra (en líklegast ekki allra). Og kannski er það rétt að margur hæfileikamað- urinn hafi engan áhuga á þingmennsku vegna lélegra kjara sem í boði em miðað við margt annað. En þingmenn hljóta að vera að grínast þegar þeir segjast í fjölmiðlum vera að hugleiða að senda inn yfir- „Það er mér alls ekki á móti skapi, sem skattgreiðanda, að horga þeim sem kjörnir eru á Alþingi hœrri laun. Ég vceri tilbúinn að samþykkja ákveðnar bónusgreiðslur til þeirra sem skila góðu starfi, — draga úr eyðslu ríkissjóðs, minnka ríkishallann og lœkka skatta. “ vinnureikninga. Ætli þeir sér það hljóta forseti og skrif- stofustjóri Alþingis að gera sérstakar ráðstafanir svo unnt sé að fylgjast með vinnutíma þingmanna. Eðlilegt er að setja upp stimpilklukku, svip- aða þeim sem flestir launþegar nota, og um leið gera þá kröfu til þingmanna að þeir sitji þingfundi (þ.e. mæti í vinn- una), skili átta stunda vinnu- degi og geri grein fýrir nauð- syn þess að stunda yfirvinnu. Það er mér alls ekki á móti skapi, sem skattgreiðanda, að borga þeim sem kjömir em á Alþingi hærri laun. Ég væri tilbúinn að samþykkja ákveðnar bónusgreiðslur til þeirra sem skila góðu starfi, — draga úr eyðslu ríkissjóðs, minnka ríkishallann og lækka skatta. Auðvitað væri æskilegt að þingmenn gætu hagnast á því að skila góðu verki, í stað þess að leggja ofiiráherslu á að leggja ffam hvert útgjalda- ffumvarpið á fætur öðm til að tryggja sér stuðning sérhags- munahópa þegar þeir sækjast eftir endurkjöri. Þingmenn gætu líklegast sannfært flesta kjósendur um nauðsyn þess að hækka launin ef þeir samþykktu um leið að fækka þingmönnum um tíu til fimmtán, og notuðu þá peninga sem spöraðust til að standa undir hærri launum. Að minnsta kosti stæðum við skattgreiðendur effir í sömu sporum og áður. En það er tómt mál að tala um að launin verði hækkuð, — bara rétt sí svona. Og auðvitað er það fá- ránlegt af ábyrgum þing- mönnum að láta sér detta í hug að senda inn yfirvinnu- reikning. Ingi Björn Alberts- son, eins og aðrir starfsfélagar hans, vissi fullvel að hverju hann gekk þegar hann sóttist effir að komast á þing. Og enginn starfsmaður gerir yfir- vinnureikning á vinnuveit- anda, þegar um annað er samið í upphafi. I þessu tílfelli erum það við, skattgreiðend- ur, sem erum vinnuveitand- inn og þingmenn launþegar. Höfundur er hagfræðingur. ODDUR Aðgát í nœrveru viðkvœmrar sálar Ég er ekki viðkvæmur mað- ur, lesendur góðir, en það fór ekki hjá því að mér vöknaði úm augun þegar hann Jón minn Sigurðsson kom í þing- ið til okkar á mánudaginn. Nei, ekki afþví að hann er far- inn ffá okkur og er nú á leið tíl Finnlands. Það afgreiddum við með svolítiUi veislu í sum- ar sem við endurtókum nú um helgina. Nei — mér stóð ekki á sama afþví það rann uppfyrir mér að ég hef mis- skilið hann Jón öll þessi ár. Hann er ekki þessi harthugs- andi, yfirvegaði hagspekingur sem ég hélt Innvið beinið hef- ur hann þvertámóti næmi skáldsins sem aldrei varð og ofurviðkvæmni bamsins sem kjökrar við hvert mótlæti. Þeir sátu saman Jónamir á innsta borði í reyklausa saln- um í kaffistofunni og Sigurðs- son bar sig aumar en ég hélt að svo velklæddur og slétt- greiddur miðaldra maður gæti. „Ég þoli þetta ekki lengur, Jón,“ sagði hann og röddin skalf eilítið. „Öll þessi ár, allt þetta strit, allt þetta skipulag. Allt til einskis.“ Jón Baldvin sýndi engin svipbrigði, en nafni hans drúpti höfði. „Helsinki,“ sagði hann við borðdúkinn. „Hefúrðu komið til Helsinki, Jón?“ Hann leit upp og það stimdi á augun. „Allt útaf einum jeppa. Og einum gömlum Sjevrólett. Þetta er ekki sanngjamt." Jim Beam glottí. ,Æ, hættu þessu væh,“ sagði hann. „Ég hélt það væri meira í þig spunnið, en þú brotnar við fýrsta mótlæti. Lífið er fómir. Lífið er bardagi. Hvenær hef- ur þú þurft að fóma ein- hverju? Eigum við að rifja upp? I fýrsta lagi: Þegar ég gerði þig að þingmanni þorðirðu ekki annað en að halda stöð- „Svona slagsmál tekur maður með höfuðið hátt og bakið upprétt, Jón Sigurðsson. Maður leggst ekki í vesaldóm og sjálfsvorkunn og sendir Tómas Árnason afstað til- að redda manni vinnu í útlöndum. Svo kallarðu þig ísfirðing!“ unni í Þjóð- arðuaðsegjaafþérstöðunnií hagsstofnun Seðlabankanum eða taka þér til öryggis. launalaust leyfi þangaðtil þú Þú heimtaðir kemst að því hvemig veðrið er fýrsta sætið í í Helsinki?" stærsta kjör- Jón Sigurðsson horfði dæminu án særður á hann. „Þú veist ekki prófkjörs og hvemig það er—“ ráðherradóm „Ég veit allt um það!“ hálf- í kaupbæti. hrópaði Jón Baldvin yfir sal- Manstu effir inn. „Rifjum upp: Manstu eft- því? ir brennivíninu? Manstu eftir I öðm lagi: skinkunni? Manstu eftir sund- Þegar ekki skýlunni? Svona slagsmál tek- var lengur ur maður með höftiðið hátt pláss fýrir þig og bakið upprétt, Jón Sigurðs- í Reykjavík son. Maður leggst ekki í vesal- heimtaðirðu dóm og sjálfsvorkunn og fýrsta sætið á sendir Tómas Ámason af stað Reykjanesi tilað redda manni vinnu í út- — aftur löndum. Svo kallarðu þig Is- prófkjörs- firðing!“ laust. Varstu Ég hef aldrei séð fullorðinn, búinn að velmenntaðan mann svona gleyma því? niðurdreginn, en Jón Baldvin Hvemig er var kominn í stuð: „Þú hélst það með þig að þú værir sloppinn. Þú hélst núna? Ætl- að þú gætir setið undir Svörtuloftum og lesið hag- skýrslur án þess að alþýðan angraði þig. Þú hélst að...“ Þegar hér var komið sögu gat ég ekki meira. Ég stóð upp og fór. Ég þoli ekki að sjá full- orðna karlmenn gráta. Oddur þingvörður er hugarfóstur dálkahöfunda, en efnisatriöi og persónur byggjast á raunveruleikanum. A UPPLEIÐ JON SIGURÐSSON SEÐLABANKA- STJORI Öll sönn upphefð kemur að utan og nú hefur Jón fengið sinn skammt af henni. Hann er greinilega hæfastur skandinavískra krata og fær auðvitað bilinn sinn að lok- um eins og í öllum góðum ævintýmm. ÞOR VILHJALMSSON FORSEJI HÆSTA- RETTAR Eini dómarinn sem sendi ekki yfirvinnureikninga, enda fékk hann mest þegar Kjaradómur loksins vakn- aði. HALLDOR BLONDAL LANDBÚNAÐAR- RAÐHERRA Fékk sitt fram í Gatt-mál- inu og tókst að láta það líta út sem samkomulag. Á NIÐURLEIÐ OLAFUR SKULASON BISKUP Dómsdagur kom greini- lega miklu fýrr en hann hugði, þökk sé Kirkjugörð- um Reykjavíkur. INGI BJORN ALBERTSSON ÞINGMAÐUR Það er hálffúlt að þing- maður sem hefur heila heildsölu á bak við sig skuli vera í fararbroddi launþega- hreyfingar þingmanna. PETUR SVEIN- BJARNARSON HJA MIQBÆJAR- SAMTOKUNUM Þrátt fyrir mikla baráttu hefur ekki tekist að verja Matador fýrir Kringlunni. Austurstræti virðist vera búið að vera.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.