Pressan - 18.11.1993, Side 23
f
Fimmtudagurinn 18. nóvember 1993
V I ÐT A L
PRESSAN 23
Píanóleikarinn og undrabarnið Jónas Sen kveður sér hljóðs eflir langt hlé
Hef sætt mig við að lífið sé
leyndardómur
Undrabörn eru ekki áber-
andi á íslandi. Ef þau leynast
einhvers staðar er þeim í það
minnsta ekki hampað mikið á
opinberum vettvangi. Undan-
tekningar eru þó ef þau skara
fram úr í íþróttum, þá þekkir
maður þau næstum eins og
eigin börn, eða ef þau vinna
hjá erlendum stórfyrirtækj-
um, líkt og Ólafur Jóhann Ól-
afsson, forstjóri Sony. Því hef-
ur löngum verið haldið ffarn
að Jónas Sen flokkist undir
skilgreininguna undrabarn.
Þegar hann kom fyrst fram
var sagt að í jafnfærum píanó-
leikara hefði eldd heyrst síðan
Þórunn Ashkenazy heillaði
landann, en sem kunnugt er
gaf hún feril sinn upp á bátinn
er hún giftist hinum heims-
kunna píanóleikara Vladimir
Ashkenazy.
Þrátt fyrir ótvíræða hæfi-
leika hefur Jónas Sen verið
fyrirferðarlítill í íslensku tón-
listarlífi undanfarin ár. Þar til
nú. Hann var á síðustu dög-
urn að senda ffá sér sína fyrstu
geislaplötu. Herma ffegnir að
áttatíu eintök hafi selst fyrstu
þrjá dagana, sem þykir afar
gott á sölumælikvarða klass-
ískrar tónlistar.
Nú eru tvö og hálft ár liðiti
síðan þú hélst síðast tónleika
opinberlega á Islandi. Hvers
vegna fœr maðitr ekki að heyra
tneira í þér? Má vera að full-
komnunarárátta séein skýring-
in?
„Það er eitthvað til í þessu
með fullkomnunaráráttuna.
Það er hins vegar ekki hægt að
koma fram eingöngu af því
mann vantar pening. Sumir
eru þó þannig. Það finnst mér
óheiðarlegt. Maður á að gera
sitt besta. Ef mig vantar pen-
ing þá afla ég hans með ýms-
um öðrum hætti, t.d með því
að kenna meira eða gera
stjömukort. Markaðurinn hér
er líka svo þröngur að fólk
verður leitt á manni ef maður
spilar of oft. Erró sagði ein-
mitt að héldi hann of margar
sýningar féllu myndirnar hans
í verði. Það er betri leikur að
taka pásur, þá byggist upp eft-
irvænting.“
Hefurðu engati hug á að
reyna fyrir þér erlendis?
„Það vantar allan drifkraft í
mig, að minnsta kosti í augna-
blikinu. Það þarf ákveðna per-
sónuleika í það, einstrengings-
lega persónuleika.“
Missirinn
Skýringuna á deyfðinni seg-
ir Jónas þó fyrst og fremst
vera andlega þreytu, sem megi
að miklu leyti rekja til þess að
fýrir fjómm ámm missti hann
eiginkonu sína, Margréti
Björgólfsdóttur, í bílslysi.
Hinn nýútkomni geisladiskur
er einmitt gefinn út í minn-
ingu hennar. „Við höfðum
aðeins átt saman ellefú mán-
uði, þar af verið gift í tvo, þeg-
ar hún féll ffá.“
Mikið hafði gengið á í lífi
Margrétar áður en þau Jónas
felldu hugi saman, þvi nokkru
áður hafði hún orðið fyrir
öðm slysi í London. „Hún var
á leið í neðanjarðarlest. Um
það bil sem hún er að teygja
sig eftir töskunni sem var við
brúnina á brautarpallinum
ekur lestin hjá og skellur á
höfði hennar. Slysið var það
alvarlegt að henni var ekki
hugað líf. Svo varð eitthvert
kraftaverk. Hún náði sér
næstum til fulls.“
Leiðir þeirra lágu fýrst sam-
an á námskeiði um stjörnu-
speki. „Við kynntumst þar,“
staðfestir hann, en viðurkenn-
ir að hafa veitt heoni athygli
nokkru áður. „Ég man eftir
Margréti á Mensunni þar sem
ég sat löngum stundum með
Alfreð Flóka.“
Þótt liðin séu fjögur ár síð-
an slysið varð segir hann erf-
iðlega hafa gengið að hefja
nýtt líf.“ Ég fékk martraðir
lengi á eftir. Mig dreymdi æ
ofan í æ að ég væri giftur aftur
og þetta hefði komið fýrir aft-
ur. Ég hélt þó áfram að lifa
eins og ég hafði gert áður;
spilaði og kenndi jafnmikið
og áður. Af því ég hægði ekki
ferðina safnaðist upp spenna.
Ég var kominn að því að fá
taugaáfall þegar ég ákvað loks
að bremsa mig af.“
Eins og flestir sem verða
fýrir áfalli reyndi Jónas að leita
skýringa. „Maður skilur ekki
hvernig svona getur gerst. En
ég fann engin svör. Að lokum
varð ég að sætta mig við það
að lífið er leyndardómur. Eftir
það fór mér að líða betur.“
Þótt Jónas sé búinn að
stúdera stjörnurnar og sé enn
að — er núna í indverskri
stjörnuspeki og mun flóknari
— segist hann ekkert vita
hvað framtíðin beri í skauti
sér. „Þetta er bara teoría. Eng-
inn veit í raun hvað felst í
stjörnunum. Ég tel að til séu
örlög, að allt sé fyrirfram
ákveðið. En ekki þó alltaf. Ég
veit þetta er óskiljanlegt," segir
hann eins og harrn viti betur.
„Hvað sem því líður þá er ég
að ná mér. Ég hugsa að ég
standi sterkari fótum eftir en
áður.“
Ferillinn
Svo við snúum okkur að
ferli Jónasar, sem níu ára hóf
píanónám, má geta þess að
aðeins þrettán ára lék hann
einleik með Sinfóníuhljóm-
sveit íslands. „Satt best að
segja man ég ekki hvemig það
kom til. Það eina sem ég man
frá þessum tónleikum er að
Þorgerður Ingólfsdóttir var
kynnir,“ segir hann kæruleys-
islega og hlær eins og honum
finnist það ekki í ffásögur fær-
andi.
Áður en Jónas lauk einleik-
araprófinu lék hann víða,
meðal annars á tónleikum í
Bretlandi, Bandaríkjunum og
í Grieg- höllinni í Bergen.
Sautján ára lauk hann einleik-
araprófi. „Ég beið í ár með að
fara út svo ég gæti lokið stúd-
entsprófi og sé ekki eftir því.
Besta tónlistarnám sem mað-
ur fær er nefhilega ekki í tón-
listarháskóla heldur hefð-
bundnum háskóla með tón-
listardeild. Þar er námið
miklu akademískara auk þess
sem maður hefur úr meiru að
velja og þarf ekki að sitja uppi
með fög sem maður er i fýlu
yfir að þurfa að taka. Að auki
getur maður gert rannsóknir,
sem á vel við mig.“
Lokaverkefni Jónasar í
mastersnáminu auk píanó-
leiks voru rannsóknarritgerð-
ir; annars vegar ritgerð um at-
vinnusjúkdóma hljóðfæra-
leikara, sem vakið hefúr mikla
athygli, og hins vegar verkefni
um tónlist í tíbetskum búdd-
isma.
„Égvitna bara íAlfreð
Flóka, sem sagði að
hann hlyti að hafa verið
Jack the Ripper í fyrra
lífi eða ein af vœndis-
konunum sem hann
drap til þess að verð-
skulda það að vera lista-
maður áíslandi.“
„Mér finnst skipta miklu að
tónlistarmenn séu vel að sér,
að píanóleikur sé ekki bara
einhver iðn sem maður kann.
Músík er svo margt. Hún er
innblásin af svo mörgu; bók-
menntum, myndlist, heirn-
speki og fleiru. Hvert tónskáld
hefúr sinn hugarheim, sem oft
er á mjög háu andlegu plani.
Sem túlkandi verður maður
að geta sett sig inn í þann
heim.“
Að afloknu stúdentsprófi lá
leið Jónasar til Parísar þar sem
hann stundaði tónlistarnám
með hléum í fjögur ár. I mast-
ersnámið fór hann svo til
London 1990 og lauk því ári
síðar með fýrrnefndum rann-
sóknarritgerðum.
Gáfumennirnir sem höfðu
áhrif
Áður en stefnan var tekin á
París kynntist Jónas þremur
gáfumönnum sem hann segir
hafa haft afgerandi áhrif á líf
sitt og þá stefúu sem hugsun
hans tók. Þetta eru Hilmar
Örn Hilmarsson tónlistar-
maður, Alfreð Flóki myndlist-
armaður og Eysteinn Bjöms-
son, sem kallaður hefur verið
afi íslenskra stjörnuspekinga.
„Flóki var einhver gáfaðasti og
skemmtilegasti maður sem ég
hef kynnst. Hann var ofboðs-
lega vel lesinn í litteratúr, svo
mjög að hann mundi plottið
og nöfn söguhetja úr fjölda
bóka sem hann hafði lesið fýr-
ir löngu. Hann lifði svolítið í
þessum nítjándu aldar bó-
hem-heimi,“ útskýrir hann.
„Alfreð Flóki opnaði augu
mín fyrir ákveðinni tegund
bókmennta, sem hefur ein-
mitt mjög innblásið róman-
tíska tónlist. Franz Liszt las
mikið og einmitt mörg verka
hans eru komin úr bók-
menntunum. Og það mætti
nefna fleiri.
Meira að segja vísinda-
skáldsagnahöfundurinn
Philip K. Dick er dæmi um
rithöfund sem hefur veitt mér
innblástur. Tvær kvikmyndir,
Total Recall og Blade Runner,
hafa verið gerðar eftir sögum
hans. Hann var mikill aðdá-
andi klassískrar tónlistar og á
einhverja bestu sprettina um
Beethoven sem ég þekki.“
Hélt hann væri Messías
Ertu sjálfur mest í rótnan-
tískum tónlistarhugleiðingum?
„Ég hugsa það. Ómeðvitað
spila ég mest nítjándu aldar
tónlist. Ég er nokkuð hrifinn
af Messiaen og svo er það
rokkið. Ég kom einu sinni
fram undir dulnefni á plötu
með Kamarorghestunum,“
upplýsir hann, að því er virð-
ist dálítið stoltur. „Annars er
gert grín að því hve illa ég er
að mér í rokktónlist. En þar
sem ég kenni klassíska tónlist
finnst mér þó gott að setja
eitthvað létt á þegar ég kem
heim.“
Hefurðu hug á að einbeita
þér að tónlistarferlinum fyrst
þú ert á annað borð byrjaður
aftur?
„Já, annars er það allt óráð-
ið ennþá. Ég ætla að bíða og
sjá. Við Hilmar Örn eigum
saman gamlan draum sem við
höfúm í hyggju að láta rætast.
Draumurinn er sá að gefa út
geislaplötu með verkum ein-
göngu eftir rússneska tón-
skálcfið Scriabin, sem var uppi
um aldamótin. Hann var um
tíma talinn eitt efnilegasta
tónskáld Rússlands. Tónlist
hans er í síðrómantískum stíl;
ástríðufúll, heit og dimm, og
svipar nokkuð til tónlistar
Rachmaninoffs.
Þrjátíu og eins árs — líkt og
ég er nú — fékk Scriabin
áhuga á dulspeki og fór að
stúdera hana. Hann taldi sig
skyggnan og sá allskyns sýnir.
Frægastur varð hann fýrir að
sjá tónverk sem litahaf á
hreyfingu. Ein sóntatan sem
hann samdi sagði hann að
væri samþjöppun allra mar-
traða sem hann hefði fengið
um ævina. Alltaf þegar hann
spilaði þá sónötu horfði hann
í kringum sig eins og hann sæi
her af afturgöngum og
ófreskjum. Hann var í afar
skemmtilegum pælingum en
varð geggjaðri og geggjaðri
með árunum. Undir lokin var
hann farinn að ímynda sér að
hann væri einhvers lags
Messías. Lokaverkið sem
hann hafði í huga bar vott um
það. Hann var þegar búinn að
semja 55 arkir og verkið, sem
hann nefndi Mysteríum, átti
að taka sjö daga í flutningi.
Upphafsatriðið átti að setja
upp með hjálp Zeppelín-loft-
fara sem í hefðu verið hengdar
stórar bjöllur. Eingöngu bjöll-
umar áttu að sjást og Zeppe-
lín-förin áttu að vera hulin
skýjum. Átti verkið að hefjast
á bjölluhljómi. Boða átti allt
mannkynið til þessa tónlistar-
viðburðar, sem hann áleit að
yrði næsta stökkbreyting í
sögu mannkyns, líkt og þegar
apinn varð að manni. Honum
entist þó ekki aldur til að klára
verkið.
Annað tónskáld og dul-
spekingur að nafni Cyril Scott
taldi að illu öflin í heiminum
hefðu komið Scriabin fyrir
kattarnef. Allt í einu hefði
dauðlegur maður ógnað veldi
þeirra.
En hugmyndin er semsé sú
að ég spili verk Scriabins en
Hilmar taki upp. Okkur lang-
ar að gefa með plötunni út ít-
arlegan texta, eða jafnvel bók.
Okkur vantar hins vegar fjár-
magn og auglýsum hér með
eftir því. Það kostar ekki undir
hálfri milljón að gefa út disk.“
Svona í fljótu bragði ímynd-
ar tnaður sér að tónlist Scria-
bitts falli fáutn ígeð.
„Tónlist hans er mikil
tískubylgja núna. Það er sér-
staklega fólk af yngri kynslóð-
inni sem heillast. Þetta er alls
ekki ólógísk tónlist. Hún er
fullkomlega strúktúreruð
þrátt fýrir allt.“
Jack the Ripper í fyrra lífi
Jónas segist einnig hafa fúll-
an hug á að gera klassískt tón-
listarmyndband, sem ein-
hverra hluta vegna hafi aldrei
verið gert hér á landi. „Vin-
kona mín Lára Marteinsdótt-
ir, mikill talent, sem nú er í
námi í kvikmyndagerð í Kali-
forníu, hefur skrifað handrit
sem mér finnst hreint æðis-
legt. Allir sem hafa skoðað
það eru mér sammála. Þrátt
fýrir að hafa reynt að afla fjár-
magns til þess að gera mynd-
bandið hefur okkur ekki tekist
að kría út fimmkall! Ég vitna
bara í Alfreð Flóka, sem sagði
að hann hlyti að hafa verið
Jack the Ripper í fýrra lífi eða
ein af vændiskonunum sem
hann drap til þess að verð-
skulda það að vera listamaður
á íslandi. Ég veit samt ekki
hvort ég tek undir þetta. Ég á
enn eftir að reyna að sækja
um styrk úr Kvikmyndasjóði
íslands.“
Pœlingar þíttar á andlega
sviðinu virðast ekki síður for-
vitnilegar og svo virðist setn þú
hafir komið víða við; í stjörnu-
speki, bœði vestrœnni og ind-
verskri, og búddistna. Trúir þú
á eitthvað afþessu sjálfur?
„Hilmar Örn heldur því
ffam að ég ég sé skápakristinn.
Ég trúi á Guð, að hann sé
upphafið — einhvers konar
intelligensía, svona plott sem
er á bak við allt. En ég er ekki
búddisti þótt ég skilji vel fólk
sem praktíserar búddisma,
enda afar heillandi trú, bæði
serimóníurnar og ritúalið.
Búddisminn talar um að
menn verði að vera viðbúnir
því að geta dáið hvenær sem
er, að ekkert jarðneskt vari að
eilífu. Eina eilífðin sé undir-
liggjandi orka. Allt hitt sé
draumur. I búddisma er litið
svo á að við séum sofandi og
markmiðið er að vakna. Þá
upplifi maður eitthvert ótrú-
legt ástand og sjái hve allt í
kring er óraunverulegt.“
Er þetta ekki bara sefjun,
eins og svo mörg önnur trúar-
brögð?
„Ekki skilst mér. Það hafa
til dæmis verið skrifaðar
margar bækur um hvernig
nútímaeðlisfræði kemst að
sömu niðurstöðu og indversk
og asísk heimspeki, sem er sú
að heimurinn sé ekkert annað
en orka. Þær komast báðar að
því að það sé misskilningur að
heimurinn sé stöðugur. Þetta
er meðal annars að finna í
bókinni Tao of Physics."
Konsertmeistarinn og út-
varpsstjórinn
Annars tel ég mig vera svo-
kallaðan sófaheimspeking. Ég
les mjög mikið til þess að auka
þekkinguna, svo ég skilji til
dæmis tónlist betur. Það má
eiginlega segja að ég hafi feng-
ið bæði dulspekina og tónlist-
ina í arf, því faðir minn, Jón
Sen, var konsertmeistari hjá
Sinfóníuhljómsveit íslands og
afi minn, Jónas Þorbergsson,
fyrsti útvarpsstjórinn, va^^
mikill spíritisti. Hann var
meðal annars mikill vinur
Hafsteins Björnssonar miðils
og skrifaði nokkrar bækur um
spíritisma, bara fjandi góðar.
Dulspekin er svo nátengd
mér að ég get ekki útskýrt af
hverju ég trúi á líf eftir dauð-
ann. Mér finnst það bara góð
trú sem gott er að hafa. Tón-
listin er fremur baktería sem
ég losna ekki við. Hún er part-
ur af mér. Bernskuminningar
mínar eru tengdar því að faðir
minn, sem einnig var í
strengjakvartett, var að spila
með kvartettnum í stofunni
heima.“
Jónas segist aldrei hafa orð-
ið fyrir neinni dulrænni
reynslu, að minnsta kosti ekki
svo hann viti. Honum er hins
vegar sagt, án þess að hann
reki minni til þess sjálfan, að
hann hafi verið skyggn sem
barn. „Barnfóstran sem ég
hafði var skyggn. Hún féll í
trans og hélt prívat skyggni-
lýsingafundi fyrir mig.“
Þúfékkst viðurnefnið undra-
bartt. Var ekki erfitt að vera
undrabam á íslandi?
„Ég vil taka það fram að-«i^.
var ekkert undrabam eins og
Mozart, sem samdi sína fýrstu
óperu ég veit ekki hvað ung-
ur.“ Jónas vill greinilega ekki
gera mikið úr þessum undra-
barnsstimpli. „Þessu var þá
eitthvað misskipt, því þó að ég
væri vísir að einhverju undra-
barni í tónlist var ég til dæmis
langt frá því að vera undra-
barn í íþróttum. Ég hafði enga
burði í íþróttir, enda akfeitur
sem bam.“ Sem er ekki að sjá
á honum í dag. „Það eina sem
ég varð var við er að mér
fannst ég svolítið út úr sem*i
barn og gat því ekki stundað
eins mikið félagslíf. Þá var
mikið álag á mér í menntó."
Langur biðlisti
Jónas segist öðrum þræði
furða sig á öllum tónlistar-
áhuga íslendinga, sem þó hafi
borið af sér góðan ávöxt.
Nefnir hann Áshildi Haralds-
dóttur flautuleikara, Bryndísi
Höllu Gylfadóttur sellóleikara
og fiðluleikarana Sigrúnu Eð-
valdsdóttur og Auði Haf-
steinsdóttur sem dæmi um
það. „Það er greinilega í tísku
að senda börn í tónlistarnám.
Það er langur biðlisti í tónlist-
arskóla,“ segir tónlistarkem’P* -
arinn Jónas, sem hefúr svo fátt
eitt sé nefnt einnig hug á því
ásamt Halldóri Haraldssyni,
skólastjóra Tónlistarskólans,
að setja á stofú klíník með sér-
fræðingum til að freista þess
að forða tónlistarmönnum frá
atvinnusjúkdómum. Að þeir
beiti líkamanum rétt.
Guðrún Kristjánsdóttir