Pressan - 18.11.1993, Side 28

Pressan - 18.11.1993, Side 28
HLUSTUM ALLAN SÓLARHRINGINN SÍMI 643090 s, ' ú saga hefur gengið fjöllunum hærra að Stein- grírnur Hermannsson hafi látið Tímann borga 280 þúsund króna viðgerð á -Toyota 4Runner-jeppan- um sínum. Forsagan er sú að Steingrímur var að veiða í Kjarrá í Borgarfirði, festi jeppann í hyl nokkr- um (sem nú er nefndur Steingríms- hylur) og eyðilagði vél- ina svo draga varð bílinn í bæinn. Orðrómurinn var svo sterkur að nýir menn á Tímanum, með Þór Jóns- son ritstjóra í broddi íylk- ingar, kröfðust rannsókn- ar á málinu og telja að það sé ástæðan fyrir því að Steingrímur hætti í stjórn Mótvægis. Ekkert fannst í bókhaldi Tímans sem benti til þess að reikning- urinn hefði verið greiddur og Steingrímur fullyrðir að hann hafi sjálfur þorg- að viðgerðina... TT^ J-Vvennalistinn hyggur gott til glóðarinnar í kom- andi borgarstjórnarkosn- ingum. 1 Reykjavík er þeim spáð Ijórum borgar- fulltrúum og á landsvísu hefur fylgið aukist tals- vert. I Reykj avík hefur verið skipuð upp- stillingar- nefnd með þeim Guðrúnu Agnarsdóttur, Kristínu Blöndal og Önnu Kristínu Ólafsdóttur. Óstaðfestar heimildir herma að Guð- rún Ögmundsdóttir muni leiða listann og væntan- lega verður Margrét Svav- arsdóttir, sem nú er í öðru sæti, einnig áfram. Mikill vilji er fyrir að yngja list- ann upp og hefur nafn Steinunnar V. Óskars- dóttur, fyrrum formans Stúdentaráðs, verið nefht í -*Tví sambandi. I Kópavogi ætla kvennalistakonur að funda í kvöld og ákveða hvort af framboði verður eðaekki... A, . nýjustu geislaplötu KK Band er að finna lagið Búmmsjagga þar sem Kristján Kristjánsson sendir Steinari Berg plötu- útgefanda lítt dulbúið skeyti: „Ég bauð þeim réttu á fýllirí, stofna fyrir- tæki kalla það Skref og til að spara ég borga ekkert STEF.“ Þarna er KK augljóslega að skjóta á erkióvin sinn í bransanum, sem rekur nú hljómplötuútgáfuna Spor en skildi eftir sig slóð af óuppgerðum höfundar- launum í formi STEF- gjalda þegar Steinar hf. fór á hausinn... ÞINAR VORUR ✓ •• Vöruflutningar á sjó og landi, hérlendis og erlendis, eru í góðum höndum hjá Eimskip. Með tíðum áætlanasiglingum til stærstu hafna á Vesturlöndum og þéttriðnu flutninga- og upplýsinganeti um allan heim tryggjum við skjótan og öruggan flutning alla leið. EIMSKIP VIÐ GREIÐUM RÉR LEIÐ

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.