Pressan - 02.06.1994, Blaðsíða 2
i
Einn mest
JÓN DAGSSON pósaði á sviðinu í allri sinni dýrð á
sokkunum. „Hann er heimsfrægur,“ segir Helgi tattó.
Jón Dagsson, starfrnaður JP-
innréttinga til margra ára,
kom sá og sigraði þegar
hann sté á svið Tveggja vina og
annars í fríi á þriðjudagskvöld. Þá
fór ffam stofhfundur Tattóver-
ingaklúbbs Islands að viðstöddu
þvílíku fjölmenni að vart sá í auðan
blett. Ekki er vitað nákvæmlega
hve margir voru á stofnfundinum
en það segir kannski allt um málið
að alls sóttu 23 um að komast í
stjórn félagsins.
Þótt í fyrstu virðist ekki auðan
blett að finna á líkama Jóns er
víst enn hægt að koma noldcr-
um tattóum fyrir, jafnvel þótt
ekki standi til að setja tattó í
andlit hans.
Sá sem á mestan heiðurinn af
líkama Jóns er George Bone,
breskur tattóveringameistari og
lærifaðir Helga tattó, en Bone hef-
ur í það minnsta tattóverað 80% af
líkama Jóns, Helgi um það bil
15%, og aðrir um 5%. Helgi vonast
til þess að fá að leggja lokahönd á
Jón.
Innan við 150 manns í
heiminum eru jafntattóverað-
ir og Jón og er hann jafn-
framt tattóveraðasti íslend-
ingurinn. Vegna þessa
hefur hróður hans
borist víða. Hafa
margir erlendir ljósmyndarar fest
hann á filmu og er hann þegar að
finna í mörgum ljósmyndabókum.
„Hann er heimsfrægur," sagði
Helgi tattó umsvifalaust um ffama
Jóns Dagssonar á sínu sviði. „Is-
lendingar eru bara svo langt á eftir,
svona tíu til tólf árum. Þess vegna
hafa þeir eldd tekið eftir neinu.“
Um fundinn sagði hann hins vegar
að sig hefði eldd órað fyrir því að
svo margir hefðu áhuga á að ganga
í klúbbinn. „Þetta var ffamar öll-
um vonum. Kannsld eru Islend-
ingar að koma til.“
tattóveraði
Í3
K
Ó
Eggert Skúlason, fféttamaður á
Stöð 2, flutti inn í nýtt hús í
september síðastliðnum og lagði
þá gríðarlega áherslu á það við
verktakann að sjónvarpsleiðslur
yrðu viðamiklar og sérstaldega
vildi hann geta innréttað góða
sjónvarpsaðstöðu inni í bílskúr.
Hann var ffamsýnn þarna og hefur
nú ákveðið að innrétta bílskúrinn
svo að „fótboltavinir“ og vanda-
menn geti komið þar saman og
útilokað sig frá konum og börn-
um, sem hugsanlega gætu spillt
friðnum.
Framkvæmdir á bílskúrnum fýr-
ir heimsmeistarakeppnina hafa
enn ekki hafist en þær hefjast inn-
an tíðar og segist Eggert vongóður
um að allt verði orðið „tipptopp“
12. júní.
„Stuðningsmaður minn númer
eitt og mikill áhugamaður um
þessar ffamlcvæmdir er Gaupi,
íþróttafréttamaður á Stöð 2. Hann
vill ólmur fara að mála skúrinn og
von bráðar ætlum við að hefjast
handa og gera staðinn sem huggu-
legastan. Við höfum fengið loforð
um hjálp ffá mönnum eins og
Kristjáni Má og Sigmundi Erni, en
ég hef trú á að það verði eins og
með litlu gulu hænuna því þeir
munu sennilega bara koma til þess
að horfa."
Hvernig lýsirðu þessu umhverfi
ér?
stuttu máli verður þetta þann-
ig að sjónvarpið verður haft ofar-
lega á austurgafli bílskúrsins þann-
ig að menn geti hallað sér aftur og
liðið „átómatískt“ vel.“
Er mikil aðsókn í þetta hjá þér?
„Já, það eru sífellt fleiri að spyrj-
ast fýrir um þetta. Konan mín hef-
ur reyndar sett einhver spurninga-
merki við þetta og það er ástæðan
fyrir því að þetta er haft úti í bíl-
skúr, — á mínu yfirráðasvæði.“
Er rniklu áfengi skolað niður á
svona stundum?
„Einhverjir hafa nefnt bjór-
drykkju við þetta en ég er ekki viss
um að ég leyfi það, enda er ég
þeirrar skoðunar að menn eigi að
vera allsgáðir þegar þeir fylgjast
með þessari keppni, enda er hún
bara á fjögurra ára ffesti.“
Og hvert verður þitt lið í keppn-
inni?
„Ég held enn í þá veiku von að
Islendingar spili með. En verði það
ekld vil ég gjarnan að Bólivía verði
heimsmeistari, bara vegna þess að
við unnum þá!“
Nýjunga
mir
Iljómsveitin Dos Pilas
hefur gefið út sína
fyrstu plötu. Áður hafa
fimmmenningarnir komið
fjórum lögum á framfæri
á þremur safnplötum.
Þau lög eru hér, ásamt
tveimur nýjum ffum-
sömdum og sniðugri
útgáfu af „The Devil
went down to Georg-
ia“, sem flestir yfir 25
ára muna eftir úr
æsku. Hljómsveitin
er bókuð í allt
sumar og til í allt: er með
þrjú prógrömm, tónleikapró-
gramm og tvær tegundir af ball-
prógrömmum, eitt fyrir „erfiða
sali“, hitt fýrir rokkkrakka. Jón
„júníor“ Símonarson er söngvari
bandsins og hefur verið síðan þeir
rúlluðu inn í haftifirskan bílskúr
fýrir tveimur árum.
„Platan sem er að koma út núna
er ætluð til að ýta undir hljóm-
sveitina í sumar, en aðalgripurinn
kemur í haust,“ segir júníor. „Fólk
vildi fá þessi lög aftur á diski til að
hafa eitthvað fast i höndunum.“
Spor hlýtur að binda nokkuð góð-
ar vonir við ykkur?
„Við höfum farið þessa venju-
legu leið með lög á safnplötum,
myndbönd og fjölmiðla og þar
sem það hefur verið tekið vel í
þetta þá hafa þeir trú á okkur. Þeir
gefa okkur
ár, það veltur allt á
þessu ári. Plöturnar eru eins og
svart og hvítt og sýna vel hvað við
erum nýjungagjarnir.“
Hvað er að gerast á nœstu plötu?
„Hún verður með meiri pæling-
armúsík. Hún var gerð eftir filing
og ekkert hugsað lengra með það.“
Heldurðu að gruggið sé jafndautt
ogKurt Cobain núna?
„Ég veit það eldd, en mér finnst
það ekld. Það er búið að spá rokk-
inu dauða ffá upphafi, en ég held
að það haldi endalaust áffam,
maður verður bara að aðlagast nýj-
um stefhum.“
Þið eruð þá í aðlögun en ekki í að
búa til nýja stefnu?
„Jújú. Við lentum bara í því að
vera stimpl-
aðir gröns því það var mest áber-
andi þegar við byrjuðum. Við vild-
um ekki gera þessa týpísku hef-
ímetal-tónlist og það var nýtt fýrir
okkur að vera með röddun og
svona.“
Heldurðu að ísland eigi mögu-
leika á að verða ncesta Seattle?
„Þú meinar þá að eitt band verði }\
stórt og ryðji brautina fýrir öll
hin?“
Já, til dœmis. b
„Ég veit það ekki. Við ætlum cj
bara að hugsa um rassgatið á okk- q
ur sjálfum.“
2B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 2. JÚNÍ 1994
iQ tZ'