Pressan - 02.06.1994, Blaðsíða 8
Körfuboltabúðir '94 6.-10. Júraí
Fyrir stráka og stelpur á aldrinum 8 til 18 ára í íþrótta-
húsinu Austurbergi og Fellaskóla, frá kl. 9 til 16
daglega, í fimm daga, 6. til 10. júní og kostar 12.500 kr.
Körfuboltabúöír
Þrír amerískir þjálfarar sjá um að krakkarnir tileinki sér
leyndardóma þessarar skemmtilegu íþróttar og þeim til
aðstoðar verða 10 til 15 íslenskir þjálfarar og leikmenn til að
tryggja að krakkarnir skilji það sem fram fer.
Kennslan er þyggð á áralangri reynslu amerísku þjálfar-
anna. Farið verður í einstök atriði körfuboltans, áhersla lögð
á tækni og kennslan oft brotin uþp með skemmtilegri inn-
byrðis keþþni meðal þátttakenda. Verðlaun verða veitt
sigurvegurum í hverri kepþni.
Q
cp
Þátttakendur fá heitan mat í hádeginu, áþrentaðan bol,
ásamt viðurkenningarskjali fyrir þátttökuna, undirritað af
þjálfurunum.
Dave Hopla er einn fremsti og eftirsóttasti skotþjálfari í
heiminum og til hans hafa mörg NBA lið og flestir fremstu
háskólar Bandaríkjanna leitað til að bæta sig með góðum
árangri. Hér gefst einstakt tækifæri til að njóta tilsagnar
snillings, færni hans og hittni er hreint
ótrúleg.
Paul R. Ward hefur þjálfað hjá ýmsum
háskólum í Bandaríkjunum og nú síðast
háskólanum í Boston (Boston College)
sem hefur verið á toppnum í háskólabolt-
anum til fjölda ára. Úr þessum skóla hafa margir NBA
leikmenn komið.
Jknfliofiy i@wl@
jjJéi Qrismfl©
118 ísltinds ii jðnf
John Reynolds er núverandi þjálfari kvennaliðs Fiorida
Tech háskólans og hefur náð frábærum árangri með það
lið. Hann hefur verið eftirsóttur þjálfari í körfuboltabúðir
undanfarin ár og hefur meðal annars þjálfað í búðum Will
Perdue (Chicago Bulls).
NBA spilarinn Anthony Bowie (Orlando Magic) kemur og
verður í búðunum í tvo daga og gefur góð ráð ásamt því að
sýna þátttakendum snilldartilþrif á vellinum. Þetta er frábær
leikmaður og einn sá eftirsóttasti í búðir sem þessar.
Skráning í búðirnar stendur nú yfir í símum 13841
og 687070 (kl. 9 til 17).
Námskeiö fyrir körfuknattleiks-
þjjálfara
Samfara þessum búðum verður haldið þjálfaranámskeið á
kvöldin því þessir frábæru þjálfarar eru ólmir í að miðla
þekkingu sinni á körfubolta. Námskeið þetta verður 4x2
tímar, í beinu framhaldi af æfingabúðunum, 7.-10. júní, kl.
17:00 - 19:00. Þátttökugjald er 4.000 kr. Þátttaka tilkynnist í
síma KKÍ, 685949.