Pressan - 02.06.1994, Blaðsíða 14

Pressan - 02.06.1994, Blaðsíða 14
Hvað er svona merkilegt við Margrét Elísabet Ólafsdóttir hitti París? París, háborg list- anna, sem var og hét. Eða heitir enn? Frakkar virðast ekki hafa komist yfir það ennþá að nafli listalífsins skuli hafa ferðast yfir Atlantshafið eítir síðari fieimsstyrjöldina og eru enn að sleikja sárin þess vegna. Það er að minnsta kosti skoðun þeirra Sig- urðar Áma Sigurðarsonar mynd- listarmanns og Hallgríms Helga- sonar, myndlistarmanns og rithöf- undar, sem þó hafa báðir kosið að setjast að í París, að minnsta kosti um hríð, til að sinna þar list sinni. Báðum hefur tekist að koma sér á ffamfæri í borginni og eru innund- ir hjá ákveðnum listakreðsum. Sig- urður hefur haldið þó nokkrar sýn- ingar, bæði einn og í samfloti með öðrum, innan og utan Frakklands. Og nú stendur fyrsta einkasýning _J-fallgríms í París yfir í galleríi Alain ' Gutharc við Rue de Lappe. fslend- ingum mun hins vegar gefast kost- ur á að skoða nýjustu verk Sigurðar þegar hann sýnir á Kjarvalsstöðum í lok sumars og í Listasafhinu á Ak- ureyri í haust. Útsendari PRESS- UNNAR hitti þá starfsbræður á skuggsælu kaffihúsi í Bastilluhverf- inu á sólríkum maídegi og rakti úr þeim garnirnar um lífið í París og þá sérstaklega myndlistina, en þótt þeir séu búsettir í borginni eru þeir ekki á eitt sáttir um ágæti hennar sem listaborgar. Eða eigum við heldur að segja ágæti Frakka? Er eitthvað að gerast í myndlistar- lífinu i París í dag? Og ef svo er, hvar gerast hlutirnir? SIGURÐUR: „Mér finnst ánægjulegasta breytingin vera hjá söfnunum hér í París. Þau hafa beitt sér fyrir því að sýna minna þekkta eða yngri myndlistarmenn, þá sem hafa aldrei komist inn í galleríin eða eru ekki kornnir þang- að.“ Ertu með einhvcr ákveðin dœmi í huga? SIGURÐUR: „Til dæmis sýning- una í Jeu de Paume. Ég held það megi segi að Jeu de Paume sé búið _að standa sig vel sem safn. Þótt reyndar megi deila um sýninguna sem er þar núna þá er hluti af þvi fólld sem þar er sýnt ekki hjá gall- eríum en þó að gera aktúel hluti.“ Hvaðfinnst þér um þessa sýningu, Hallgrímur? HALLGRÍMUR: „Mér finnst þetta sorgleg sýning. Þarna eru fjórir ungir listamenn, allir fæddir í kringum 1960, að sýna á sama tíma og Pier Paolo Calzolari af „arte po- vera“-kynslóðinni — ætli hann sé ekki kominn yfir fimmtugt — og það er eins og ekkert hafi gerst á ntilli þessara tveggja kynslóða. Þessir krakkar eru í rauninni að gera út frá sömu höfhurn og þessi maður.“ > Eru verk þeirra þá beint framhald af þeirri list sem ítalski gagnrýnand- inn Germano Celant gaf nafnið „arte povera“ í lok sjöunda áratug- arins? HALLGRÍMUR: „Það eru svo mikil tengsl þarna á milli að þetta kemur manni fýrir sjónir eins og þama hafi litlu ungarnir í hreiðrinu loks fengið sitt tækifæri. Það er ekki eins og þeirra verk séu viðbrögð við því sem búið er að gera og mér finnst skorta að menn taki þá áhættu að gera eitthvað sem ekki hefur verið gert áður og er ekki pottþétt. Mér finnst þessi akadem- ismi allsráðandi hér.“ En er rof á milli kynslóða nauð- synlegt? Er ekki í lagi þótt þœr séu í framhaldi hver af annarrí? HALLGRÍMUR: „Mér finnst það ekki.“ En þér Siggi? SIGURÐUR: „Þetta er auðvitað alltaf allt í einhvers konar sam- hengi, jafnvel hlutir sem eru settir fram til að skáka einhverju og eru ólíkir því eru í samhengi, í þeim skilningi að hafa orðið til út af því sem fýrir var. En ég er alveg sam- mála því sem Hallgrímur segir, það eru mjög sláandi áhrif frá arte po- vera á þessari sýningu. En við sjá- um þetta líka í galleríunum og ekki bara í Frakklandi. Áhrif arte povera eru mikil í myndlist ungs fólks í dag. Það getur vel verið að það sé einhver grundvöllur fyrir því í þjóðfélaginu, — menn séu ekki bara að leita að einhverjum áhrifa- völdum. En stundum finnst mér ég frekar sjá endurtekningu en ekki það sem við getum kallað framhald eða að það sé verið að þróa eitt- hvað og það er mjög alvarlegt.“ En á þetta þá bara við um Frakk- land? SIGURÐUR: „Nei, mér finnst ég sjá þetta víðar, þ.e.a.s. áhrif frá arte povera og litla áhættu tekna í þró- un eins og Hallgrímur segir. En svo eru það erfiðleikarnir hjá Frökk- um, sem hafa lengi verið viðloð- andi myndlistina, og það er hvað þeir eru voðalega bundnir við til- vitnanir í sinn kúltúr og þá um leið söguna. Þetta er eitthvað í hugsun- arhættinum.“ HALLGRÍMUR: „Mér finnst Frakkar dálítið einangrunarsinnað- ir, eins og komið hefur fram í frétt- um í vetur. I Gatt-samningnum vildu þeir setja kvóta á kvikmyndir og nú eru þeir líka búnir að setja lög í sambandi við tungumálið. Það má ekki nota ensk orð eða tökuorð í málinu. Þetta er svo mik- il verndarstefna. Frakkar taka ekki nægilega mikið við áhrifum frá öðrum löndum. Þeir hafa reyndar mikinn áhuga á exótískri menningu, sem er í raun- inni ekki hættuleg þeim, því hún kernur frá svo litlum menningar- svæðum. En svo eru þeir á varð- bergi gagnvart bandarískri menn- ingu. Eg er ekki viss um að þetta sé rétt, því hvað er að gerast á íslandi? Þar hefur bandarísk menning flætt yfir óhindrað síðastliðin tíu ár og það hefur bara skilað sér í meiri grósku. Tökum sem dæmi popp- tónlist eða kvikmyndir, þar sem þetta sést best. Þessi áhrif virðast aðeins efla menninguna heima fýr- ir. Áhrifin virðast skapa meiri spenning og læti.“ SIGURÐUR: „En finnst þér það þá gott, sem er að gerast á íslandi al- mennt? Bœtir það einhverju við? Er þaðferskt?“ HALLGRÍMUR: „Já, á fimmtán árum hefúr Island breyst úr austur- evrópsku alþýðulýðveldi í svona smáheimsmenningarhorn. Ég er ágætlega ánægður með hvað það er mikið lífheima...“ SIGURÐUR: „Mikið líf!?“ HALLGRlMUR: „Já... en ég er ✓ x ,yA Jimmtán árum hefurlsland breyst úr austur-evrópsku alþýðulýðveldi í svona smáheimsmenningarliorn. “ ekkert viss um að það skili neinum stóraffekum, eins og til dæmis í bíómyndum." SIGURÐUR: „En auðvitað vilj- um við fara ffarn á það.“ HALLGRÍMUR: „Jájá.“ SIGURÐUR: „Maður verður að fara ffam á það. Það sló mig til dæmis í sjónvarpsþætti um popp- tónlist frá íslandi, sem sýndur var í ffanska sjónvarpinu um daginn, hvað hægt var að greina mikil áhrif alls staðar ffá, sem búið var að breyta yfir í eitthvað mjög miðl- ungs íslenskt. Það er gott út af fýrir sig, en mér fannst hins vegar alvar- legra hvað það skorti mikið á fersk- leikann. Það eins og vantaði í þetta meiri sköpunarkraft, aktúel sköp- un.“ HALLGRÍMUR: „Þetta er auð- vitað bara botngróðurinn. Það er sagt að það þurfi hundrað leirskáld til að gera eitt gott. Þetta er svipað og með Björk. Hún sprettur upp úr þessu og Frakkar eiga enga Björk.“ Er hún að gera svona rosalega góða hluti? HALLGRÍMUR: „Já, mér finnst það. Þetta er það besta sem til er í popptónlist í dag eða bara tónlist yfirleitt.“ SIGURÐUR: „Jájá. Jú. Það er að vísu alveg punktur hjá þér. Þannig að það má kannski...“ HALLGRÍMUR: „... vera ánægður með það? Mér finnst „Debut“ alveg nógur afrakstur af þúsund ára striti. En mér finnst Frakkar vera hræddir við þessi áhrif. Ég vil taka sem dæmi franska stelpu sem var í myndlistarskóla og að byrja sinn feril. Þegar hún var spurð að því hvort hún læsi ekki al- þjóðleg listatímarit eins og „Flash Art“ sagði hún nei, — hún væri svo hrædd um að verða fýrir áhrif- um. Mér finnst þetta svolítið lýs- andi fýrir ástandið. I raun er óþarfi að tala lengur um þjóðerni. Við lifum á tímum hins alþjóðlega grjónagrauts. Það skiptir engu máli hvaðan rúsínurn- ar koma, bara að þær séu góðar og safaríkar.“ Við komum aðeins aftur að kvikmyndunum og ég vil endilega benda á að Frakkar séu nú samt hrifnir af Könum í laumi þótt þeir vildu helst geta bannað þá, vegna þess meðal annars hve bandarísk dreifingarfýrirtæki eru sterk á markaðnum, sem sé ástæðan fýrir því hve slæm dreifing er á ffönsk- um myndum. Hallgrímur vill alls ekki skrifa undir þetta. HALLGRÍMUR: „Þessar myndir fá nú sín tækifæri hér. En meira að segja Frakkar kvarta yfir því að þær séu bara alls ekki nógu góðar. Þeir virðast ekkert læra af Bandaríkja- mönnum þótt myndirnar þeirra Sigurð Árna Sigurðarson og Hallgrím Helgason í París og leyfði þeim að blása stundarkorn. mikið sem eitt núlifandi ljóðskáld, — þeir eru enn að tala um Rim- baud! Það er þeirra síðasta stór- skáld. Franskt þjóðfélag er „Dead Poets Society“.“ SIGURÐUR: „Frakkland var náttúrulega svo sterkt hérna áður fýrr. Þeir eru að blæða fýrir það núna. Hver þjóð og hvert menn- ingarsvæði virðist eiga sinn tíma, það er alls staðar hægt að finna dæmi um það. Þegar þeim tíma lýkur virðist taka mjög langan tíma að ná sér upp aftur. — Ég er reyndar viss um að þetta á við um alla Evrópu í dag. Hluti af vanda- málinu er svo auðvitað efhahags- S legur, því þótt það séu peningar í I Evrópu virðast þeir ekki hreyfast | nóg. Og Evrópulöndin virðast “ hrædd vegna sameiningarinnar.“ = Svo við höldum okkur við “ menninguna, þá sá ég að Laufey I Helgadóttir listffæðingur hér í E borg skrifaði í Morgunblaðið (23.04.94) að París væri affur að verða sú höfúðborg listarinnar sem hún var. Hafið þið eitthvað um þetta að segja? SIGURÐUR: „Maður hefur nú svo off heyrt þetta á síðustu árum og ekki aðeins um París. Fyrir nokkrum árum var talað um að Berlín væri að taka við sér, en síðan gerðist ekkert. Er ekki búið að gera Lúxemborg að menningarborg Evrópu 1995?“ HALLGRÍMUR: „Það kemur auðvitað mikið af menningu til Parísar." SIGURÐUR: „Já, þetta er stór pottur og hingað kemur mikið af útlendingum til að vinna að sínum hlutum. Það er því mildð að gerast hérna, þótt það sé kannski ekki mest meðal Frakka sjálfra.“ HALLGRÍMUR: „París er eins og leikhús eða leiksvið. Það er alltaf verið að setja hér upp sýningar, en hlutirnir koma oft annars staðar ffá. Leiktjöldin eru æðislega flott og það er gaman að koma hingað og fá að leika hér. Það er í rauninni það sem við erum að gera.“ SIGURÐUR: „Mér finnst mjög gott að vinna hérna. Það er mikill kraftur í þessari borg, sem mér tekst vel að nýta.“ HALLGRÍMUR: „Mér finnst það vandamál hérna að allir eru alltaf að éta. Það er þessi matar- venja.“ SIGURÐUR: „Þú verður að borða til að geta unnið.“ HALLGRIMUR: „Það er þriggja tíma hádegisverður og fimm tíma kvöldverður. Og alltaf þríréttað „Franskt þjóðfélag er „Dead Poets Society“. “ flæði yfir markaðinn rétt eins og heima. Ég held það sé af því þeir tala ekki ensku og talsetja allar myndir. Það stuðlar að þessari ein- tóna menningu, þessum ffanska kúltur, sem virðist vera að daga uppi af því hann er svo einangrað- ur. Það var til dæmis spurt að þvi í grein í Libération um daginn hvað hefði orðið um ljóðlistina. Þar voru nútíma Frakkar beðnir að nefna ljóðskáld, en enginn gat nefnt svo með víni. Mér finnst þetta frekar vera borg fýrir fólk sem vill fara út að borða í hádeginu og hafa það huggulegt. Fyrir listamenn er þetta erfið borg. Það er erfitt að finna vinnustofúr og svo eru þær dýrar. París er því ekki mjög þægileg lista- borg. Mér fannst betra að vinna í New York. Það eru allir að vinna. Hér eru allir að borða.“ SIGURÐUR: „Nei, nú get ég ekki verið sammála þér! Það er erf- itt að finna vinnustofúr hér í París og þær eru kannski ekki jafnstórar og í Þýskalandi eða New York. Ég veit að myndlistarmenn í Þýska- landi mundu aldrei sætta sig við vinnustofur eins og þær sem franskir myndlistarmenn hafa. En Frakkar haiá auðvitað fílósófíu fýr- ir þetta: Því minna sem eldhúsið er, þeim mun betri er eldamennskan. Þetta fundu þeir auðvitað út fýrir sjálfa sig, en mér finnst þetta alveg eins geta átt við um stúdíóið: Því minni sem vinnustofan er, þeim mun betri vinna.“ Hér taka samræðumar sveig en snúast svo affur að menningunni og berast í átt til fjárveitinga ríkis- ins til listaverkakaupa. Tvö hundruð þúsund listaverk á ári HALLGRÍMUR: „Sumir segja að ríldð hafi eytt svo miklum pening- um í listina að það hafi skapað heila hjörð af listamönnum sem lifa á því að selja hinu opinbera. Mér hefur verið sagt að í fýrra hafi ríldð keypt 200.000 listaverk. Ef það er rétt gefur að skilja að þetta getur ekki allt verið stórkostlegt. Sú spuming kemur því upp hve háar fjárhæðir hið opinbera á að láta listasöfn og listamenn hafa.“ Þannig að það er tiltölulega auð- velt að vera listamaður í Frakklandi og lifa á ríkinu? EIALLGRÍMUR: „Helsta lista- verkasalan virðist vera til ríkisins. Galleristinn sem ég er hjá segist t.d. bara hafa selt þangað á þessu ári.“ Vantar einkafjármagn á lista- verkamarkaðinn? HALLGRÍMUR: „Ég veit það ekki. Mér finnst kreppan reyndar góð að því leyti að hún kippir öllu niður á jörðina og allir fá meiri tíma. Það er miklu rólegra and- rúmsloft og fólk getur Ie)Tt sér að þróa sína hluti í friði og einangrun. Það er ekki eins mikil pressa og var héma fýrir nokkrum ámm þegar allir vom að framleiða og allt seld- ist. Núna fer meiri tími í að hugsa sinn gang. Það á að minnsta kosti við um mig. Svo er maður heldur ekkert að heimta það að selja allt.“ SIGURÐUR: „Ástæðan fyrir því að þetta er rólegra er einmitt sú að einkasafnararnir hafa látið á sér standa síðustu árin. Til að galleríin geti haldið áfram að rúlla verður ríkið því að styrkja þau með því að kaupa myndlist.“ HALLGRÍMUR: „Þetta er bara orðið eins og heima með landbún- aðinn!“ En þessi miklu kaup ríkisins á listaverkum, eru þau ekki bara vegna þess að það stendur etmþá í listfrœðingum að hafa misst af im- pressjónistunum og van Gogh hér um árið? SIGURÐUR: „Jú, það getur vel verið, en þetta er annars ekkert svo svakalegt sem ríkið kaupir. Svo hafa Frakkar heldur ekki þetta kerfi sem var í Hollandi, þar sem menn gátu fengið styrki fýrir ákveðin verkefni og feikilega margir fengu starfslaun.” Eitis og á íslandi? SIGURÐUR: „Já, en þar eru svo fáir einkasafnarar. Auk þess em það ekki margir sem fá starfslaun. Ef einkasafnarar kaupa myndlist á ríkið ekki að þurfa að skipta sér svona mikið af þessu.“ 14B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 2. JUNI 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.