Pressan - 02.06.1994, Blaðsíða 18

Pressan - 02.06.1994, Blaðsíða 18
• AMMA LÚ Barinn, sem er svona ^^míní-Amma Lú, er opinn öll fimmtudags- . og sunnudagskvöld. Annars er lítið ann- að en það að frétta að Egill Ólafsson ali- as Aggi Slæ og Tamlasveitin skemmtir bæði kvöldin i siðasta sinn. Örn Árna er þarna líka. • BLUSBARINN Kvarz — var það ekki einhver bergtegund? — á barnum föstudags- og laugardagskvöld með Önnu Karenu Abbadrottningu í farar- broddi. • CAFÉ BÓHEM, VENUS Diskótekarinn Rob Acetson, sem hefur verið á tökkun- um í þrettán ár, eyðir helginni á Venus. • CAFÉ ROMANCE lan hinn breski heldur áfram að leika undir glösum. Vignir Daða, granni maðurinn með stóru _ röddina, Óperu-megin. • CAFÉ ROYAL, Hafnarfirði Rúnar Þór og Rask deila með sér helginni. Rúnar spilar á fimmtudagskvöld en Rask föstu- dags- og laugardagskvöld. • DANSHÚSiÐ, Glæsibæ Gleðigjafarnir André Backmann og Ellý Vilhjálms á laugardagskvöldið. • FEITI DVERGURINN Hljómsveit Jar- þrúðar, eina kvennasveitin á [slandi, á fimmtudagskvöld. Rokk og kántrí með Útlögunum föstudags- og laugardags- kvöld. • FOSSINN, Garðabæ Þura Sig. og Vanir menn alla helgina. "■ "*”• FÓGETINN Bjössi greifi á fimmtu- dagskvöld plús djass á háaloftinu. Halli Reynis og Jón Ingólfs samstiga föstu- dags- og laugardagskvöld. Helgina end- ar Jón Ingólfs einn á báti. • GAUKUR Á STÖNG Vinir vors og blóma, sem ekki síst eru frægir fyrir að hafa tekið lagið i staðinn fyrir Helga Björns á fimmtudag, Black out föstu- dags- og laugardagskvöld. • HÓTEL ÍSLAND Ungfrú Oroblu valin á föstudagskvöld með tilheyrandi viðhöfn. Andrea Róberts afsalar sér væntanlega fótleggjatitlinum. Sumargleðin i allra, allra... á laugardagskvöld. Sjómanna- dagshátíð á sunnudagskvöld með bandi _ Gunnars Þórðarsonar, Helgu Möller og Þorvaldi Halldórssyni. Borgardætur koma einnig við sögu sem og Árni Tryggva og sonurinn Örn Árnason. • HÓTEL SAGA Saga Class á laugar- dagskvöld. Húsið opnað fyrir almenningi klukkan hálftólf. Þorvaldur Halldórsson syngur væntanlega „Á sjó" föstudags- og laugardagskvöld á Mimisbar í tilefni sjómannadags. • RAUÐA LJÓNIÐ Sin með létta spretti um helgina. • SÓLON ÍSLANOUS Klúbbur Listahá- tiðar öll kvöld I að minnsta kosti víku í viðbót. Á föstudagskvöld spilar tríó Óla Steph., Marimba-kvartettinn er á laug- ardagskvöld og Einar Kristján Einarsson Segovia á sunnudag. • TURNHÚSIÐ Vinir Dóra á föstudags- kvöld. '68-kynslóðin úr Menntaskólan- um á ísfirði hittist á laugardagskvöld undirtónum Spilaborgarinnar. • TUNGLIÐ Ham með slútt á föstudags- kvöld. • TVEIR VINIR Hljómsveitn 13 á fimmtu- dagskvöld auk Dead Sea Apple. Stálfé- lagsiðnaður á föstudagskvöld með rokk- tískusýningunni hennar Ellu frá Plexi- glas og Gullsporti. Jet Black Joe á laug- ardagskvöld. • ÞJÓDLEIKHÚSKJALLARINN Leikhús- bandið alla helgina. SVEITABÖLL • Duggan, Þorlákshöfn Örkin hans Nóa á laugardagskvöld með sjómannadans- leik. • FÉLAGSHEIMILIÐ Blönduósi SSSól sleppir sér á laugardagskvöld. • SJALLINN, Akureyri SSSól ef að lik- um lætur á föstudagskvöld. — Norð- lendingar, farið vel með hann Helga! ég Ellen Kristjánsdóttir snýr að okkur bakhliðinni í dag. Hún á sér langa söngsögu með hljómsveitum eins og Ljósunum í bænum, Mannakornum og nú síðustu misserin hefur hún sungið með Borgardætrum og rekið eigið hljómsveit sem gefur út plötu á næstu vikum. Hljómsveitin hét í fyrstu Kombó Ellenar, en heitir nú eingöngu Kombóið — stutt og einfalt, eins og svörin hjá Ellenu. Með hverju erpylsan þín? „Ég borða ekki pylsur.“ Eru álfar kannski menn? „Já.“ Ertu morgun- eða kvöldmann- eskja? „Bæði.“ Vcerirðu til í rómantíska útilegu með Fjalari í Dagsljósi? „Rómantíska? Nei, ég held ekki.“ Hvað er það leiðinlegasta við poppbransann? „Öfund.“ Hvort fílarðu betur badminton eða bóling? „Ég fíla badminton betur.“ Ertu áncegð með úrslit kosning- anna? „Ég er bara þokkalega ánægð... Eiginlega mjög ánægð miðað við allt og allt.“ Ertu búin að kaupa miða á Saint Etienne? „Nei. Það býður mér kannski einhver.“ Hvaða bók ertu að lesa þessa dag- ana? „Ég er ekki að lesa neitt sérstakt í dag, en ég kláraði um daginn bók eftir frænku mína, Guðrúnu Guð- laugs, „Nellikur og dimmar næt- ur“.“ Varstu ánœgð með hana? „Já, já, þetta er ffænka mín.“ Ertu með tattó? „Já, svona leyni.“ Hvert er leiðinlegasta lag sem þú hefurfengið á heilann? „Þau eru ansi mörg í gegnum tíðina — Billy don’t be a Hero er eitt sem mér dettur í hug.“ Hver var draumaprinsinn þinn þegarþú varstfjórtán ára? „Donald Fagan.“ Hvað heldurðu að kosningabar- átta Sjálfstœðisflokksins hafi kostað? „Ég held hún hafi kostað 100 milljónir? Nei, örugglega 50 millj- ónir — rugl.“ Hvaða plötu hefurðu hlustað á oftast um cevina? „Gamla Steely Dan-plötu sem ég man ekki hvað heitir og nýjustu Sting-plötuna.“ Er dóp algengt í poppbransanum hérlendis? „Já og nei.“ Hvað gaf bróðir þinn KK þér í jólagjöfsíðast? „Hann gaf mér „Nellikur og dimmar nætur“ og ég gaf honum það sama. Svo gáfum við hinum bróður mínum það nákvæmlega sama.“ Hvaða söngvara vildirðu helst fá með þér í dúett ef þú mættir velja hvem sem er, látinn eða lifandi? „Æi ég veit það ekki. Ekki Rod Stewart. Ædi ég vildi ekki David Bowie bara, eða Þorleif Guðjóns bassaleikara.“ Hver eru mestu mistök ævi þinn- ar? „Að hafa farið í kollhnís af stóra brettinu í Sundhöllinni.“ Hpiiii c* Sk '-í. " & Macbet.. Ævintýri Framlag leikhússins Frú Em- elíu til Listahátíðar í Reykja- vík 1994 eru tvær sýningar, Macbeth og barnaleikritið Ævin- týri Trítils. Frú Emelía frumsýnir Macbeth í september í haust en á Listahátíð verða þrjár forsýningar dagana 7., 8. og 9. júní kl. 20.00 í húsnæði leikhússins á Seljavegi 2. Leikendur eru Þór Tulinius, sem leikur Mac- beth, og Edda Heiðrún Backman, sem leikur frú Macbeth. Aðrir leik- arar eru Þröstur Guðbjartsson, Kjartan Bjargmundsson, Helga Braga Jónsdóttir, Steinn Ármann Magnússon, Ása Hlín Svavarsdóttir og Jóna Guðrún Jónsdóttir. Telja má til tíðinda að þýðing Matthíasar Jochumssonar er notuð og er það í fyrsta sinn í atvinnuleikhúsi. Leik- stjóri er Guðjón Pedersen og er þetta fjórða Shakespeare-verkefhi hans. Höfundur leikmyndar er Grétar Reynisson, búninga gerir Helga Stefánsdóttir og lýsingu ann- ast Jóhann Bjarni Pálmason. Ævintýri Trítils verður sýnt í nýju leikhúsi Möguleikhússins við Hlemm á barnaleiklistarhátíð í samvinnu við Listahátíð. Aðeins ein sýning verður sunnudaginn 5. júní kl. 15.00. Leikarar eru Helga Braga Jónsdóttir, Kjartan Bjarg- mundsson og Jóna Guðrún Jóns- dóttir. Leikstjóri er Ása Hlín Svav- arsdóttir, leikmynd gerði Guðrún Sigríður Haraldsdóttir og Ólafur Engilbertsson gerði grímur. Á laugardag ... Fjölskyldudeginum 1994 sem haldinn verður á lóð Sambíóanna í Mjóddinni. Þarna verða sannkallaðir stór- tónleikar þar sem fram koma Borgar- dætur, Páll Óskar og Millj- ónamæringarn- ir, Vinir vors og blóma og Spo- on ásamt því sem nokkrar barnahljóm- sveitir stíga á svið. Allt svæðið verður undir- lagt ýmiss konar leiktækjum og þar að auki verður ókeypis fyrir alla í bíó á meðan skemmtunin stendur yfir. Fjör- ið hefst klukkan 14:00 og stendurtil 17:00. ... Að menn fari og heilsi upp á Alain Mikli með Heiðari snyrti um helgina. í dag, laugardag, verður hann staddur í Lins- unni að kynna nýja gleraugna- línu. En svona til þess að sjá fyrir hverjir voru hvar um helg- ina má geta þess að Heiðar snyrtir verður kynnir á Oroblu- fegurðarsamkeppninni. ... Að R-lista-gengið taki aft- ur upp klossana og muss- umar og skelli sér á bari og kaffihús bæjarins. Auk þess sem þetta er miklu þægilegri klæðnaður þarf gengið hvort eð er ekki að selja neina ímynd lengur. Þau eru búin að ná takmarkinu. Rómantíska? held ekki. 18B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 2. JÚNÍ1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.