Pressan - 02.06.1994, Blaðsíða 15

Pressan - 02.06.1994, Blaðsíða 15
„Það er ekkert annað en terrorismi að segja manni að hrífast afhvítum fleti á hvítum vegg. Fólk þarf doktorsgráðu til að geta dáðst að þessu. “ Talið beinist að mínimalisma og gömlu kempunum Toroni og Bur- en, en Hallgrímur er ekki hrifinn af þeim né því að þeir skuli enn vera að gera sömu hlutina og fyrir tutt- ugu árum. Sigurður segir hins veg- ar að verk þeirra hafi verið í sam- ræmi við það sem var að gerast annars staðar á þeim tíma og held- ur því fram að ýmislegt af því standi eftir, ekki síst hugsunarhátt- urinn. Hann er heldur ekki sam- mála HaUgrími um að myndlistar- menn þurfi sífellt að vera að leita nýrra leiða i sköpun sinni. SIGURÐUR: „Það er alger mis- skilningur að halda að myndlistar- maður þurfi endalaust að vera með eitthvað nýtt. Hann bara vinnur að sínu og sé hann samkvæmur sjálf- um sér er hann aktúel á einhverju tímabili. Auðvitað væri frábært ef menn gætu endalaust unnið í sam- tímanum, en yfirleitt detta þeir inn í einhvern hugmyndaheim sem er sterkari en það sem kemur utan frá og geta svo verið að gera ferska eða nýja hluti á sínu sviði. I dag getum við því auðvitað deilt um mínimal- ismann hjá Toroni og Buren og reyndar langar mig til að bæta því við að þeir eru búnir að endurtaka það sem þeir eru að gera svo oft, að það er orðið að skreytilist. Endur- tekningar enda alltaf á því að verða skreytingar af sjálfum sér.“ Mínimalismi er kommúnismi HALLGRÍMUR: „Fyrir mér er mínimalismi bara kommúnismi. Það er ekkert annað en terrorismi að segja manni að hrífast af hvítum fleti á hvítum vegg, eins og hjá Claude Rutault, sem sýndi á Kjar- valsstöðum fýrir tveimur árum. Fólk þarf doktorsgráðu til að geta dáðst að þessu. Þeir eru enn að vinna með vegginn eða múrinn eins og það heitir á frönsku og það löngu eftir að múrinn er fallinn. Mér finnst þetta standa svolítið í veginum fyrir þeim sem á eftir koma. Það er eins og unga fólkið þurfi að fá blessun yfir verk sín frá þessum köllum. Rendurnar hans Burens eru rimlarnir sem ffönsk myndlistarhugsun er læst á bak- við.“ SIGURÐUR: „En þá erum við líka komnir aífur að því að ungir franskir myndiistarmenn í dag eru ekki nógu sterkir og alþjóðlegir." Er þá enginn ungu frötisku lista- mannanna að gera neitt af viti? Eru engirgóðir? SIGURÐUR: „Jújú, en þeir eru ekkert þekktir utan Frakklands. En það er ekki Buren og þeim að kenna, heldur ffönskum hugsunar- hætti. Þetta landlæga stolt, lókal hugsunarháttur eins og ég sagði áðan, fer alveg með Frakka. Það er til dæmis skandall að þeir skuli vera að setja lög um verndun tungumálsins. En það sýnir hve stórt þeir líta á sig og hvað þeir halda að þeir séu mikið heimsveldi. Maður hélt eiginlega að þetta við- horf væri horfið þegar Chirac lýsti því yfir opinberlega fyrir tíu árum að nú þyrftu Frakkar að fara að læra ensku. Þetta var þeim mikið áfall og ekki um annað talað lengi. En núna, tíu árum seinna, eru þeir að hörfa til baka og detta ofan í þennan sama pott sem þeir hafa kannski aldrei komist upp úr.“ Eftir að við höfðum velt aðeins fyrir okkur hvort utanaðkomandi menningaráhrif væru það eina sem bjargað gæti ástandinu kom upp sú hugmynd að kannski væri stríð eina lausnin. En þær vangaveltur gufuðu upp, voru einhvern veginn of óþægilegar til að hægt væri að dvelja lengi við þær. Við snerum því talinu aftur að listasöfnunum og ég spurði þá, í ljósi þess sem á undan var sagt, hvort söfhin væru jafnvel opnari fýrir nýsköpun en galleríin. HALLGRÍMUR: „Það er meira frelsi í söfnunum. Það gefur auð- vitað augaleið, því þau þurfa ekki að selja það sem þau sýna. Þess vegna taka þau meiri áhættu. Ann- ars ættu galleríin að hugsa aðeins minna um söluna. Það selst ekkert hvort eð er. Þessi þróun er þó góð að því leyti að galleríin eru ekki eins sterk og áður. Maður var yfir- leitt með minnimáttarkennd gagn- vart þeim, sem er alveg horfin núna. Á tímabili voru þau orðin meira atriði en listamaðurinn.“ SIGURÐUR: „Annað þarf líka að taka fram og það eru listfræð- ingarnir, sem svo mikið er orðið af í dag. Þetta er ungt fólk sem tekur að sér að skipuleggja sýningar og skrifa um myndlist og ég held við eigum ekki að vanmeta þennan möguleika. Sem dæmi get ég nefnt sýninguna „Médiation“, þar sem ungir sænskir listamenn eru að sýna í París og svo aftur Frakkar í Stokkhólmi. Þarna fóru listfræð- ingar af stað frá hvoru landi, fengu styrki, meðal annars frá hinu opin- bera, fundu sali og komu upp sýn- ingum. Þarna eru á ferðinni list- fræðingarnir sem allir tala svo illa um. En hver veit nema þeir eigi eft- ir að koma inn með ferskan blæ og gera hlutina á nýjan hátt í ffamtíð- inni utan við safna- og galleríheim- inn.“ HALLGRÍMUR: „Annars finnst mér of mikið gert úr sýningum al- mennt. Það er eins og fólk vinni bara verk fyrir sýningar og þær séu aðalatriðið. Menn vilja gleyma því að það þarf ekki endilega að sýna, en megnið af listamönnum vinnur samt eingöngu fyrir sýningar." En myndlistamaður sem sýnir ekkert, vœri hann ekki eins og rithöf- undur sem skrifar hara bækur fyrir skúffuna? HALLGRÍMUR: „Mörg bestu verkin hafa verið gerð þan nig. Balt- hus til dæmis og Kabakov, áður en Sovét opnaðist. Duchamp sýndi aldrei neitt og Kafka gaf svo tU aldrei neitt út. Það eru allir svo æst- ir í að sýna og fá athygli. Hver veit nema það væri bara hollara að sýna aðeins minna.“ SIGURÐUR: „Þú getur ekki sagt þetta. Duchamp náttúrlega sýndi...“ HALLGRÍMUR: „Hann tók þátt í einni eða tveimur samsýningum!" SIGURÐUR: „... og það var nóg tU þess að nokkrir peningamenn tóku hann upp á arma sína og hann gat gert sína hluti í ffiði.“ Hallgrímur, ertu á því að lista- maðurinn eigi frekar að miða við ódauðleikann? Var það ekki annars langtímatakmark Duchamps? HALLGRÍMUR: „Honum var alveg sama um listasýstemið. Þetta er auðvitað stórkostlegt ffelsi fýrir listamanninn að vera ekki háður þessu kerfi og geta gert sína hluti algerlega í friði. Það væri best.“ En Duchamp þóttist vera hœttur að skapa þegar hann dró sig í hlé. HALLGRÍMUR: „Jú, en svo var hann í felum í stúdíói úti í bæ, þar sem enginn vissi hvað hann var að gera, og vann síðasta verkið sitt.“ En var það ekki einmitt hluti af leikriti ódauðleikans? SIGURÐUR: „Jújú. „ Er það þá gamla góða þjóðsagati utn listatnanninn sentgildir? HALLGRÍMUR: „Já.“ Þögn. SIGURÐUR: „Jaaaá.“ Almennur hlátur. HALLGRÍMUR: „En fýrir ung- urn myndlistarmönnum er það númer eitt að sýna. Hjá þeim er sýningin orðin verkið sjálft og þeir eru ekki tU nema þeir sýni, þótt það ætti að vera öfugt, að þú sýnir af því að þú ert listamaður. En þetta kemur auðvitað til vegna þess að það er svo mikið af fólki í myndlist og megnið af því fólki hefur ekkert í þetta að gera og ætti bara að hætta þessu. En það er náttúrulega at- vinnuleysi og sjálfsagt ekki að miklu að hverfa fýrir fólk. Sýstemið í kringum þetta er líka orðið svo stórt. Eða hvað eru mörg gallerí í París? 100? 200? Og það er hending að maður sjái góða sýningu sem maður hefur gaman af og gefur manni eitthvað. Yfirleitt eru þetta bara einhverjar „hugleiðingar um rými“. „Espace“ er töffaorðið hér í París.“ Hvað á að gera? Skera niður myndlistarmetin? HALLGRÍMUR: „Neinei. Þetta er ágætt. Það er fint að hafa nógu marga í þessu. Því fleiri því betra. Hundrað leirskáld gera eitt gott.“ Já, þú ert alveg á þessari línu. Að það skipti meira máli hvað sagt verður eftir þinn dag ett á meðan þú Ufir? HALLGRÍMUR: „Já.“ Ett til að kotnast af? SIGURÐUR: „Þetta sem Hall- grímur er að segja um að skrifa fýr- ir skúffuna og láta söguna velja er auðvitað ídealt. Það er ffábært að vera ffjáls og eftirsóknarverðast í öllu, — hvað sem maður gerir. En einhvern veginn verðurðu að lifa. Það er mjög alvarlegt ef mynd- listarmenn gera ekkert öðruvísi en _ . vita að framundan hjá þeim er sýn- ing. En það er af því að þeir selja ekkert og þurfa að vinna launa- vinnu til að lifa, fara svo að vinna myndlist þegar kemur að sýningu. Svo eru aðrir sem hafa farið út í launavinnu af prinsippástæðum. Þeir vilja ekki þurfa að stóla á neinn utanaðkomandi peninga- lega. Það er allt í lagi og þannig ertu að minnsta kosti ffjáls listamaður, — spurning hvort þú sért frjáls maður.“ HALLGRÍMUR: „Ég held það sé best að vera rithöfundur líka og lifa áþví.“ — SIGURÐUR: „Lifir þú á því Hallgrímur?“ HALLGRÍMUR: „Já, ffekar.“ Er það auðveldara af því rithöf- uttdar eru færri og hafa því fleiri möguleika? HALLGRÍMUR: „Nei, það er af því maður er íslendingur og heima er meiri virðing borin fýrir rithöf- undum.“ SIGURÐUR: „Eða er það af því að þú ert betri rithöfundur en myndlistarmaður?" HALLGRÍMUR: „Ætli það ekki bara.“ Þögn. HALLGRÍMUR: „Þessi þögn, kemur hún í viðtalinu?" SIGURÐUR: „Eigum við ekki að slökkva á tækinu og fá okkur held- ur drykk?“ Allt sem sagt var eftir þetta er „off the record“, enda fjallaði það aðeins um liti í íslenskri málaralist, sagnagift Errós og spillt fyrirtæki eins og Cartier og Philippe Morri- son, sem fela ósiðlega starfsemi á bakvið sterkar menningarstofnanir er bera nöfn þeirra. Pastis... + FIMMTUDAGURINN 2. JÚNÍ1994 PRESSAN 15B

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.