Pressan - 02.06.1994, Blaðsíða 3

Pressan - 02.06.1994, Blaðsíða 3
Þeir Jón Guðmunds- son og Leo Löve, eigendur húsnæðis- ins sem hefur að geyma hinn brokkgenga skemmti- stað Tunglið, ættu kannski frá og með föstudeginum að geta fengið eitthvað í kassann ef hugmyndir Þórðar á Fógetanum um nýtt Tungl ganga upp. Eins og sagt er frá ítarlega ann- ars staðar í blaðinu fara lokatónleikar Ham ffam í Tunglinu á föstudagskvöld og aðrir tónleikar verða á laugardagskvöld með hljómsveitinni Undir tunglinu. Ekki er þó vitað hvert ffamhaldið verður, því veitingastaðurinn ku aðeins hafa bráðabirgða- leyfi um helgina. Þó hefúr mikið verið lagt í sölurnar því innréttingum hefúr ver- ið umturnað undir stjórn Jóns Þórissonar leiktjalda- smiðs. Horfið hefúr verið ffá hinum glerharða diskó- fi'lingi til mýkra umhverfis sem málað er í sterkum lit- um. Aðallitir staðarins eftir breytingu eru djúpir bláir og rauðir litir. Reynt verður með þessum hætti að ná gamla bíóandanum aftur inn í húsið í bland við gamla Glaumbæjarfíling- inn. En þá, sem gleggst muna hvernig sá staður leit út, ætti að reka minni til þess að hægt var að ganga aftur fyrir sviðið, líkt og nú verður raunin í Tunglinu. Veitingastaðurinn er fyrst og fremst hugsaður sem tónleikastaður fyrir rokk og ról jafút sem djass og blús. Steíhan er að vera með tón- leika allar helgar og jafnvel í miðri viku og endurvekja sveitaballastemmningu í Reykjavík. Þórður á Fóget- anum kvað málið þegar orðið alitof dýrt og hefðu margir spáð sér „dauða og djöfli“. Hann neitaði því hins vegar að hann væri að taka mikla áhættu og sagði: „Þetta er ekki eins og að ganga í hjónaband“... Bong og Bubbleflies halda samstarfmu áfram. Nú eru hljómsveitirnar á leið til London að undirlagi Jak- obs Magnússonar og koma til með að spila á viðamik- illi lista- og lýðveldiskynn- ingu, sem ber yfirskriffina „50 Northern Light Years“. Allt verður morandi í ís- lenskum listviðburðum í allt sumar í London, en Bong og Bubbleflies eru fúlltrúar popparanna. Sveitirnar spila á togaran- um Leifi Eiríkssyni, sem breytt hefúr verið í fljótandi listamiðstöð; á fjölskyldu- hátíð í Regent’s Park og í Soundshaft-klúbbnum. Bubbleflies verða áffam í borginni eftir að Bong fara heim, spila á fslendinga- skemmtun 17. júní og strip- last vafalaust eitthvað líka. Rekin verður útvarpsstöð úr Leifi Eiríks, „Radio Reykjavík", og munu menn eins og Kiddi kanína mæta þangað og útvarpa íslensku poppi og rokki... 1 Þegar þú verslar við ESSO notarðu kortið og safnar punktum sem eru ígildi peninga. Þú færð vörur og þjónustu á tilboðsverði. Þú færð aðgang að ótal skemmtunum og spennandi uppákomum. Þú færð sent yfirlit um viðskipti þín sem auðveldar þér skattframtal og heimilisbókhald. Þú getur, ef þú vilt, styrkt góðgerðarfélag að eigin vali. Öll fjölskyldan getur framvísað kortinu og hjálpast að við söfnunina.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.