Pressan - 02.06.1994, Blaðsíða 17
TIMO SALSOLA OG SIGRÍÐUR ANNA. Þau ætla ásamt fjórum öðrum gullsmiðum að sýna það forvitnilegasta í íslenskri skartgripagerð
— þyngri pælingarnar.
Þeir bestu halda velli
INorræna húsinu opna á laugar-
daginn sex ungir gullsmiðir sýn-
ingu á verkum sínum, — rjómi
ungu kynslóðarinnar í gullsmíði
eins og einhver orðaði það. Þar
aetlar hópurinn að sýna það nýjasta
og ferskasta í íslenskri skartgripa-
gerð, ýmislegt sem margir hefðu
ekki ímyndað sér að væri gert á ís-
landi. Þetta eru þau Eriing Jóhann-
esson, Þorbergur Halldórsson,
Torfi Rafii Hjálmarsson, Kristín
Petra Guðmundsdóttir og hjónin
Sigríður Anna Sigurðardóttir og
Timo Salsola, sem er Finni. Þau
þrjú síðastnefhdu námu einmitt í
Finnlandi en hinir gullsmiðimir í
Danmörku og Italíu. öll starfa þau
við iðju sína auk þess sem Eriing
vinnur jöfnum höndum sem leik-
ari.
Hjónin í hópnum; þau Sigríður
Anna og Timo, opnuðu rétt fyrir
jól eigið gullsmíðaverkstæði og
verslun við Lækinn í Hafharfirði,
við hliðina á Rikinu, enda víst mik-
ið að gera hjá þeim á föstudögum.
Það sem hefúr ekki síst vakið at-
hygli eru innréttingamar í búðinni
þeirra, sem þau hönnuðu sjálf. Það
verður ekki hjá því komist að
spyrja á tímum kreppu og vonleys-
is — en þó vonameista — hvort
þetta sé ekki erfiður bransi? Svar
Sigríðar önnu er stutt og laggott:
„Já og nei, þetta er bara eins og í
öðm; þeir bestu halda velli.“
Á verkstæðinu em þau hjón ein-
göngu með hluti sem þau hafa
smíðað sjálf, þar af leiðandi er ekki
um neina verksmiðjuframleidda
skartgripi að ræða. „Ég leik mér
mikið með áferð; matta, hamraða,
og nota bara eðalmálma og ekta
steina, en það hefúr mikið brunnið
við að íslenskir gullsmiðir noti ekki
ekta steina. Við sérsmíðum líka
mikið úr úrvalssteinum, ýmist ís-
lenskum eða erlendum,“ segir Sig-
ríður.
Nú er þetta vcentanlega list sem
sýnd verður í Norræna húsinu,
flokkast gullsmíði eingöngu sem list?
„Nei, maður gerir líka hluti sem
maður vinnur hratt og veit að
ganga í fólk, eins og að vinna eitt-
hvað sérstakt fyrir fermingar eða
stúdentaútskriftir, en fýrir sýning-
una erum við meira að hugsa um
formið og pælingamar eru þyngri.
Maður einblínir ekki á það sem
selst beint á morgun.“
Þess má geta að fýrir stúdenta-
vertíðina í ár smíðuðu þau ýmist
grófa silfúrhringi eða fina og öllu
flóknari gullhringi, sem náðu
nokkrum vinsældum.
í stað þess að vera að bögglast
með félagið á bakinu á sér var
ákvörðunin sú að þessi hópur
sýndi saman, sem hann mun vænt-
anlega gera í ffamtíðinni. Það er að
minnsta kosti stefnan.
Þing-
að um
Svövu
■■
Oll viðbrögð við verkum
Svövu hafa verið jákvæð ffá
upphafi," segir Sigurður A.
Magnússon rithöfundur, serh
heldur fýrirlestur um „Upphafleg
viðbrögð við verkum Svövu Jak-
obsdóttur,, á málþingi, sem hald-
ið verður af Félagi áhugamanna
um bókmenntir laugardaginn 4.
júní.
Fjallarðu um viðbrögð almenn-
ings eða nokkurra einstaklinga í
fýrirlestri þínum?
„Þetta er samantekt um það
hvað ég og fleiri sögðum um
Svövu í upphafi ferils hennar og
þar frameftir. Einnig vitna ég í rit-
dóma þeirra manna sem mér
fannst segja mest af viti um Svövu
og hennar bækur.“
Fleiri rithöfundar munu flytja
fýrirlestur um Svövu og verk
hennar og sagðist Sigurður vera
aldursforseti hópsins. Þess má
geta að þetta er árviss atburður
hjá Félagi áhugamanna um bók-
menntir. Þeir enda hvern vetur
með málþingi um ákveðinn rit-
höfúnd og hafa þar meðal annars
verið teknir fýrir menn eins og
Þórbergur Þórðarson, Halldór
Laxness og Gunnar Gunnarsson.
Málþingið er haldið í Borgartúni
6 og stendur frá klukkan 10-17.
m i
mælum
imeð:
Á föstudag
... Tequila-sumardrykk að
hætti Eymundar. Þú hellir
tequilalögg í miðlungsstórt
glas og fyllir það með vatni
áður en þú kreistir sítrónuna
yfir. Þessi drykkur bragðast
mjög vel (miklu betur en
þetta ku hljóma) og er þar
að auki einn sá allra svalasti.
Hann er ódýrastur og veitir
þér lágmarksþynnku daginn
eftir... það mælir allt með
honum!
... Oroblu-keppninni á
Hótel íslandi. Þar verður
ekki bara valin ungfrú Oro-
blu heldur einnig
ungfrú Ameríski
draumurinn,
hvað svosem
það merkir. Allt
stefnir í að þessi
keppni verði
enginn eftirbátur
Fegurðarsam-
keppni íslands, að minnsta
kosti bendir verðlaunasúp-
an eindregið til þess, t.d.
ferðin til Bahama-eyja. Ung-
frú Oroblu í ár er arftaki
hinnar leggjafögru Andreu
Róbertsdóttur, sem fór á
kostumí Fegurðarsam-
keppni íslands í fyrra.
... íslenskum elskhugum
með húmor, að þeir láti nú í
sér heyra. Var það ekki ann-
ars húmorinn sem gerði þá
m.a. að góðum elskhugum?
... Helgi á Venus með Rob
Acteson, sem varð ástfang-
inn af House-tónlist árið
1987 og hefur ræktað þá
ást sína síðan. Það er víst
nokkuð heitt þessa dagana
að dilla sér við tóna erlendra
diskótekara sem hafa meik-
að það í útlöndum.
... HAM, þessari kraft-
mestu, óðustu og drukkn-
ustu tónleikahljómsveit
landsins til margra ára, sem
heldur útför
sína áTunglinu
í kvöld. í síð-
asta skipti
verður hægt
að sjá hamaganginn, snilld-
ina og fríksjóið sem þessi
gæðasveit samtvinnar í
framkomu sinni. Við mælum
með almennri sauðdrykkju
til að standast mönnunum á
sviðinu snúning.
J
... en stærsta tannkremsfyrirtæki í
heimi, Colgate, hefur ekki enn fundið
upp tannkrem sem klessist ekki og
harðnar í einum haug framan á túpunni
þinni.
... en þegar byggt var biðskýli fyrir
leigubílanotendur á Lækjartorgi, sem
nýtist AV-förum á leið í Kópavog og Hafnarfjörð, var eingöngu hugsað
um útlit en ekki notagildi; í þessu ofvaxna strætóskýli er aðeins pláss
fyrir einn og hálfan í sæti.
FIMMTUDAGURINN 2. JÚNÍ1994 PRESSAN 17B