Pressan - 02.06.1994, Blaðsíða 4

Pressan - 02.06.1994, Blaðsíða 4
! „Ég segi alltaf að það sé ekki spurning um að fá eitthvað að gera heldur hreinlega að gera það.“ orgeir Guðmundsson er einn af tugum íslendinga sem hafa farið út í kvikmyndanám á síðustu tíu árum. Hér segir Toggi, eins og hann er kallaður, firá nám- inu, myndinni sem hann gerði og glamúrhátíðinni í Cannes, sem hann er nýkominn af. Hvers vegna datt þér í hug aðfara í kvikmyndagerðarnám? „Þetta byrjaði allt á því að ég og ffændi minn keyptum okkur Super 8-tökuvél þegar við vorum fimm- tán ára. Við byrjuðum að taka um tíu stórmyndir en kláruðum aldrei neitt. Svo kláraði maður MH og sótti um nokkra skóla úti — alltof seinn náttúrlega — en ég komst svo inn í California College of Arts and Crafts í San Francisco.“ Var þetta á þeim tírna er allir streymdu út í kvikmyndagerðar- nám? „Þegar ég fór út voru fjórtán Is- lendingar á skrá hjá Lánasjóði í þessu námi, tveimur árum síðar áttatíu rnanns og hundrað manns árið á eftir.“ Hvað er kennt í svona tiámi? „Fyrsta árið var þetta grunnlista- dót, listasaga og svoleiðis drasl, en maður fór strax að fikta í græjum og gera stuttmyndir. Græjurnar urðu betri eftir því sem leið á nám- ið.“ Svo gerðirðu útskriftaiyerkefni. „Nei, sko, við vorum þarna þrír felagar sem höfðum allir gert eina sextán mm stuttmynd hver, tíu mínútna dæmi. Við ákváðum að leggjá' í púkk og planið var að ná upp í eina þrjátíu mínútna mynd. Við skrifuðum handritið saman og ’ ég tók, Scott Moffett lék aðalhlut- verkið og Michael Baers var í hljóðinu. Svo þróaðist þetta, myndin óx og óx, og þegar ég út- skrifaðist var myndin farin að stefna í klukkutíma. Ég kom alltaf heim og hellulagði upp í námslán- in, en eftir þijú ár vorum við loks- ins búnir með okkar fyrstu mynd í fullri lengd, „A Lovely Sort of De- ath“ (Dásamlegur dauðdagi).“ Sem er hvað, glœpasaga? „Það eru vissulega glæpir í henni en þetta er ekki glæpasaga. Viltu að ég reki söguþráðinn?“ Endilega. „Maður vill auðvitað ekki gefa söguþráðinn upp en í grófúm dráttum er þetta „gender-mix“, þar sem blandað er saman ólíkum kvákrjjyndategundum. Þetta er „sci-fi“, „gangster film noir“, og svo svona seventís-eiturlyfja-mynd, allt í einum pakka. Myndin er öll sögð í flassbakki og það er hring- strúktúr á hénni. Hún fjallar um mann sem heitir Lambert Curtin og er frá ffamtíðinni. Rétt fyrir heimsendi, eða svo heldur hann, eru tímabilskönnuðir sendir affur í tímann til að finna gott tímabil í sögunni til að senda allt pakkið aft- ur í, vistvænlegt tímabil fyrir þetta fólk sem býr á jörðinni þá. Það á að senda hann aftur í fjórða áratug- inn. Hann er mataður með ösku einkaspæjara sem dó 1938. Méð einhverri framtíðartækni virkar það þannig að hann fær hugsunar- hátt þessa manns. Síðan klikkar tímavélin og hann lendir 1973 með hugsunarhátt fjórðaáratugarmanns og er úr framtíðinni líka svo það er tvöföld togstreita í hausnum á honum.“ Er myndin eitthvað byrjuð að rúlla? „Hún var frumsýnd í San Franc- isco í september en við erum ekki komnir með neinn dreifingaraðila ennþá. Við erum að reyna að troða henni á kvikmyndahátíðir en okk- ur skortir kurmáttu og þekkingu í þvi hvernig á að selja mynd.“ Kemur hún þá einhvern tímann hingað? „Já, ég ætía að sýna hana hérna. Ég hef rætt við aðila í bíóhúsi hér en ég þori ekki að fúllyrða neitt um hvenær hún kemur. Vonandi í sumar. Ég ætla að texta hana, ég held að íslenskur texti muni hjálpa, því við erum með tilraunamennsk- una í botni. Það ægir saman stil- brigðum og kvikmyndamáli. Til að „skilja“ þessa mynd má maður helst ekki missa af neinu sem er sagt. Það er fullt af „jive“ slangri, þannig að fýrir íslenska áhorfendur er nauðsynlegt að hafa myndina textaða." Þetta er stöðluð spuming: Fá allir þessir kvikmyndagerðarnemar eitt- hvað að gera þegarþeir koma heim? „Já, þetta er stöðluð spurning sem ég hef heyrt ansi oft. Ég segi alltaf að það sé ekld spuming um að fa eitthvað að gera heldur hrein- lega að gera það.“ Stjörnurnar í Cannes Eitt af því síðasta sem Toggi fann sér að gera var að fara til Cannes á dögunum með Þorsteini Erlings- syni, sem tók viðtöl við stórstjörn- urnar. Þorsteinn er nú að undirbúa sjónvarpsþátt um ferðina sem sýndur verður bráðlega. Hvaða stjörnur skinu bjartast? „Fyrsta myndin sem var sýnd á hátíðinni var nýjasta mynd Coen- bræðra, „Hudsucker Proxy“. Við fengum einkaviðtöl við bræðurna og Jennifer Jason-Leigh, sem leikur eitt aðalhlutverkið. Joel og Ethan Coen voru mjög skemmtilegir og það kjaftaði á þeim hver tuska. Svo kom hellingur af frönskum, rúss- neskum og öðrum myndum sem við lögðum litía áherslu á, nema við hittum Kieslowski, og töluðupi við hann á snekkjunni hans. Hann. vissj lítið uiri íslenska kvikmynda- gerð nema að hann kannaðist við Friðrik Þór, hafði að vísu aldrei séð myndirnar hans en hafði drukkið með honum í Osló. Svo töluðum við við Holly- wood-leikara, sem maður hafði minna álit á, en voru samt ágætis gæjar. Dolph Lundgren var þarna, aksjónhetjan.“ Er hatin jafnvitlaus og hann lítur út fyrir að vera? „Já, hann hafði lítið til málanna að leggja, en var samt fínn. James Belushi hittum við. Hann var með stóran Havana-vindil og þóttist vera vildngur þegar hann vissi hvaðan við komum. Mickey Ro- urke var þarna en veitti engin einkaviðtöl, hann hélt bara stóran blaðamannafund." Er hann ekki alveg búinn að vera? „Hann var þynnkulegur með sólgleraugu og þegar hann var beð- inn að taka þau niður stóðu baug- arnir út í loftið. Hann er með kom- bakk núna, mynd sem heitir „ITW“ — Fuck The World — hugmynd sem er algjörléga hans. Svo gerðum við slatta af smærri viðtölum þangað til kom að mynd- inni sem ég hafði einna mestan áhuga á, „Pulp Fiction“, sem vann keppnina daginn eftir að við gerð- um viðtöiin. Við fengum einkavið- töl við leikstjórann, Quentin Tar- antino, og aðalleikarana Bruce Willis, John Travolta og Samuel Jackson. Quentin veitti líklega áhugaverðasta og skemmtilegasta viðtalið í allri ferðinni." Þekkti hann Friðrik Þór? „Já, hann hafði hitt Friðrik í Jap- an þar sem „Reservoir Dogs“ lét í minni pokann fýrir Börnum nátt- úrunnar. Quentin hafði ekki séð Börnin en hann hafði mildð álit á Friðriki sem karakter. John Tra- volta hafði ekki mikið að segja. Hann afgreiddi ísland í fýrstu setn- ingunum, hafði víst lent hérna og farið á „Musical show“ —líklega Broadway." Þú hefur svo vœntanlega verið.að ota þitini mynd áðfólki? .. „Ég var með nokkur éintök á mér til aó gefa aðilum sem géta hugsanlega hjálpað okkur, m.a. skipuleggjendum nokkurra kvik- myndahátíða. Maður bíður bara við símann núna en þyrfti helst að vera með faxtæki. Þetta lið kann ekki lengur á önnur samskipti.“ Gunnar H Af stálheiðarlegum glæpamönnum Blámaður Um Borð EIIMAR KÁRASON Mislitt fé HÖF.: DAMON RUNYON ÞÝÐ.: PÁLL SKÚLASON REYKJAVÍK 1943 Damon Runyon var einn af þeim mönnum sem settu svip á miðborg New York á fyrstu áratugum aldarinnar, stund- aði veðreiðar og hrærðist í blaða- mennsku og heiðvirðu smásvindli. Hann hékk á búllunum í kringum Broadway og heyrði kjaftasögur og lagði sitt til málanna, en ffægastur varð hann þó af því að skrifa sögur af þessum slóðum, um gangstera, fýliirafita og spilafíkla á Manhattan. Hann er íslendingum að góðu kunnur, fyrir nokkrum árum var meðal annars færð upp eftir hann kómedía í Þjóðleikhúsinu, Guys and Dolls, sem í þýðingu Flosa ÓI- afssonar nefhdist Gæjar og píur. Damon Runyon er einnig skemmtilega lýst í ævisögu Jóhann- esar á Borg, sem Stefán Jónsson skráði, en þeir urðu góðkunningjar er Jóhannes aflraunameistari stundaði sirkuslífið í Nýju Jórvík og nærsveitum hennar. Bókin Mislitt fé er frábær lesn- ing: kærulaus, fýndin og hlý. Hún samanstendur af tíu smásögum sem allar gerast á slóðunum í kringum Broadway („Breiðveg"), og eru sagðar af sama sögumann- inum sem alltaf er á þvælingi þar- sem atburðimir gerast, heyrir og sér, en er kannski ekki beinlínis þátttakandi sjálfúr. Hann segir frá með málfari söguslóðanna, hann er einn úr hópi svindlaranna og gangsteranna, og frásögnin er lituð af siðareglum svæðisins: hann get- ur til dæmis fýilst hneykslun ef manni er rænt, en ekki yfir mann- ráninu sjálfú, heldur því að mann- ræningjar séu að fara út fýrir sín hverfi til að stela fólki: „Enda verð- ur almenn gremja, þegar mann- ræningjamir fara að færa sig um set frá Brúklín og til Manhattan og hefja þar starfsemi sína, því að borgaramir á Manhattan hugsa sem svo, að ef eitthvert manna- hnupl þurfi að fremja þar í sveit, eigi heiðarlegir innbyggjendur plássins að sitja fýrir þeirri atvinnu, sem af því kunni að vera að hafa.“ I sömu sögu er það skýrt hversvegna heiðarlegir mannræningjar góma aldrei konur og böm: „Þeir sem em í faginu eru ekki að spekúlera í slíkum fénaði, því að hver getur nú á dögum verið að kaupa dúkku út, þegar þær ganga varla út gefins? Hvað bömin snertir, em þau ekki annað en plága og em vís til að ganga grenjandi um allt og öskra morð, auk þess sem þessir grisling- ar geta verið hættulegir með það að fá mislinga eða hettusóttina og smita alla, sem nærri þeim koma.“ Annars er það stfll bókarinnar sem er hennar aðalsmerki, og frumlegar líkingamar. Svona lýsir Runyon til að mynda feitri konu: „Andlitið er einsog skífa á kirkju- klukku og hökumar em einsog há- skólatröppumar.“ Kæruleysislegan stfl ameríska götumálsins hafa margir lent í vandræðum með að koma til skila á íslensku, en bókina 4B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 2. JÚNÍ1994 Mislitt fé ættu hinsvegar allir að lesa sem hafa áhuga á íslenskum stíl og óvæntum möguleik- um í beitingu hins ást- kæra ylhýra. Það var rit- stjóri Spegilsins sem var og hét, Páll Skúlason, sem þýddi bókina á al- veg fúrðulega sjarmer- andi tungumál, og tekst að gera það sannfær- andi, án þess að sletta úr frummálinu: þarna vaða um aðilar, fflar, bubbar, hnákur og dúkkur, aka um á trogum og klæðast reiðingi. Verði þessum mönnum eitthvað ljóst þá er sagt að þeir sjái það gegnum brekánið. Og svo er þeim gefinn einn á ryksuguna ef í harðbakkann slær. Kiddi nokkur lýgur því að blindum vinum sínum að ófríð keiling sé feg- urðardís, svo að þau giftast, og um þetta er sagt í Mislitu fé: „Margir borgarar tala nú samt illa um Kidda fýrir að prakka svona fúgla- hræðu upp á blindan dela.“ Þetta er yndisleg bók einsog áður sagði og „Þetta eryndisleg bók og rétt- ast væri að mœla með því að hún yrði endurútgefin, en þá vandast málið. “ réttast væri að mæla með því að hún yrði endurútgef- in, en þá vandast málið. Eitthvert neðanjarðarfýrir- tæki í Hafnarfirði tók si£ nefnilega til fýrir aðeiní tveimur árum og prentaði hana uppá nýtt, og víða mun hún fást í þjóðvega- sjoppum innan um annað góðgæti. Hún er hinsvegai öll hin kómískasta þessi út- gáfa, og kannski er það ekki svo út í bláinn miðað við innihaldið, því að Hafnfirð- ingunum í Rauðskinnu hafa verið ærið mislagðar hend- ur við að koma bókinni á þrykk. Þeir hafa greinilega ljósprentað gömlu bókina, þó með allra nauðsynleg- ustu breytingum einsog að færa inn é í stað je, en þc bara svona lauslega, meðal annars stendur sjeu strax á fýrstu síðu. Fátt þykii kauðalegra í bókaútgáfri en að verða uppvís að prent- villum á kápunni, en þeii Rauðskinnumenn hinsveg- ar láta það henda sig að stafa sjálft höfúndamafhið vitlaust, og það á forsíð- unni. En ég er ekki viss um að ýmsir aðilar, jósepar eða borgarar hefðu kippt séi upp við það.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.