Pressan - 02.06.1994, Blaðsíða 13
Ifið breytumst I pönk-
dýr á sviði!
Rætt við Bob úr Saint Etienne í pásu í hljóðverinu
Ohve gott er að lifa þegar
einhver nennir að flytja inn
almennilegar grúppur til
landsins. Og það sem meira er: Nú
hefur Hljómalind næstum bæn-
heyrt mig og færir mér — og hin-
um aðdáendunum — Saint Eti-
enne; eitt besta, nei ekki „eitt besta“
heldur mjög einfaldlega það besta;
„Besta poppband í heimi“ eins og
ég slefaði út úr mér þegar ég gaf
síðustu plötu sveitarinnar, „Tiger
Bay“, hæstu einkunn hér fyrir
nokkru.
Nuddiði stýrurnar úr augunum:
Saint Etienne er að koma. Þau
verða í nýja Kolaportinu í Tollhús-
inu 10. júní — á föstudagskvöldið
eftir viku. Hljómsveitin hefur gert
þrjár plötur og hefúr sýnt greinileg
þróunareinkenni. Fyrsta platan hét
„Foxbase Alpha“ og kom 1991. Þar
var girnilegt poppið þegar búið að
fá á sig Saint Etienne-svipinn: syk-
ur og sixtís í bland við nítró og
næntís. Platan var tilraunakennd á
köflum, en aðalsmellurinn varð
Neil Young-lagið „Only Love Can
Break Your Heart“. „So Tough“
kom út í fýrra, algjört poppmeist-
araverk, stútfullt af seiðandi mel-
ódíum sem láku inn í hausinn á
manni, og snemma á þessu ári gáfú
þremenningarnir út enn eitt meist-
tíma.“
Ertu samþykkur því að í byrjun
hafi tónlistin verið blatid af sbctís- og
nœntís-áhrifum?
„Já, og tónlistin er það líklega
Við erum sjaldan í gallabuxum og
leðurjökkum."
Gaman í Svíþjóð
„Eftir „Tiger Bay“ fórum við í
P I ö t u d ó m a r
dr. Gunna
GGGunn
Letter from Lhasa
★★★
„GG er snillingur í jarmi kinda eins og
heyra má hér. Rödd hans er skrœk og auð-
þekkjanleg, og ef maður vissi ekki betur
mœtti halda á köflum að hér væri einhver
brúða úr Prúðuleikurunum á ferðinni. “
PS&Co
Erkitýpur, streitarar og frík
★★
„Hér er ekki verið að breyta tónlistarsög-
unni með byltingu, en Pétur Stefánsson sem-
ur ágœta texta og mallar eigin lög úr marg-
reyndum uppskriftum. “
13
Salt
★★
„Tónlistin er þung sem dautt naut sem
dettur á hlustandann og klessir hann við
jörðina, þar sem hann getur lítið annað en
nagað neglumar meðan fargið liggur á hon-
unt. “
Blur
Parklife
★★
„Ef Blur œtla ekki að renna niður sem
lífsglöð rœpa í niðurfall poppsögunnar þarf
að beita einhverjum meðulum. Ég mœli tneð
verk- og vindeyðandi-flösku af frutnleika.“
„Backbeat-bandið“
Tónlistin úrBackbeat
★★
„Liðið (úr ekki verri sveitum eti Sonic
Youth, Nirvana og REM) lœðir etigu af éigin
fjórefnum í vellandi rokkið. Þetta ersamt allt
klassískt efni og það þyrfti mikla evróvisjón-
skitu til að klúðra jafiigóðu rokki.“
Nick Cave and the Bad Seeds
Let Love Itt
★★★★
„Þótt Vondu frœin séu að bauka hvert í
sínu hominu sameinast þau þó alltaf í bein-
skeyttri en tilraunakenndri tónsúpu. Nick er
þó aðalkokkurinn sem kemur með uppskrift-
imar og leggur línumar fyrir þessa tíu rétta
veislumáltið.u
araverkið, „Tiger Bay“. Á þeirri
plötu steig bandið skrefið til fulls,
skautaði óaðfinnanlega á jaðri
væmnisstriksins, en fór aldrei af
sporinu og hélt andlitinu sem sval-
asta poppband nútímans.
Saint Etienne er tríó. Söngkonan
heitir Sarah Cracknell, rödd henn-
ar tær og sveimgjörn, Bob Stanley
og Peter Wiggs semja og
spila tónlistina og líta
báðir út eins og þeir séu
nýkomnir af tónleikum
með The Monkees.
Ég er Saint Etienne-
aðdáandi og því skiljan-
legt að ég sé skjálfandi
þegar ég hringi til þeirra
til Englands. Bob er á
línunni. Hann er veru-
lega næs gæi og ég hætti
að skjálfa á stundinni.
Hvar ertu og hvað varstu að gera?
„Ég er í hljóðveri í London að
búa til B-hliðar fyrir næstu litlu
plötu, „Hug my Soul“. Ég og Peter
semjum flest lögin en þetta er sam-
ið af Söru, Batson, sem spilar á
hljómborð á tónleikum með okk-
ur, og Johnny Male.“
Geturðu sagt mér hvað þið voruð
að gera áður en Saint Etienne varð
til?
„Ég var blaðamaður hjá Melody
Maker, það var nokkuð gaman. Ég
og Peter ákváðum að stofna band
einn daginn að gamni okkar. Við
höfðum enga tónlistarreynslu, gát-
um ekki spilað á neitt hljóðfæri.
Við byrjuðum í janúar 1990. Við
biðum eftir tíunda áratugnum til
að byrja því níundi áratugurinn var
svo ömurlegur. Við vorum með
tvær söngkonur áður en við fund-
um Söru.“
Lögðuð þið línurnar í byrjun um
hvernig bandið œtti að vera?
„Nei, alls ekki. Við höfum aldrei
ákveðið að vera með einn ákveðinn
hljóm. Það er engin ástæða til að
takmarka sig, við höfum alltaf gert
það sem við viljum á hverjum
ennþá, en sumt af því sem við höf-
um gert er ffekar eins og bland af
miðaldaáhrifum og næntís-áhrif-
um!“
Hvað er það við sjöunda áratug-
inn sem þið hrífist mest af?
„Eiginlega bara allt. Það sem var
gert í tónlist, kvikmyndum og bók-
menntum var gert mjög greindar-
lega, sem hafði ekki verið gert áður,
og hefur í rauninni ekki verið gert
aftur síðar.“
Þér fannst níundi áratugurinn
ömurlegur, finnst þér það sama um
þann tíunda?
„Tíundi áratugurinn er finn að
mörgu leyti. Hann byrjaði vel en
eitthvað fór úrskeiðis. Það er alltof
mikið af fólki sem þvær sér ekki og
það er einum of mikið um líkams-
stungur og hringi (Body Piercing)
fyrir minn smekk.“
Fatastíllinn er stórmál fyrir Saint
Etienne.
„Já, þó er það ekkert sem við
hugsum beint mikið um, en við
reynum að klæðast frekar fínt.
Ekkert af okkur eyðir miklu í föt og
það er frekar lítið úrval í fataskápn-
um. Það getur stundum verið
vandræðalegt, t.d. einu sinni þegar
ég kom í skyrtu á tónleika og var
akkúrat í sömu skyrtunni á mynd-
inni á plakatinu sem notað var til
að auglýsa tónleikana.“
Og T-bolir eru bannaðir í grúpp-
unni?
„Haha, nei, nei, T-bolir geta ver-
ið ágætir, nema þeir séu í felulitum.
fýrsta skipti að túra um Evrópu.
Fyrir þennan túr höfðum við bara
spilað í París einu sinni, á Englandi
og í Japan tvisvar. Það er gott til
þess að vita að fólk utan Englands
fíli okkur.“
Hvar hafið þið spilað að undan-
förnu?
„Bestu tónleikarnir voru í Sví-
þjóð og Grikklandi. Það
var ekki alveg jafn gaman
í Þýskalandi, Sviss og
Frakklandi. Við eigum
marga aðdáendur í
Grikklandi og Svíþjóð
núna — ég ætla að halda
með þeim í HM.“
Hvernig er mannaskip-
anin á tónleikum hjá ykk-
ur?
„Það eru átta manns á
sviðinu: gítaristi, bassisti,
tvær bakraddasöngkonur, tromm-
ari, hljómborðsleikari, Peter og
Sarah. Ég kem stundum á sviðið en
er aðallega í því að plötusnúðast á
undan og eftir.“
Mest af tónlistinni ykkar er rólegt
og afslappað. Verða tónleikarnir lífs-
reynsla í afslöppun?
„Nei, nei, við breytumst í pönk-
dýr á sviði. Ef við hermdum eftir
plötunum á tónleikum myndu lík-
lega allir sofna eða breytast í hippa.
Við nálgumst tónlistina á allt ann-
an hátt þegar við spilum á tónleik-
um, en það eru nokkur róleg lög
inn á milli."
Spiliði einhver ný lög?
„Nei, en við erum með nokkur
„kóver“-lög sem hafa ekki komið
út. Aðaluppistaðan er lög af þess-
um þremur plötum."
Eruð þið farin að plana nœstu
plötu?
„Já, við erum búin að semja
nokkur lög og förum að öllum lík-
indum í hljóðver í haust.“
Mér fannst „Tiger Bay“ alltof
sykruð þegar ég heyrði hanafyrst...
„Fannst þér það virkilega?"
... Já, en svo vandist égþessu.
oháði listinn
20 vinsælustu lögin á íslandi
Sæti Lag Hljónisveit Vikur
±. to;
4.. (±4) 3. (4) Lose Your Mind • • • BoB (Bong & Bubbleflies) 3
b. (b)
O. (4)
i.
ö. \±U)
v. 10. (-)
12. (-)
J.O. vxh;
xo. ( / )
17. 18. (-) 19. (—) 20. (-)
Miss World 1
Vinsældalisti X-ins og
PRESSUNNAR er leikinn
á X-inu klukkan tólf á
hadegi á hverjum
fimmtudegi þegar
PRESSAN er komin út.
Vinsældavaliö fer fram í
síma 626977 virka daga
klukkan 9-17.
Vertu meö í að velja
tuttugu vinsælustu lög-
in á íslandi.
Party Zone
1. Hose Stumpin ........
3. The Crystal VVave.......••Century Falls
4. Life in a Day.....••••.....Afrodisiac
5. Like a Motorway (David Holmes Mix) •••••••
• ••••••••••••••••••••••• st. Etienne
Þossi — Motor Funk
1. How Deep is Deep •••••...... »The Angel
3. Doit •••••••••••••••••••••• Beastie Boys
4. Ease My Mind •••••• *Arrested Development
5. When the Shit Goes Down • • • *Ronny Jordan
„Gott, ég var farinn að hafa
áhyggjur."
Heldurðu að þið haldið áfram á
þessari braut?
„Ég veit ekki. Kannski. Plöturnar
eru allar mjög ólíkar innbyrðis, en
við skipuleggjum aldrei stefnuna
fyrirfram. Það verður mikið af pí-
anói á næstu plötu og dempuðum
trompet —- það er frábær hljómur í
dempuðum trompet.“
Kunniði einhverja uppskrift að
textagerð?
„Nei, þeir eru samdir á marga
vegu. Ég vildi að það væri til upp-
skrift, þá þyrftum við ekki að bíða
eftir hugljómuninni. Við eigum .
miklu betra með að semja lög og
textarnir koma alltaf á eftir.“
Til hvers hlakkarðu mest...
„Jólanna.“
... við að koma til íslands?
„Ó á íslandi? Þessi ferð verður
örugglega brilljant. Við hittum tvo
íslenska ljósmyndara í París og þeir
voru mjög spenntir fýrir þessu. Er
ekki nóg af vodka og goshverum
þarna?“
FIMMTUDAGURINN 2. JUNI 1994 PRESSAN 13B