Pressan - 02.06.1994, Blaðsíða 19
Delí á
Laugaveginum
Á sunnudag
... ísnum frá
Rjómaísgerðinni. Hann er
afbragð annarra ísa og fæst
m.a. í speisuðu sjoppunni
við Hagamel. Jafnvel þótt
það verði rigning.
... Fyrirlestri í Norræna
húsinu í tilefni þjóðhátíðar-
dags Dana. Hann heldur
Kjeld Krarup, námstjóri í
danska menntamálaráðu-
neytinu, um „Forbindelsen
mellem Grundlovens vedt-
agelse, Grundtvig og folke-
höjskolen". Að minnsta
kosti gott til að rifja upp
dönskuna.
... Áfram-
haldandi
rigningu.
Þannig ætti
skrifstofufólk
að geta haldið
geðheilsu
sinni næstu
vikuna.
... Ferðadög-
um í Kringl-
unni sem
taka enda í
dag, einkum
og sér í lagi ef
það verður
rigning. Þarna
eru kynntir
ferðamögu-
leikar innan-
lands.
Lífið eftir vinn
1
Fimmtudagurinn síöasti var líklega einhver líf-
legasti dagur í bænum um langa hríö. Sólin var svo
sterk þennan dag aö flestir uröu bleikir eftir aö hafa
horft upp í hana í klukkustund. Kaffihúsið viö Aust-
urvöll, Café París, veröur alltaf kjaftfullt í veðrT sem
þessu. Meðal þeirra sem eyddu þar drjúgum hluta
úr degi voru Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Ró-
bertÁrni Hreiðarsson lögfræðingur, styttri viðkomu
höfðu fréttamennirnir Heimir Már Pétursson og
Rósa Guðbjartsdóttir sem og þingmennirnir Árni
Mathiesen, Kristín Einarsdóttir og Kristín Ástgeirs-
Hnttir Á t/anni
kringum kaffistaðinn með brjóstkassann þaninn sást
Willum Þór Þórsson, lengi knattspyrnukall með KR.
Næsta dag sat Hannes Hólmsteinn aftur á Café
París en þá ásamt Birni Bjarnasyni alþingismanni.
Framhjá París gekk Jón Sæmundur Björnholt, leikari
og myndlistarmaður.
Á Sólon íslandus á föstudagskvöld varð ekki
þverfótað fyrir sjálfstæðismönnum. Inni við sat Guð-
laugur Þór Þórsson, formaður SUS, og fullt af flug-
freyjum. Þarna sást elnnig í nefið á Ingibjörgu
Kaldalóns. Fyrir utan voru þó síðast þegar fréttist
Steinunn V. Óskarsdóttir, nýkjörin borgarfulltrúi R-
listans, og kærastinn hennar hann Ólafur Haralds-
son bókmenntafræðingur.
Guðmundur í Fönn skemmti sér manna best á Ca-
fé Romance á föstudagskvöld.
Á Kaffibarnum í ró og næði á föstudagskvöld,
þ.e. án brjálaðrar diskótónlistar sást til sjaldséðs
fugls þar á bæ, Eyjólfs Kristjánssonartrúbadors, sem
Górillan talaði einmitt svo fallega um einn morguninn
í síðustu viku. Ekki langt undan var félagi hans Ri-
chard Scobie. Þá leit Hár- gengið inn, blaðamennirn-
ir, rithöfundurinn Ein-
ar Kárason, frétta-
maðurinn Árni Snæv-
arr, Helena dansari
og allir hinir. Kosn-
ingakvöldið á Kaffi-
barnum daginn eftir ku hafa verið með endemum
skemmtilegt fyrir þá sem þora að sleppa fram af sér
beislinu. Páll Banine arkaði þar framhjá. En þess má
geta að seint um kvöldið sást hann buslandi í
Reykjavíkurtjörn. Það er rokk.
Sigurður Freyr, farfugl frá San Francisco, sást á
Kaffi List á laugardagskvöldið ásamt besta vini sín-
um. Þar voru líka fleiri en við skulum ekki hafa hátt
um það því það kann að vera að sá hafi alls ekki húmorfyrir því.
Á Dægurvísu Jakobinu Sigurðardóttur heitinnar í Leikhúskjallaranum á mánu-
dagskvöld komust færri að en vildu, enda var þetta eina sýningin á verkinu sem leik-
hópurinn Erlendur setur upp. Segja menn þetta hafa verið dágóða skemmtun. Meðal
þeirra sem sáu sýninguna voru hjónin Viktor Urbancic og Gunnhildur Úlfarsdóttir.
Þá má ekki gleyma því að Jón Skuggi sást á 22 síðastliðið laugardagsvöld.
Bíó
• Hvað pirrar Gilbert Grape? ★★★
Skemmtileg gamanmynd af óvanalegri
gerð. Söguþráðurinn er ekki fyrirferðar-
mikill, en leikurinn er frábær. Sögubíói
• Ögrun ★★★ Þetta er erótísk og
seiðandi mynd sem er sérlega vel til fall-
ið að njóta nú þegar nóttin er orðin
svona björt. Laugarásbíói
• Fúll á móti ★★★ Gömlu jaxlarnir
Walter Matthau og Jack Lemmon eru
stórskemmtilegir. Heilsteypt og
skemmtileg gamanmynd. Sögubíói
• Ace Ventura ★★ Jim Carrey er
lunkinn, en sagan er þunnur gelgju-
smellur. Sam-bíóunum
• Systragervi 2 ® Eins og enginn
sem vann við þessa mynd hafi haft
nokkurn áhuga á henni og menn fyrst
og ffemst hugsað um að drífa þetta hel-
víti af. Sambíóunum
• Listi Schindlers ★★★★ Hrikalega
áhrifamikil og laus við væmni, þótt hún
fjalli um atburði sem vel er hægt að gera
lcröfti til að maður felli tár yfir. Háskóla-
bíói
• I nafhi föðurins ★★★★ Þessi
skxípaleikur er sönn saga. Eitthvert
mesta hneyksli sem riðið hefur breskum
réttarfarshúsum ffá því pyntingar og
limlestingar voru stundaðar í Tower of
London. Síðustu forvöð. Háskólabíói
Þar sem áður var mexíkóski
skyndiréttastaðurinn Panc-
hos, á Laugavegi 2, er nú kominn
sælkerastaðurinn Gott í kroppinn.
Bjami Óskarsson rekur staðinn og
býður upp á eitt og annað ný-
breytilegt.
„Þessi tegund af „takeaway“ hef-
ur ekki verið hérna áður,“ segir
Bjami. „Við erum ekki í hamborg-
urum og frönskum. Það er ekki
mikið pláss en við stefnum að því
að vera með aðstöðu til að fólk geti
keypt mat eftir vigt, svipað og er í
DeÍi-búðunum (Delicatessen) í
New York. Þetta verður matur frá
Miðjarðarhafslöndunum með
mexíkósku ívafi.
Við leggjum einnig áherslu á
brauðbáta, ekta fyllt írönsk „baqu-
ettes“-brauð. Svo eram við með
pítsur í sneiðum, sem hefúr vantar
hérlendis. Sneiðin er á 190-kall.
Meiningin er að hafa verðið þannig
að fólk ráði við að kaupa matinn.
Við leggjum jafnt upp úr magni,
gæðum og verði.
Hér fæst allt það sem Panchos
bauð upp á og rúmlega það. Við
tókum Taco-ið út en við erum
með Burritos í þremur útgáfum,
mexi-skins — kartöflubáta með
þremur tegundum af fýllingu —
og nachos og súper-nachos. Svo
erum við alltaf með pasta dagsins í
hádeginu og brauðbát vikunnar,
sem er breytilegur eftir vikum.“
Að 99 dögum liðnuni ★★ 1/2
Ninety Nine and Countmg á
RÚV á fimmtudagskvöld. Bresk
stuttmynd um sundurlynda fjölskyldu sem kemur
saman á útfararstofu. Líklega tekst tjallanum að
gera eitthvað fyndið úr þessu, enda oítast pottþétt-
ur í háðinu.
r P
mánudagskvöld. Þessi harðsoðni harðjaxl leikur
yfirleitt geðbiluð illntenni eða taugaveikluð skit-
menni. Hann á að baki langa sukksögu og í þessum
þætti er hún rakin og spjallað við gaura eins og Dav-
id Lynch og Peter Fonda, sem unnið hafa með
gamla skúrkinum.
Fyrir strákana ★★1/2 For the boys á Stöð 2 á föstudagskvöld. Bette
Midler leikur söngkonu sem skemmtir bandarískum hermönnum á víg-
stöðvunum. Með henni fýlgir James Caan, sem leikur grínista. Myndin er
um samband þeirra tveggja. Þokkaleg skemmtun.
Babe Ruth ★★★ The Babe á Stöð 2 á laugardagskvöld. John Good-
man er góður sem einfalda hafnaboltahetjan
Babe Ruth. Myndin rekur feril fituhlunksins
og er frekar fín.
Ljósbrot ★★★ á RÚV á sunnudag. Dags-
ljós er ágætur en misjafn þáttur. Hér fá þeir
sem eru uppteknir kl. 19.15 á virkum dögum
að slafra í sig upphitaðar leifar.
Gangur lifsins ★★★★ Life goes on II á
RÚV á mánudagskvöld. Þar sem óvenjulítið er
um gott efni um helg-
ina er litið til þessa gæðaþáttar sem var ausinn
auri Itér fyrir nokkru. Þetta eru mannlegir og
hlýir þættir, sprenghlægilegir og sorglegir. Sá sem
leikur Korkí nær töktum og útliti hálfvita gríðar-
lega sannfærandi og vinnur leiltsigur á hverju
mánudagskvöldi í allt sumar.
Ferill Dennis Hopper ★★★★ á Stöð 2 á
■ m ■ g m Konunglega ótuktin ★ Graffity Bridge á Stöð 2 á
VallSIa fimmtudagskvöld. Prince er einn ofinetnasti tónlist-
annaður sögunnar. Ekki
nóg með að þessi ófríði dvergur haldi að hann
sé poppari; hér heldur hann líka að hann sé
bíóstjarna. Útkoman er ræfilslegt og ótrúlega
innantómt níutíu mínútna músíkmyndband
sem hörðustu aðdáendurnir einir nenna að
húka yfir.
Hetjudáð ★ Fortitude - Fall from Grace á
RÚV á laugardagskvöld. Fjölþjóðleg mynd
um lítt þelcktar hetjur í frönsku andspyrnu-
hreyfingunni. Hundleiðinleg hetjuþvæla og
svo er ætlast til að maður hangi yfir þessu tvö
kvöld í röð því seinni helmingurinn er á sunnudagskvöldið.
í þágu mannkyns ★ Roland Hassel: Botgörarna á RÚV á laugardags-
kvöld. Sænsk sakamálamynd — þarf að segja fleira?
Ævintýri Ford Fairlane © The Advcntures oj'Ford Fairlane á Stöð 2 á
laugardagskvöld. PRESSAN leigði þessa spólu einu sinni en liélt ekki út
nema tíu mínútur og skilaði helvítis myndinni. Þetta er algert sorp með
fábjánlhum Andrew Dice Clay. Sjónvarpsstöðvarnar hafa tekáð sig saman
um að bjóða upp á vonlausa dagskrá þetta laugardagskvöld og eru þar
með að styrkja ÁTVR, því livað er annað hægt að gera en sulla í sig? Er
hægt að fá endurgreitt 1/30 af áskriftargjaldinu?
e -
FIMMTUDAGURINN 2. JUNI 1994 PRESSAN 19B