Pressan - 02.06.1994, Blaðsíða 6
Hvernig líður fólki eftir fimm tíma af Wagner?
Wagner og Prúðuleikaramir
Á fóstudaginn var Niflungahringur Richards Wagner frumsýndur í Þjóðleikhúsinu. Hringurinn samanstendur af
Jjórum óperum, „Rínargullinu“, „Valkyrjunni“, „Sigurði Fáfnisbana“ og „Ragnarökum“, og má segja að þœr séu
fjórir kaflar í einni sögu. Heildarsýningartími óperanna er hvorki meira né minna en fimmián tírnar, en núna er
Ilringurinn í styttri útgáfu og fiuttur sem heilsteypt ópera á einu kvöldi. Það hefur ekki
verið gert áður og var hérþví um heimsfrumsýningu að rœða.
Til að halda þrœðinum eru notaðir sögumenn, en það eru Edda Arnljótsdóttir í hlut-
verki hinnar alvitru völvu Jarðar, og Rjörn Ingi Hilmarsson, sem er Loki. Loki er klœdd-
ur eins og pönkari og heldur uppi liúmornum, enda veilir ekki af, því Nifiungahringur-
inn er engin skemmtisýning.
Frumsýningin hófst klukkan sex og stóð
til hálftótf, með tveimur hálftímahléum. Jón-
as Sen þraukaði þetta og ræddi við nokkra
frumsýningargesti á eftir. Hann spurði þá
að sjálfsögðu: „Hvernig líðurþér?“
Halldór
Hansen, læknir
og óperu-
áhugamaður:
„Mér líður
alveg ágætlega,
þakka þér fyrir.
Mér fannst þetta mun betra en ég hafði þorað að vona.
Það er náttúrulega mjög erfitt að koma þessu öllu íyrir,
enda krefst Wagner mjög stórrar senu. Söngvararnir
stóðu sig með miklum ágætum,
hljómsveitin reyndar líka, þótt hún
væri auðvitað mikið minnkuð
svona lokuð niðri í gryfju. Óðinn,
sem Max Wittges söng og lék, var
alveg sérstaklega góður.“
Pálmi
Gestsson leik-
ari:
„Mér líður
æðislega. Ég vissi
ekki á hverju ég
átti von, en þetta
hefur heppnast
frábærlega. Það var sannarlega þess virði að sjá
þetta verð ég að segja. Mér fannst líka alveg mesta
fúrða hvað þau léku þetta vel! Leikstjórnin, leik-
myndin og lýsingin var stórkost!eg.“
Tinna Gunnlaugsdóttir leik-
kona:
„Mér líður mjög vel. Þetta var
stórkostleg sýning. Mér fannst
þetta mjög gaman og fann ekki fýr-
ir því að sýningin væri of löng.
Maður hefur líka farið í gegnum aðrar eins raunir! Það hefur heppn-
ast mjög vel að setja saman það helsta úr þessum óperum, þetta held-
ur manni alveg hugföngnum og það er kraftaverk að það skuli hafa
tekist að koma þessu á fjalirnar.“
Sjón, rithöfundur og
skáld:
„Mér hefur bara aldrei
liðið betur! Ég hef ekki
hlakkað til nokkurs eins
mikið og að sjá allan
Hringinn í fullri lengd á
sem skemmstum tíma.
Annars finnst mér þetta al-
veg fjári góð sýning og það
hefur tekist að gera heild-
stætt verk úr þessu, þar
sem meginhugmyndin er af-
neitun ástarinnar, sem kann ekki góðri lukku að stýra.
Svo eru dásamlegar lidar perlur þarna, eins og t.d. ffá-
bær notkun á sögumönnum. Loki er nú minn maður.
Mér finnst alveg snilldarlegar þessar beinu tilvísanir í
þann karakter sem hann er í Lokasennu í Eddukvæð-
unum. f Lokasennu er hann að gera grín að goðunum
svipað og hann er látinn gera í Hringnum. Hann hjálp-
ar okkur sem nútímafólki að setja okkur inn í hvað er á
ferðinni. Loki er nefnilega hinn háðski nútímamaður
og þess vegna mjög viðeigandi að hann
sé pönkari. Þegar sögumaðurinn er í
slíkum búningi fær það mann til að
slappa af og lifa með þessu. Svo eru val-
kyrjur Wagners náttúrulega sætustu
valkyrjur mannkynssögunnar; sexí,
drápsglaðar stelpur — ég á mér þá ósk
heitasta núna að einhvern daginn verði
bankað á öxlina á mér og svona pía
standi fýrir aftan mig og reki mig í
gegn...“
Magnea Hrönn Örvarsdóttir
heimspekinemi, sem var orðin allt of
sein í vinnuna á Kaffibamum:
„Mér fannst að mörgu leyti mjög
gaman, en þó var leiðinlegt að horfa á
tilgerðarlegan og hálfhallærislegan leik
söngvaranna, sem í óperum gengur
einhvern veginn aldrei
upp. Sérstaklega ekki þeg-
ar músíkin er svona ótrú-
lega tilþrifamikil. Svo skín
það eitthvað svo í gegn að
það er búið að ákveða að þetta eigi að vera einhver „stórkostleg
ur menningarviðburður“.“
Oddný Sen kvikmyndafræðingur:
„Ég er harmi lostin yfir sviðsmyndinni, sérstaklega í Valkyrju-
þættinum, sem er eitt af tilkomumestu atriðunum í óperum
Wagners. Ég var búin að hlakka óstjórnlega til, enda á atriðið að
sýna glæsta þeysireið valkyrjanna um himininn. Auðvitað bjóst ég
ekki við flughestum inni í miðju Þjóðleikhúsi, en ég taldi nokkuð
víst að þær yrðu á talíum eins og venjan er. I staðinn blasti við
hópur eróbikk-klæddra kvenna með skildi og sverð á stálbrú! Að
öðru leyti var ég alveg sátt við líflegan pönkklæðnað söngvaranna, sem stóðu sig með miklum ágæt-
um. En Valkyrjuatriðið spillti óneitanlega gleðinni yfir annars mjög vel heppnaðri sýningu.“
Umsögn Jónasar:
Hin stytta útgáfa af Niflungahring Wagn-
ers er ekíd styttri en svo að hún tekur fimm
og hálfan tíma með tveimur litlum hléum.
Samt hefur heilmiklu verið sleppt úr upp-
runalega verkinu og er útkoman sú að
söguþráðurinn verður ansi skrykkjóttur. Til
að halda þræðinum er notaður „tengitexti",
sem sögumennirnir Loki og Jörð fara með
eins og sagt var í formála. Þau skötuhjú
vaða yfir söguna á harðahlaupum, en inn á
milli eru þættir úr hinum eiginlega Nifl-
ungahring, og í samanburði við tengitext-
ann virka mörg óperuatriðin óbærilega
löng.
Þessi langi sýningartími, frá klukkan sex
til hálftólf, þykir mér mikill galli. Ég er tölu-
verður Wagneraðdáandi og fýrsta klukku-
tímann á sýningunni upplifði ég háleitar til-
finningar. Svo fóru garnirnar að gaula og
flugið að lækka. Síðustu stundarfjórðung-
arnir voru martröð líkastir og þegar óper-
unni lauk leið mér eins og verið væri að
sleppa mér út úr fangelsi. Best væri auðvit-
að að byrja fýrr með fleiri og lengri hléum,
en þó efast ég um að íslenskar aðstæður,
vinnutími o.þ.h., leyfj slíkt. Þá vaknar
reyndar spurningin hvort það sé yfirleitt
mögulegt að setja upp Wagneróperu á Is-
landi. Þessar óperur krefjast nefnilega stórr-
ar hljómsveitar og enn stærri senu. Þjóð-
leikhúsið býður upp á hvorugt; sviðið er
smátt og hljómsveitargryfjan þröng.
Samt var mesta furða hve vel tókst til að
mörgu leyti. Meðlimir Sinfóníunnar stóðu
sig eins og hetjur og léku furðu hreint allan
þennan tíma. Það sama verður sagt um
söngvarana sem sungu af öryggi og krafti.
Því miður er þetta þó ekki nóg, enda vildi
Wagner að öllum listunum yrði gert jafn-
hátt undir höfði í óperum sínum. Þannig
skiptir leikurinn miídu máli, einnig leik-
mynd, búningar o.s.ffv. Þetta síðastnefirda
krefst töluverðrar hugmyndaauðgi, því í
Niflungahringnum eru bæði guðir og aðrar
goðsögulegar verur. Ekki fannst mér útlit
þeirra mjög sannfærandi; bergrisarnir svo-
kölluðu gátu allt eins sómt sér í Prúðuleik-
urunum og ormurinn Fáfnir var eins og
geimskip með klær. Eins fannst mér Þór
ósköp kjánalegur; hann var meira og minna
krúnurakaður í mórauðum pels og mund-
aði hamar sem, af einhverjum furðulegum
ástæðum, minnti mig á Nilfisk-ryksugu.
Þetta er þó kannski smámunasemi.
Margt fallegt bar fýrir augu og eyru þarna
um kvöldið. Maður getur heldur ekki ann-
að en borið virðingu fýrir hugrekkinu. Það
er aðdáunarvert. Að þora að bjóða áhorf-
endum upp á aðra eins langloku...
vv *
Wagner undan regnhlífinni
l jp 'é.;., H
I í SANNLEIKA SAGT
jpHJf IIXIDRIÐI G. ÞORSTEIIMSSOIXI
W\\\w " ÉB
Vesturlandamenn hafa gert
tvennt sér til ævarandi
skammar á seinnihluta tutt-
ugustu aldar. Það er þögnin um
tónsnillinginn Richard Wagner og
stórrithöfundinn Knut Hamsun.
Nýlega var hér á ferð einhver mað-
ur, að ég held utan úr Noregi, til að
segja okkur að nú væri aftur farið
að lesa bækur Hamsuns í Noregi
nær fimmtíu árum eftir að Norð-
menn ákváðu, að fýrirlagi and-
spyrnuhreyfingarinnar í Noregi, að
stórrithöfundurinn væri geðveikur
nazisti. Samskonar andspyrnu-
hreyfing í Danmörku tók sig til um
líkt Ieyti og myrti Guðmund
Kamban. Þessar andspyrnuhreyf-
ingar í tveimur löndum hafa talað
einni tungu síðan og gumað af
menningarlegri forystu sinni í sam-
vinnu við Svía, sem aldrei hafa ver-
ið ákærðir fýrir undirlægjuhátt við
nazista, þótt þeir opnuðu land sitt
fýrir þeim á meðan nazistar voru
að drepa frændur þeirra á báðar
hendur, og leyfðu flutninga á járn-
grýti til hernaðar í gegnum land
sitt. Þessi sama andspyrna hefur
ráðið menningarlífi á íslandi með
hjálp jábræðra, sem m.a. hafa
tryggt að aldrei hefur verið sagt frá
þessum glæpsamlegu aðgerðum
norrænna vinstrimanna í kennslu-
bókum handa börnum. Nú er fínt
að vera „vinstrimaður“ á íslandi,
enda hneykslast þeir óðar og
minnst er á málið og nefna fortíð-
arröfl.
í fyrsta lagi er það helber lygi að
byrjað sé að lesa Hamsun í Noregi,
jafnvel þótt því sé haldið ffam í
Norrænu servíettunni í Vatnsmýr-
inni. Það skiptir hins vegar engu
máli hvað Norðmenn lesa. I menn-
ingarlegu tilliti eru þeir taugaveikl-
uð undirmálsþjóð og ættu bara að
halda sig við geitarostinn, eða
„gammel ost“; búnir að týna tungu
sinni fýrir löngu. Það hefur heldur
aldrei fengist fullnægjandi skýring
á því hvers vegna andspyrnuhreyf-
ingin danska rauk til og myrti
Guðmund Kamban sér til sálar-
heilla. Skýringin kann að felast í
hugsjónum þeirra valdamanna í
Sovét, sem voru að vafstra við að
taka konur og börn sovéskra
ffammámanna og halda þeim í
fangelsi, nauðga þeim eða drepa án
saka, bara til að halda eiginmönn-
unum í skefjum (samanber sjón-
varpsþætti). Andspyrna fýrr-
greindra landa sótti þor sitt til ill-
verkanna í sovéska fýrirmyndarrík-
ið og var jafn ötul við þau og að
berja á nazistum. Arftakar hennar
eru enn í álögum og beita sér við
menningarleg hryðjuverk.
Nú er svo komið að menningar-
fólk á íslandi hefur uppgötvað for-
tíðarvandann Richard Wagner.
Það gerist með ærslum eins og allt
annað hér í popplandinu. Til
skamms tíma mátti ekki minnast á
Wagner. En svo léttu einhver
heimssamtök gyðinga banni af
honum og leyfðu náðarsamlegast
að um hann mætti fjalla opinber-
lega. Og það var eins og við mann-
inn mælt. Richard Wagner varð á
einum degi að þjóðhetju íslend-
inga, næstum eins og Björk Guð-
mundsdóttir. Fjórir klukkutímar af
Niflungahringnum voru ffumflutt-
ir í snatri og einhver afkomandi
Wagners fenginn til að vera list-
rænn ráðunautur, svona eins og í
landbúnaðinum. Samt er ekki
langt síðan almenningur hér á
landi hélt að Wagner væri einn af
þessum voðalegu nazistum og því
væri hann best gleymdur og graf-
inn. Þegar bent var á að Wagner
hefði verið uppi á öðrum tíma og
ekkert vitað um nazista var því ekki
ansað öðruvísi en að hætti unga
fólksins, sem heldur að það eigi
hutabréf í framtíðinni: Þetta er þá
einhver fortíðarvandi.
Það var í senn grátbroslegt og
gaman að hlusta á Svein Einarsson
tala um tónskáldið í útvarpið, eins
og það hefði verið handgengið ís-
lenskum menningarmönnum ffá
ómunatíð, en ekki lexíkonamatur,
sem gripið er til þegar menn eru
teknir í bólinu. Og í þessum þætti
söng „unser Peter“ frábærlega
sönginn um Lohengrin í íslenskri
þýðingu Árna Jónssonar frá Múla,
minnir mig. Maður gat ekki annað
en brosað þegar Pétur Jónsson
þrumaði síðustu línuna: „Og heiti
Lohengrin". Það þarf ekki að óska
Wagner til hamingju, en það má
nefna það við íslendinga, að þeir
eiga gyðingum mikið að þakka, að
þeir skuli leyfa flutning á verkum
eftir tónskáld, sem Adolf Hitler
hafði dálæti á. Nú er vitað að Hitler
var grænmetisæta. Samt hafa gyð-
ingar látið vera að banna græn-
meti. En þeir bönnuðu Wagner.
Og þeir voru margir sem kusu að
láta Wagner liggja, einkanlega
vegna þess að Hitler féll við tón-
smiðar hans. Sú stofnun hérlendis,
sem miklu ræður um tónlistar-
flutning, ríkisútvarpið, hafði Ri-
chard Wagner ekki á skrá áratug-
um saman. Allt út af Hitler. Nú er
ekki vitað til að Hitler hafi haft sér-
stakt dálæti á tónlist, eða getað
með óyggjandi hætti sagt til um
hvað var gott og hvað var ekki gott
„Nú er svo komið
að menningarfólk
á íslandi hefur
uppgötvað fortíð-
arvandann Ri-
chard Wagner. Það
gerist með œrslum
eins og allt annað
hér í poppland-
inu. “
í músík. En honum tókst þó að
verða tónlistarstjóri Ríkisútvarps-
ins íslenska hvað Wagner snerti.
Wagner hefur leitt af sér furðu-
legar yfirlýsingar, eins og þá, í
fféttatíma Stöðvar 2, að hann hefði
fært hróður íslands víðar en nokk-
ur annar maður; víðar en Laxness.
Þetta þótti „vinstrafólki“ mikil tíð-
indi. Það vann að vísu borgar-
stjórnarkosningarnar núna. En það
mun ekki hafa reiknað með að fá
Wagner í staðinn, þennan tónlist-
arvin Hitlers. Nú situr það uppi
með bæði borgina og Wagner og
rnun mörgum þykja nóg um. En
fyrst farið er að tala um sögulegan
grunn vilja þeir, sem óttast eins og
sjálfan fjandann sögulega fortíð
sína, koma böndum á kenningu
Svavars Gestssonar um regnhlífa-
flokkinn. R-flokkurinn þykir bjóða
ný tækifæri í þessu efni. Framsókn-
arflokkurinn og Alþýðuflokkurinn
verða þá að sætta sig við að verða
málfundafélög. Fulltrúar Fram-
sóknar urðu að þola miklar útstrik-
anir í kosningunum í Reykjavík, en
það gerir ekkert til. Þeim fannst svo
skemmtilegt að vera innan um
aðra en sitt eigið fólk við kosninga-
undirbúninginn. Fulltrúi Alþýðu-
flokks hefur ekki fengið úthlutað
verkefnum. Hann verður því fangi
í Ráðhúsinu fýrst um sinn, eins og
fanginn í Zenda. Reykjavíkurborg
er komin undir regnhlíf Svavars
Gestssonar. Á sama tíma hefur Ri-
chard Wagner komist undan regn-
hlíf gyðinga og Adolfs Hitlers.
Vinstri flokkarnir eru að hefja sinn
fortíðarvanda. Wagner er ffjáls,
eins og hann átti alltaf að vera.
6B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 2. JÚNÍ 1994