Pressan - 02.06.1994, Blaðsíða 16

Pressan - 02.06.1994, Blaðsíða 16
 Á Simmtudag ... Sönnum sögum af Sál- arlífi systra sem sýnt verð- ur á vegum Listahátíðar í kvöld og laugardagskvöld. Bara það að Viðar Eggerts skuli vera að vinna sögu Guðbergs Bergssonar hljómar vel. ... Ferðaþjónustu bænda. Hringið núna og tryggið ykkur gistingu úti í sveita- sælu landsins. Ef leiðin liggur út úr bænum er þetta tilvalin leið til að gista ódýrt. Þú getur gist á sveita- býlum fyrir lítinn pening og það er þitt að velja hvort gist verður í svefnpokaplássi í rúmi eða á gólfi. Verð er frá 900 krónum. ... Grillveislu í Grasagarð- inum þar sem tónlistar- mennirnir Rafn Jónsson og Magnús Þór Sigmundsson kynna nýjan geisladisk, ís- landsklukkur. Skemmtunin hefst í garðskálanum í Grasagarðinum í Laugardal kl. 18:00 og verður boðið upp á grillað lambakjöt og bjór. J Helstu Ielstu sumardrykkimir í ár verða með skrautlegu sniði og sumir hverjir með skemmtilegum nafngiftum. 1 nýlegri könnun um vinsælustu sumardrykkina kom í ljós að bjórinn stendur upp úr hvað vinsældir varðar ásamt „skot“-drykkjunum svokölluðu. „Skotin“ bera sum hver heldur skemmtileg nöfn og nægir þar að nefna Draculaskot, Blaut geir- varta, Bmndur í baði og Heitur munkur. Nöfh einsog Sambuca, Hot Shot og Svart Finlandia hljóða kannski betur en allt em þetta svo- kölluð skot. Suðrænir kokkteilar svo sem Pina Colada og Inspiration em alltaf ferskir á heitum sumarnótt- um svo og hinn sívinsæli „frost- pinna“-drykkur, en það er græni lögurinn sem lítur út eins og Pal- molive-uppþvottalögur í glasinu hjá þér. Hann er betri á bragðið en hann lítur út fyrir að vera. Að lok- um kynnum við með ánægju þann allra sterkasta í bænum en heiður- inn af honum á Sigurjón Skær- ingsson. „Sjálfsmorðsdrykkurinn" Drykkur þessi samanstendur af sex víntegundum, m.a. Bailey’s, Southem Comfort, koníaki (ein- ungis af bestu gerð) og vodka. Þú mátt einungis nota áfengi sem er 39% að styrk eða sterkara. Drykkj- unum er komið fyrir hveijum á fætur öðram og skal vodkinn hafð- ur efstur. Svo kemur þú rörinu fyr- ir á botni glassins og sýgur svo af krafti þar tO glasið er tómt. Ef þú hugsanlega getur drukkið nokkra í röð þá ber þér að leita læknis. Þetta er sannkallað skot upp í heila! María á Café au Lait: Bjórinn er númer eitt, tvö og þrjú. Marion á Café Óperu: Suðrænir kokkteilar svo sem Pina Colada og Appollo, en bjórinn er alltaf vin- sælastur þegar hitna fer í veðri. Hansi á Gauk á Stöng: Mjög jöfn sala, en Captain Morgan selst stöðugt og verður æ vinsælli ef eitthvað er, skotin verða vinsæl í sumar. Ragnhildur á Tveimur vinum: Bjórinn. Ingi Hrafn, Argentínu: Pina Colada að okkar hætti (með rjóma) og Inspiration. Viddi á Glaumbar: Finlandia Candy Shot! Tóta á Café List: Margarítur, Pina Colada, „alvöru" Sangria og spænskur kampavínskokkteill. Streitu-kúrinn PRESSAN hefur tekið upp megrunarhorn og í fýrsta þættinum kynnum við kúr sem reynst hefur mörgu nú- tímafólki vel. K ú r i n n tekur mið af streit- u n n i sem oft fylgir miklu á 1 a g i. Eftirfar- andi mat- seðil skal nota daglega. Morgunmatur 1/2 greipaldin 1 sneið heilhveitibrauð með klípu af sólblóma 1 glas undan- renna Hádegis- verður 200 g magur kjúkling- ur bolli af soðnu spínati 1 bolli jurtate 1 Homeblest- kexkaka Miðdegissnakk Afgangurinn af Homeblest- pakkanum 1/21 diet-kók 1 stór ís með dýfu og hrís Kvöldverður 2 sneiðar af hvítlauksbrauði 16" pítsa með pepperóní, hvít- lauk og papriku 4 dósir af bjór 3 stk. Prins Póló Miðnætursnakk Heil frosin ostakaka — étin beint úr ísskápnum Reglurnar í þessum kúr 1. Ef þú borðar eitthvað en eng- inn sér þig borða það þá hefur það engar hitaeiningar. 2. Þegar drukknir eru diet- drykkir með súkkulaði eyðast hita- einingar súkkulaðsins. 3. Þegar borðað er með öðrum teljast hitaeiningarnar ekki með ef hann borðar meira en þú. 4. Matur sem neytt er til lækn- ingar hefur engar hitaeiningar. Dæmi: Heitt kakó og koníak. 5. Ef þú fitar alla í kringum þig grennist þú. 6. Skyndibitafæði og sælgæti sem neytt er í bíó hefur engar hitaein- ingar því það er hluti af skemmt- uninni. Dæmi: Popp, Prins Póló og lakkrís. 7. Hitaeiningarnar í kexkökum hverfa þegar kökurnar brotna. 8. Fæða sem sleikt er af hnífum eða skeiðum er hitaeiningalaus sé verið að útbúa máltíð. Dæmi: Hnetusmjör, marmelaði og ís. 9. Fæða sem er eins á litinn inni- heldur sama hitaeiningafjölda. Dæmi: Spínat og grænir ffostpinn- ar, sveppir og hvítt súkkulaði. GANGIÞÉRVEL! T6B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 2. JÚNÍ1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.