Pressan - 02.06.1994, Blaðsíða 9

Pressan - 02.06.1994, Blaðsíða 9
Ll©Í31LLILLll Sigmundur Ernir Rúnarsson, varafréttastjóri Stöðvar 2, um myndina af sjálfum sér: „Þessi maður er óragur og upplitsdjarfur. Hann horfir til himins, eins og skáldið sagði. Hann er greinilega mjög Ijós og það er sennilega vegna þess hversu bjartsýnn hann er. Augun eru sem fyrr næst heilanum. Munnsvipurinn er svolítið sérstakur, allt að því vandræðalegur, en þetta Ijósa yfirbragð finnst mér svolítið sjarmerandi. Hann er órakaður — eins og fyrri daginn — en þetta er greinilega maður sem ætlar sér eitthvað. Hann er ekki beint grimmur en sakleysið er að mestu farið og hann veit greinilega hvað hann vill. Þessi maður er þokkalega þroskaður og hefur örugglega reynt sitt þrátt fyrir að líta út sem tiltölulega ungur, það sjást að minnsta kosti fáar hrukkur í andliti hans. Mér sýnist hann vera að hugsa um að komast í frí eftir erfiða helgi. Hann er greinilega að gá til veðurs og ég tel það mjög líklegt að hann sé að athuga hvernig viðrar á plönturnar hans austur á Flúðum..." Rokk, ról og magasssár Helga Björns trillað í snatri á spítala SSSól hélt tónleika á Gauki á Stöng á sunnudagskvöldið. í fjórða laginu hljóp Helgi Björnsson söngvari í gegnum þvöguna, greip vatnskönnu, hellti yfir hausinn á sér og skjögraði upp á loft. Það voru þrjú hundruð manns á staðnum sem sáu svo sjúkrabíl og löggubíla mæta með látum á svæðið og Helga borinn niður á börum, út í sjúkrabílinn sem brunaði vælandi í burtu. Kjaftasögumar fóru strax af stað. SSSól hafði frumflutt nýtt lag, sem ber hið dramatíska nafn „Lof mér að lifa“, í Poppi og kóki daginn áð- ur. í myndbandinu liggur Helgi og syngur í líkkistu megnið af laginu. Var nú spádómur myndbandsins að rætast? Hafði Helgi fylgt í fót- spor Kurts Cobain og kálað sér með sukki? Tveir tónleikagestir mættu á rit- stjórn PRESSUNNAR á mánudag- inn og sögðust vera með sprengi- ffétt; Helgi Bjömsson hefði óver- dósað á sviðinu og verið borinn út. Kjaftasagan magnaðist, einhvetjir sögðust vissir um að hafa séð sprautu í handleggnum á honum, enn aðrir að hann hafi verið svo fullur að hann hafi ælt þegar hann hljóp upp stigann á Gauknum, og þeir fáu sem höfðu vott af samúð fúllyrtu að Helgi hefði gripið um vinstri síðuna um leið og hann datt niður og því auðsýnilega fengið hjartaslag. Það var auðvitað bara ein leið til að fá úr þessu skorið. Helgi Björns- son var heimsóttur á Landspítal- ann þar sem hann lá og var að skoða nýtt kynningarefni sem Ámundi Sigurðsson hönnuður var að sýna honum. Helgi var auðvitað ekki upp á sitt besta — enda fátt sameiginlegt með poppstjörnum og legusjúídingum — en hann hafði þó nógu mikinn húmor fýrir sjálfum sér til að leyfa myndatökur. Éftir að honum höfðu verið sagðar kjaftasögumar hló hann og sagði sannleikann í málinu: „Þetta var bara gamalt og gott ís- lenskt magasár — blæðandi. Mér byrjaði að blæða svona hastarlega á sunnudeginum. Ég hef lent í þessu áður; þegar ég var í „Kysstu mig Kata“ fyrir norðan fékk ég blæð- andi en náði samt að leika tvær sýningar hálfpartinn hangandi ut- an í Ragnhifdi Gísladóttur milli þess sem ég svitnaði og hvítnaði. Ég náði samt að komast í gegn og því hélt ég að ég myndi hafa þetta á Gauknum, þótt ég væri orðinn hel- víti slappur. Ég ætlaði að ldára þetta og rúlla svo upp á spítala eftir tónleikana.“ En svo hefur sársaukitm orðið óbcerilegur? „Já, ég hélt mér meðan ég var á sviðinu, en ég var alveg að missa það. Fyrst þurfti ég að setjast og svo lagðist ég á sviðið — maður verður svo máttvana við að missa svona mikið blóð — það vantaði vatn inn á kerfið og blóðþrýstingurinn var kominn niður í 90 og eitthvað. I fjórða lagi gat ég bara ekki meir og rétt náði að strunsa upp þar sem ég hneig niður.“ Hvað finnst þér utn allar kjafta- sögumar? „Ja, er þetta ekki alveg eðlilegt? Verður ekki alltaf að búa eitthvað svona til í kringum rokk og ról? Er það nú ekki hálfhallærislegt að vera bara með einhverja magakveisu? Fólk heldur kannski sumt að það sé ekki hægt að vera í stuði nema maður sé með nálarnar upp úr handleggjunum, eða speglana fúlla af hvítum efúum — ég tala nú ekki um ef maður leyfir sér að lúkka svolítið dröggí.“ Þú hefurþá verið bláedrú? „Já, ég hafði ekki smakkað dropa, en kvöldið áður fékk ég mér tvo Campari. Auðvitað skýtur maður stundum á sig viskíi og svona.“ Hvað tekur þetta mikinn tíma af Sólarrúntinum? „Ég vonast til að ég geti verið kominn í gang um næstu helgi þótt læknirinn verði kannski ekkert hrifinn af því. Við erum bókaðir í Sjallanum á föstudaginn og á Blönduósi á laugardaginn, og kom- in upp plaköt fýrir það og svona. Ég ætti að skrifast út á föstudaginn eða laugardaginn, samkvæmt öllu eðlilegu.“ Þartu ekki að taka það rólega? „Jú, menn ætlast tÚ þess, en ég er svo sem vanur maður.“ Gunnar H FIMMTUDAGURINN 2. JÚNÍ 1994 PRESSAN 9B

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.