Pressan - 02.06.1994, Blaðsíða 7

Pressan - 02.06.1994, Blaðsíða 7
Árið 1988 10. mars Fyrstu tónleikar Óttars Proppé, Sigurjóns Kjartanssonar, S. Bjöms Blöndal og Ævars ís- bergs — HAM — í Lækjartungli. Hljómsveitin hitar upp fyrir E-X. Sálin hans Jóns míns heldur fyrstu tónleika sína í kjallaranum. Staðn- um lokað daginn eítir. 15. apríl Upptökur hefjast á plötunni „Hold“ að undirlagi Erðanúmúsíkur. 29. apríl HAM hita upp íyrir Sykurmolana í troðfullu Duus- húsi. Gerður samningur við Smekkleysu um útgáfu á „Hold“ á fylliríi eftir tónleikana. Þorsteinn Högni skutlar Björk heim. 3. júní Fyrstu „headline“-tón- leikamir. 13. júlí Útgáfudagur „Hold“. Út- gáfutónleikar í Duus-húsi með Annie Anxiety — lítil kona, gríð- arlegir fætur. 10. september RÚV býr til myndband við lagið „Trúboðas- leikjarinn". Hrafti Gunnlaugsson bannar myndbandið þar sem Stef- án Karl Guðjónsson þykir of blóð- ugur á krossinum. 1. október Ham eiga að hita upp fyrir Pere Ubu á Tunglinu, en Dav- id Thomas þykir bandið „of ag- gressíff“ og heimtar að það sé tekið af dagskrá. 10. október „Voulez-vous“ frumflutt á tónleikum í Tunglinu. Einu tónleikar Seniors Bunelli með Ham. 13. nóvember Jón EgiH Eyþórs- son spilar með Ham á fyrstu tón- leikum ævi sinnar í Die Grosse Freiheit í Hamborg. Ham fara á fyllirí með Huey Lewis um kvöldið — góður kall. 18. nóvember Ham gera munn- legan útgáfusamning við One Little Indian um stóra plötu. 21. nóvember „Frankfurt strip- per-atvikið“ á sér stað. 22. nóvember Frankfurt stripper og S. Björn Blöndal lamdir illilega af dyravörðum tónleikastaðarins Der Alte Wartesal í Köln. Árið 1989 10. mars Ævar ísberg trommari rekinn á meðan upptökur á „Buff- alo Virgin“ fara fram. Jón Egill hættir í mótmælaskyni. 24. mars „Buffalo Virgin“ klár- uð. 17. apríl: Akureyri. Fyrstu tón- leikar Halls Ingólfssonar trommu- leikara. Þór Eldon spilar á gítar. S. Bjöm Blöndal borinn heim á hótel og kveðst hafa það gott. 27. apríl: Ham taka þátt í tón- leikum með Sykurmolunum á Tunglinu. Norskir blaðamenn meðhöndlaðir sem sauðfé í sögu- frægu partíi á eftir. 3. júní: Tónleikar í Abracadabra. Staðnum lokað daginn eftir. Flosi Þorgeirsson spilar í fyrsta skipti nreð Ham. 14.-28. júlí: Ham á New Music Seminar í New York. 12. okt: Ham hefja tónleikatúr með Sykurmolunum um Bretland. Óskar Jónasson er ráðinn til að flytja hljómsveitina til Preston. Hann villist og hljómsveitin kemur of seint. 16. október: „Buffalo Virgin“ gefin út á Bretlandi og fær mjög lofsamlega dóma. 2. nóvember: Hluti Ham missir af flugvél en nær þó naumlega til að spila á tónleikum í Kjallara keis- arans, þar sem Óskar Jónasson fær hugmyndina að „Sódómu Reykja- vík“. Staðnum lokað daginn eftir. Árið 1990 17. janúar: Upptökum á hinni týndu plötu, „Pimpmobile“, er lokið. 10. mars: Hallur Ingólfsson yfir- gefur Ham vegna tónlistarlegs ágreinings. 3. júní: Trommarinn Atli Geir Ómarsson fenginn að láni hjá Hyskinu. Honum hefur ekki verið skilað enn. 14. ágúst: Velheppnaðir tónleik- ar á Duus-húsi. Spænskir, norskir og grískir blaðamenn sýna Ham mikinn áhuga. 7. september: Útgáfufýrirtækið Rough Trade fer á hausinn. „Pimpmobile“ týnist í þrotabúinu. Árið 1991 15. janúar: Bandaríkjamenn ráð- ast á Bagdad. Ham taka upp „Green green grass of home“ með Björk fýrir Stöð 2 að undirlagi Jó- hönnu Kristjónsdóttur. 10. mars: Gísli Tryggvason tekur að sér umboðsmennsku og bókar Ham á Akranesi. Hljómsveitin læt- ur taka mynd af sér hjá Haraldi Böðvarssyni & co. (stofnað 1906). Fyrirtækið lagt niður daginn eftir. Samdægurs biður Roli Mosimann um að fá að „pródúsera" næsta verkefhi Ham. 20. maí: Roli kemur til landsins og upptökur hefjast á tónlist Ham fyrir „Sódómu Reykjavík". 3. júní: Óskar Jónasson fangels- aður með alla texta Ham á sér. Hljómsveitin semur nýja texta þar sem nafn Óskars er fýrirferðarmik- ið. 20. september: Upptökum á kvikmyndinni „Sódómu Reykja- Ham og vinir halda upp á þriggja ára afmæli hljómsveit- arinnar á Staupasteini. Kvöldið áður en Haraldi Böðv- arssyni & co. var lokað. 50 dagsetningar í lífi HAM 3. júni: Ham undirritar samn- inga við bandarísku umboðsskrif- stofuna Representation for the Americas. 28. júlí: Hluti Ham fer til New York til viðræðna við umboðskon- una Kathy Nizzari. Hitta þar Jó- hann Jóhannsson, meðlim Funkstrasse, og ráða hann í Ham. 5. september: Roli Mosiman kemur í ffekari upptökur. Sigurjón villist til Blönduóss á leið til Flat- eyrar. 10. september: Sódómu-sánd- trakkið kemur út. Útgáfutón- leikar á Hressó. Pakkfullt og allir í stuði nema bassaleikari Drullu, Ari Eld- on, sem þarf að bjarga sér á hlaupum undan dyravörðunum. 12. októben „Sódóma Reykja- vík“ frumsýnd. Árið 1993 1. janúar: Flosi dregur sig í hlé og snýr sér að barnauppeldi. 10. mars: Afmælistónleikar í Du- us-húsi. Grískir sjónvarpsmenn (TV Thessalonika) koma og gera heimildamynd um hljómsveitina. 3. júní: Ham flýgur til New York til tónleikahalds. Það líður yfir Jó- hann í flugvélinni vegna eftirvænt- ingar og blóðleysis. 17. júní: Umboðsskrifsstofa Ge- orge Michael hótar málaferlum því mynd af honum var notuð á um- slag „Sögu rokksins“. 15. júlí: Ham spila á CBGB’s. S. Björn Blöndal ræður Sigurjón Kjartansson í næstu mynd Jims Jarmusch um kvöldið. Matt Dill- on gerist aðdáandi Ham. 1. apríl: Þorsteinn Kragh ákveð- ur að taka að sér umboðsmennsku fýrir hljómsveitina þegar hann heyrir að hún sé að hætta, því betra sé seint en aldrei. 3. júní (á morgun!): Lokatón- leikar Ham á Tunglinu sem opnað er sérstaklega af þessu tilefni. For- sala aðgöngumiða er í Japis, Hljómalind og Levi’s-búðinni. Húsið er opnað kl. 10 og tónleik- arnir hefjast upp úr miðnætti. Dregnar verða upp gamlar perlur í bland við ný lög. Nú erða búið. ipoppCT?^| New York '93: Ham bregða á leik í íbúðinni sem þeir leigðu af Taggart. vík“ lýkur. Upptökur á kvikmynd- inni „Ham í Reykjavík“ hefjast. 10. desember: Kvikmyndin „Ham i Reykjavík“ gefin út á myndsnældu í einungis 100 ein- tökum. Árið 1992 10. mars: Afmælistónleikar í Du- us-húsi. Sigurður Bjóla segir „Djöfullinn er nú alls staðar, það er óþarfi að hann sé hérna líka“ við það tækifæri. 2. maí: Roli Mosiman kemur til að taka upp kvikmyndatónlist Sig- urjóns Kjartanssonar við „Sódómu Reykjavík". 28. maí: „Saga rokksins 1988-1993“ gefin út af Nordisk Musikdisk, útgáfufýrirtæki Ham. Útgáfutónleikar í Tunglinu, færri komast að en vilja. Liverpool ’89: Samstarf Sykurmol og Ham var náið á tímabili. 7. ágúst: Ham kveðja New York á CBGB’s. Sólkonungur Inka held- ur sveitinni lokahóf. Þar er margt manna og íslenskra flugffeyja. 15. október: Stórtónleikar í Tunglinu. Málaferlin við um- boðsskrifstofu George Michael í hápunkti. Árið 1994: 10. mars: Ham ákveða að hætta í tilefni af sex ára af- mæli sínu, í og með til að koma í veg fýrir ffekari málaferli við George Mi- chael. FIMMTUDAGURINN 2. JÚNÍ1994 PRESSAN 7B

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.