Vísir Sunnudagsblað - 24.12.1939, Blaðsíða 18

Vísir Sunnudagsblað - 24.12.1939, Blaðsíða 18
18 VlSIR Grasaferðir og notkun Eftir Kristleif Þorsteinsson. Fraín yfir miðjá 19. ðld lét svo að segja liver einasti bóndi í Borgarfirði, seim nokkurs var megandi, afla það mikilla grasa á hverju vori, að þau dygðu yfir árið til búdrýginda og matar- bóta. Grasatekja var þá víða nokkur, bœði í hraunum og á heiðarflákum, en mest sótti grasafólk til Arnarvatnsheiðar og Geitlands. Engum var þá bönnuð eða seld grasatekja af þeim, sem yfir þessum löndum réðu. Venjulegast var það um og eftir miðjan júnímánuð, sem lagt var upp á grasafjall, ef vel voraði. Annars þótti það ekki tækilegt fyr en nokkur gróður var kominn, þvi ella voru hestar ekki viðráðanlegir meðan grasa- tekja stóð yfir. Um það leyti, sem sent var til grasa, voru flestir vinnumenn við sjóróðra vorvertíðina, en bændur ýmist við kolagerð eða bundnir við heimilisverk. Kom því grasa- ferðin einkum í iilut kvenna og liðléttinga. Samt var ætíð hafð- ur ráðinn og roskinn karlmaður með í förinni lika, sem hafði leiðsögn á hendi. Áður en upp var lagt, var séð fyrir öllum nauðsynlegum útbúnaði til ferð- arinnar, svo sem nesti, pokum, eldfærum, hlífðarfötum og tjaldi. Fór það eftir stærð tjalds- ins og öðrum atvikum, hve margt fólk var í einum flota. Ungu fólki, og ekki síður stúlk- um en piltum, þótti mjög eftir- sóknarvert að fara á grasafjall, einkum ef farið var sem lengst norður á Arnarvatnsheiði. Ung- lingar, sem áttu heima niðri í sveitum héraðsins og áður liöfðu lítið farið, sáu þá í fyrsta sinni skóga, hraun, strangar og gruggugar ár, stór vötn og fjöll i nálægð frá ýmsum hliðum, en sem þeir aðeins höfðu áður séð í fjarska. Þetta alt var heillandi, ekki síst fyrir ungar stúlkur, sem voru lineptar við heimilis- störf og höfðu lílið frjálsræði á þeim tímum. Það sagði móðir mín mér, að hún hefði átt flestar sínar á- nægjulegustu æskuminningar frá grasaferðum á Arnarvatns- he'iði. Þær áttu þó eklcert skylt við stássferðir, þvi stúlkur klæddust þá yst svo kölluðum „kastfötum", mjög ófínum og úr grófgerðu vaðmáli og riðu á þófa eða meldýnum, ef ekki var á betra völ. Að ríða í söðli á grasafjall þótti þá alls ekki við- eigandi. Mun það bæði liafa ver- ið af sparsemi á söðlunum og líka af hinu, að stúlkur voru færari í ám og á vegleysum, er þær riðu „tvovega“, eins og það var orðað. Þótt grasaferðir væru eftir- sóknarverðar, ekki síst þegar langt var farið inn á f jallaauðn- ina, þá voru ýmsir staðir á leið- inni, sem áttu geigvænlega sögu. Þeir staðir hituðu oft ungling- unUin um hjartarætur, svo sem Skottugjá, Surtshellir, Yopna- lág og Franz-hellir. Um sögu þessara staða voru unglingarnir jafnan fræddir af þeim eldri, e'r fram hjá þeim var farið. Draugasaga um Skottugjá og útilegumannasaga um Franz- helli voru mjög áhrifaríkar fyr- ir unglinga, meðan þær voru næstum nýjar af .nálinni, og drauga og útilegumannatrú enn í fullu fjöri. Skottugjá ber nafn af atviki, sem nú skal greina: Um og eftir 1830 bjuggu í Kalmanstungu Surtshellir er eitt frægasta útilegu- mannabæli þessa lands. Myndin sýnir niðurhrun, svokallað ,fjárop‘, þar sem sagt er að Hellismenn hafi hrint niður fénu, er þeir stálu austur á Arnar- vatnsheiði. í Borgarfirði fjallagrasa. Kristleifur Þorsteinsson. Jón stúdent Árnason, siðar á Leirá, og fyrri kona hans Halla Jónsdóttir, prests á Gilsbakka. Hvítárvallaskotta, sem þá var magnaður draugur, fylgdi ætt Höllu og þótti hún ekki híbýla- prýði eða búbætir á þeim árum. Að sögn heimilisfólksins í Kal- manstungu gekk hún þar ljós- um logum og ge'rði ýmsan ó- skunda. Skygnir menn gátu stundum bjargað gripiun úr klóm hennar, en af sumum gekk hún dauðum. Kristín, syst- ir Höllu, bjó þá í Víðidalstungu með manni sínum, Jóni Thorar- ensen. Þangað brá Skotta sér við og við og hafði þar ýms skammarstrik i frammi. Eru til margar sögur af hrekkjabrögð- um Skottu frá þessum tímum, en hve'rgi þótti hún verri en í Kalmanstungu á fyrstu búskap- arárum þeirra hjóna, Jóns og Höllu. Eitt vor, sem oftar, sendi Jón Árnason tvo vinnumenn sina til silungsveiða á Arnarvatnsheiði. Segir ekki af ferðum þeirra fyr en þeir eru á heimleið og komn- ir nokkurn spöl suður fyrir Surtshelli, á vegi þeim, sem lá milli Suður- og Norðurlands. Þar situr Skotta fyrir þeim og vindur sér að hesti þeim, sem aftastur var, slítur hann úr lest- inni og kastar honum með öllu, sem á honum var, ofan í hraun- bolla rétt við veginn, er var lítið stærri en það, að geta rúmað einn hest. Mennirnir vildu bjarga hestinum, en gátu hann livergi hrært, svo fast lá Skotta, að þeirra sögn, ofan á honum. Drap hún þar hestinn i höndum þeirra. Eftir þenna atburð var gjáin nefnd Skottugjá. Beinin af hesti þessum liggja enn í gjánni, til sannindamerkis um það, að hann lét lífið á þessum stað. Eftir þennan atburð var draugatrúað fólk mjög óttasleg- ið á þessari leið, og dæmi vissi eg til þess að kona, sem var á ferð á grasafjall, hljóðaði af ótta og bað fylgdarfólkið að reyna að komast aðra leið, svo að hún losnaði við þá ógn, sem henní stóð af Skottugjá. Sagnirnar frá Surtshelli og Vopnalág ægði þá engum, þær voru orðnar svo gamlar. En þó gáfu hinar fornu þjóðsagnir þessum stöðum líf. Annars voru útilegumannasögur margar til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.