Vísir Sunnudagsblað - 05.04.1942, Blaðsíða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ
5
KRISTJÁN GUÐLÁUGSSON:
Gunnlaugur Blöndal
listmálari
»
Kona greiðir sér
Gunnlaugur Blöndal.
íslenzk málaralist er tiltölu-
lega ung, enda má heita að menn
legðu hana ekki fyrir sig ein-
vörðungu fyr en um eða eftir
aldamótin síðustu. Málaralistin
var áður eingöngu tómstunda-
vinna, unnin af hneigð einni, en
eigi þekkingu, enda var árang-
urinn eftir því.
Frá því um aldamót liefir ís-
land hinsvegar eignazt hóp af
ágætum listmálurum. Eru sum-
ir þegar rosknir og landskunnir,
en aðrir ungir og upprennandí.
Hafa ýmsir málaranna getið sér
hið bezta orð hjá erlendum list-
gagnrýnendum, sem, komizt
hafa að þeirri niðurstöðu, að
þeir stæði sumir hverjir ekki að
baki öðrum ágætum listamönn-
um í þessari grein á Norður-
löndum,. Fáir eru þeir hinsvegar,
sem hafa borið hróður Islands
nokkuð verulega út fyrir land-
steina Skandinavíu, þótt þeir
hafi dvalið langan tíma eða
skamman á suðrænni breiddar-
gráðum.
í liópi hinna íslenzku mólara
er einn maður liðlega fertugur,
og getur því kallasl miðaldra,
sem mikla athygli liefir á sér
vakið erlendis. Er það Gunn-
laugur Blöndal. Hefir hann ekki
sýnt verk sín í Evrópu einni, en
brugðið sér yfir til lands sólar-
innar, Japans, og tekið þátt með
frönskum listamönnum í mál-
verkasýningu i Tokio. Verk
hans er einnig að finna á lista-
söfnum i París og á öðrum stöð-
um á Frakklandi, og á Norður-
löndum hefir hann vakið ó-
skipta athygli og unnið sér við-
urkenningu sem liinn færasti
listamaður í sinni grein. Einnig
þar eru mörg af málverkum
lians á söfnum eða i einstakra
manna eigu, en ekki sízt í Dan-
mörku á hann fjölda dáenda.
Má í því sambandi nefna það,
að Chr. Rimested hefir mjög
haldið nafni hans á lofti, og m.
a. ritað um hann itarlega og
merkilega ritgerð, er birtist
framan við myndasafn Blöndals,
er Arthur Jensens forlagið gaf
út árið 1938.
Eg hygg þó að öll erlejid við-
urkenning væri málaranum
Gunnlaugi Blöndal út af fyrir
sig lítils virði, ef liann nyti ekki
einnig hylli og óskiftrar aðdá-
unar eigin þjóðar. Má tvímæla-
laust fullyrða, að einmitt hér í
höfuðborginni kunna menn vel
að meta list hans, og margir af
þeim, sem málaralistinni unna,
télja liann einhvern ágætasta
málara okkar, næmastan fyrir
litum náttúrunnar, djarfan, en
þó á þann hátt, að aldrei er far-
ið út í neinar öfgar, — í fám
orðum sagt gáfaðan og stórlærð-
an listamann.
* * *
Rétt eftir fermingu kom
Gunnlaugur Blöndal hingað til
bæjarins og hóf nám í mynd-
skeraiðn. Honum var það þá
þegar ljóst, að list vildi hann
stunda, en hinsvegar gerði hann
sér ekki þá þegar fulla grein
fyrir því, hvert allt eðli hans
stefndi í rauninni. Hann stund-
aði myndskeranámið af kappi
og tók sveinsbréf í þeirri grein.
Ilann var þó ekki ánægður með
þetta, en hneigðist öllu frekar
að því, að mála og teikna. Hélt
hann svo til Danmerkur til frék-
ara náms. 1 Kaupmannahöfn
lagði hann stund á teikningu, en
fór því næst til Oslo árið 1918'
og slundaði málaranám hjá ein-
hverjum frægasta málara Norð-
manna, Chr. Krogh. Taldi Krogh
hann einhvern efnilegasta nem-
anda sinn, enda unni Gunnlaug-
ur mjög kennara sínum, og tel-
ur hann ennþá þann manninn,
sem hann dái mest og hafi mest
lært af. Dvaldi hann í skóla
Kroghs í tvö ár, en hélt þá til
Parísar til þess að fullnuma sig
enn frekar i list sinni. Er hann
dvaldi í Oslo, var þar haldin
sýning á málverlcum frönsku
meistaranna Renoir og Matisse,
og lelur Rimestad, að þar hafi
hann kynnst hinni djarflegustu
listameðferð, sem mjög hafi
hrifið hann, og það svo, að hann
hafi tekið sér þessa málara til
fyrirmyndar á skólanum,og hafi
Kjrogh þótt nóg um þann ungæð-
isskap. En Iírogh skildi hinn
unga listamann og lét kyrrt
liggja, en beindi honum, inn á
þær brautir, sem hann taldi
honum hollastar, þar til hann
væri fær um að ryðja braut sína
sjálfur í listinni, — velja og
hafna.
Árið 1923 hélt Gunnlaugur
Blöndal til Parísar. Gekk hann
þá um skeið á skóla André
Lhotes. Mat hann þann kennara
sinn mikils, enda var Lhote í
senn stórgáfaður málari og list-
gagnrýnandi, sem. mikið kvað
að. En þótt Blöndal dáðist að
þessum kennara sínum, vár
hann orðinn sjálfstæður í list
sinni, hirti hvorki um „kub-
isma“ né „impressionisma“, þ. e.
a. s. féll ekki fram og tilbað
neina listastefnu, sem þá var
efst á baugi og naut mestrar
hylli ungra listamanna, en valdi
það eitt, sem honurn féll, og
forðaðist allar öfgar i stefnum.
Gunnlaugur Blöndal var of mik-
ill íslendingur í eðli sínu til þess,
Frá Vestmannaeyjum