Nýja dagblaðið - 24.12.1936, Síða 5
N ¥ J A
DAGBLAÐIÐ
5
en þjóðsögn og heilaspuni. Aldrei hefi ég séð um-
jhverfi, sem betur hæfði vættum og kynjaverum.
| SnÖgg eru þau viðbrigði að ríða í hlaðið á Svína-
jfelli, myndarlegum og kyrrlátum bóndabæ í grænu
og gróðursælu umhverfi. Það var kafgras á túninu,
jí garðinum myndarleg tré og útsprungin blóm. Allt
ivar örhljótt, baðað í miðaftanssól.------------Hér
var lífinu lifað í kyrrð og ró eins og ekkert hefði
þorið við, síðan á dögum Flosa, annað en hvers-
idagsstörfin, sem hver kynslóðin hafði af annaii
érft.
i
: Aftur stóð ég augliti til auglitis við veruleika
Islendingasagnanna. Hér bjó Flosi Þórðarson freys-
goða, sem kominn var af Bjama bunu, hersi í
Sogni.----------
; Nafn hans rifjar upp harmleikinn í Njálssögu,
sem átti sér stað á hinu stórbrotna leiksviði, sem
nú blasir við okkur vestur að Lómagnúp, en nær
langt handan við hánn, til Hlíðarenda og að Berg-
þórshvoli, bæ Njáls, sem Flosi varð nauðugur, vilj-
ugur, að brenna, til þess að koma fram hefnd á
jNjálssonum.
! Hvort mun nokkur geta skilið til fulls hinn
isagnræna kraft og djúpu lífsspeki í leikslokum
Njálú, án þess að hafa komið að Svínafelli og riðið
þaðan fram um sandana til strandar?
j „það segja mcnn, að þau yrðu æfilolt Flosa, að hann
færi utan, þá er liann var gamall orðinn, að sælcja sér
'akálavið. Og var hann í Noregi þann vctur. Enn um
sumarið varð hann síðbúinn. Menn ræddu um að vont
jværi skip hans. Flosi sagði vera ærið gott gömlum og
feigum og sté á skip og lét í haf — og hefir til þess
..skips aldrei spurst síðan".
Við vöknum af þessum sögudraumum við það að
!síminn hringir. Frá Skaftafelli er okkur tilkynnt
að nú sjáist til ferðamanna úti á Skeiðarársandi og
muni húsfreyjur okkar vera þar á meðal; hópurinn
væri bráðum kominn að Skeiðará og ætti um
tveggja stunda férð eftir að Skaftafelli.
Þetta kom hreyfingu á okkur, nú var ekki tími
til að dvelja við löngu liðna tíma, ef sú skömm
ætti eklti að henda oltkur að koma of seint til
stefnumótsins, þar sem okkar dagleið var helmingi
styttri.
Hestamir voru söðlaðir í skyndi og á harða
spretti riðum við aftur út á aurana. Svínafellsá
reyndist verri heldur en hún leit út fyrir, straum-
hörð og stórgrýtt. En nú höfðum við hvorki tíma
til að velja vað eða þræða það nákvæmlega. Jóreyk-
ur úti á sandinum færðist óðum nær. Brátt var
hægt að greina sundur hestana og loks varð hrein
og bein kappreið um að komast fyrst að gilinu í
Skaftafelli, þar sem vegurinn liggur upp að bæj-
unum.