Tíminn Sunnudagsblað - 18.03.1962, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 18.03.1962, Blaðsíða 4
Gamli maöurinn spilar Gömlu lögin. Rætt vrð Þorleif _...... l|n Erlendsson kennara fl3ftftíffllfe>£&fl3Kt ’SMfoi&s afrffii&ii&íl Hann opnar dyrnar, orðinn gamall og grár á skegg, — boginn er hann áttatíu og sex árum, en augun blá og skýr sitt hvorum megin við hvasst nefið, sem ber gleraugun á nasavængjunum. Andlitið lang- leitt niður, hökuskeggið stíft eins og æruverðugs biskups og hreyfist hægt með kjálkanum, þegar hann segir: — Komdu inn, mublurnar eru ekki mar'gar, en þaS er bara betra. — Finnst þér það betra? — Já, þær geta verið fínar, en maður gleymir þeim, og þær hætta að vera til. Já, þannig er það, segir hann og gengur inn eftir herbergis- gólfinu, milli stóra orgelsins og bóka skápanna. — Það er öðruvísi með kistuna hérna. Einu sinni var hún full af kæfu. — Hann tyllir löngum fingrun- um á lok hennar. — Það er öðruvísi. — Við erum orðin samgróin. Hún er tvö hundruð ára og ég er sjálfur hálfur yfir á átjáldu öldina með siði og hugarfar. Það eru margar bækur í herberg- inu í hillum og kössum á gólfinu og skáparnir geyma lokaðir enn fleiri. Innst er rúmið gráklætt með háum kodda og gegnt því stendur teiknuð mynd á bókakassa. Þorleifur Erlends son tónskáld stendur á henni, og það eru beiskjudrættir kringum munninn, sem eru hor’fnir úr andliti hans, þar sem hann situr á rúminu andspænis henni og rær fram í gráðið. — Gömlu lögin við Passíusálmana eru þarna á gólfinu, segir hann og hættir að róa. — Þetta eru Passúi- sálmarnir, eins og þeir voru sungnir, áður en Pétur Guðjohnsen kom fr'á Danmörku með „nýju lögin“ og slétt- aði allt út með dönskunni. Það þótti fínt að vera danskur. — Á ég kannske að spila fyrir þig? spyr hann og það lifnar í glóðinni í augunum. Hann sezt á gamla stólinn við orgel ið, hagræðir sér og stillir „gömlu lög unum“ fyrir framan sig. Langir fing- urnir fara leitandi um hljómborðið og leiða fram tónanna, langa og mjúka. Þeir minna á langdregið á- kall, koma einhvers staðar djúpt inn- an úr mannssálinni og hann syngur með gamalli röddu, sem fellur inn í tónana: „Faðir á himnahæð hver fyrir drottins náð, elsku sína oss vottar önd og líkama rnettar" — Þegar hann hættir', litur hann á mig til þess að sjá, hvernig mér lík- ar. — Viltu heyra það aftur? segir hann. — Já. —Þetta er í ætt við gregoríanska sönginn, segir hann svo. Eitt atkvæði gat kannske náð yfir allan tónstig- ann. Og svo sýnir hann syngjandi hvernig eitt atkvæði gat stundum náð yfir allan tónstigann. — Það er mikil tjáning í þessu. Það lifnar yfir honum, og hann segir með sannfæringu: — Já, það er tjáning. Þeir sungu með hjartanu, gömlu söngvararnir, þeir lifðu sig inn í sönginn og léku hann, svo að hvert orð límdist í á- heyrandann. Þeir drógu atkvæðin: „Synd-uuugi maaaaður sjaaá að þér“. En nú hefur fólkið forhert sönginn í hjarta sínu. Það er sönglaust. Hann stendur upp, beygir höfuðið niður að mér, og svipurinn verður strákslegur: —Heyrðu, annars, ertu templari? — Nei, ég er ekki templari. Hann þagnar við og segir síðan: I „ÞEIR SUNGUMEÐ HJART- ) ANU GÖMLUMENNIRNIR" 76 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.