Tíminn Sunnudagsblað - 18.03.1962, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 18.03.1962, Blaðsíða 15
Konur við laugarnar í Reykjavík. Það kom oft fyrir, að konur runnu niður i heitf vatnið og skaðbrenndu sig, iafnvei svo að tii bana dró. Einu sinni drukknaði stúlka i iæk á heimleið úr lauaunum, og það átti sér stað„ að ribbaldar réðust á kon- ur í laugarferðum eða við vinnuna þar inn frá og reyndu að nauðga þeim. Laugarferðirnar voru þvi ekki aðeins erfiðar, heldur gátu þær líka verlð hættulegar. lifum, horfin aftur í tímann og ættum að ganga til verka við þau skilyrði, sem þá voru, myndum við líklega mörg bogna og leggja fljótlega upp laupana. Þetta stafar þó ekki af því, að við séum verr úr gaiBi gerr en gamla fólkið var, heldur hinu, að við erum orðin góðu vön. Við kvörtum kannske daglega yfir hlutskipti okkar, en eigi að síður lifum við slíku sældarlifi í samanburði við gengnar kynslóður, að það hefði þótt óti'úleg spásögn, e£ einhver hefði sagt slíkt fyrir. Á margan hátt býr1 nálega hver maður við betri kjör og aðbúð en aðals- menn og stórhöfðingjar fyrri tíðar. En þótt gömlu lífskjörin yrðu okk- ur líklega um megn, mörgum hverj- um, ef við ættum skyndilega að hverfa að þeim aftur, þá höfum við þó vonandi erft eitthvað af þeirri seiglu, sem konurnar, er stóðu í stokk freðnuim pilsum með klappið á þvotta bólinu í brunagaddi, voru gæddar í svo ríkum mæli. Seiglan var þeim dýrmætur eiginleiki, og það er hún enn í dag, þótt margt hafi breytzt Á morgun er þvottadagur hjá mörg um konum. Þá munu þvottavélarnar suða í kjöllurunum. Það bullsýður í rafmagnspottunum, og enginn hörg- uli er á þvottaefni. Rafmagnsvindur strjúka vatnið úr flíkunum að lokn- um þvotti. Okkur finnst þetta ekki nema sjálfsagt. En við erum fyrsta kynslóðin, sem þykir þetta sjálfsagt, og það er eiginlega of snemmt, að við gleymum því, að þessu var á ann an veg farið til skaipms tíma. Yfirleitt ættum við að leggja stund á að muna fortíðina. Þar liggja rætur okkar, og án nokkurs skilnings og þekkingar á liðnum tíma, erum við sem rótlaust flak. Okkur kann að ofbjóða, að áar okkar skyldu nota keytu til þess að þvo þær flíkur, sem vanda átti þvott á, nærföt og annað fleira. Það er miklu þrifalegra að nota þvottaefni nútímans. En vaninn helgaði þetta sem annað, og keytu- notkunin var ekki talin óþrifnaður, heldur þrifnaðarregla. Þess vegna verðum við að líta með hugarfari gamla tímans á það, sem honuim kem ur við, ef við eigum að geta kveðið upp réttláta dóma. Við getum ekki dæmt venjur og atvik horfins tíma réttlátlega með því að leggja á slíkt þá mælistiku, sem nú þykir sjálfsögð, heldur verðum við að gæta þess, hvað þá var gott og gilt. TÍMINN — SIJNNUDAGSBLAÐ 87

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.