Tíminn Sunnudagsblað - 18.03.1962, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 18.03.1962, Blaðsíða 19
v KONAN MÍN DÁLÍTIL GAMANSÁGA eftir, svo sem hans var von og vísa. Nú sáu þeir félagar óvœnta sjón. Skál mikil var ofan í kollinn á fjallinu, á að gizka þrír milufjórðungar ummáls. Á botni skálarinnar var hvít hella, sem þeir œtluðu vitan- lega í fyrstu, að væri hjarn. En þar eð þeir voru tortryggn ir sem postulinn Tómas forð- um og vildu allt rannsaka af gaumgæfni, klöngruðust. þeir við mikla áhættu niður i þennan gíg. Þarf ekki að fjöl yrða um undrun þeírVa, er þeir komust að raun um, að þetta var salthella. Þvi miður gátu þeir ekki kannað hve þykk salthellan var, en þess v,rðu þeir áskynja, bœði af hugviti sínu og nákvœmri rannsókn, að þarna hafði i fyrndinni verið salt vatn, sem nú var þornað upp. Höfðu þeir þó slzt átt þess von, þarna uppi á fjallstíndinum. Þegar þeir höfðu nógsam- lega skoðað þetta merkilega fyrifbœri, fóru þeir niður af fjallinu á sama hátt og þeir höfðu komizt þangað upp. — Þarflaust er að geta þess, að með miklum virktum Tcvödd- ust þeir, þýzki greifinn og Bondarikjamaðurinn, að liðnu þessu œvintýrasumri. Þess hefur verið getið til, að hetjusaga þessi hafi verið dálitið rangfærð útgáfa ein- hverrar frásagnar af rann- sóknarferðum Þorvalds Thor oddsens um fsland. En það hefur ef til vill blandazt hér saman við, að árið 1891 ferð- aðist landgreifinn af Hessen, , viða um ísland, þótt hann ', raunar nefndi sig Godendorf greifa, og árið 1890 og 1891 var hér á ferð enskur mað- ur, Frederick Howell, sem gekk á fjöll, meðal annars Ör- œfajökul, og skrifaði síðan bók wn landið og þessar ferð- ir sinar og birti í henni mynd af vatnskerum þeim, er myndast á söndunum i Skafta fellssýslu, þegar þar bráðna jakar, er borizt hafa fram i hlaupum. Já, vissulega er það satt, að drykkjugildi pi.parsveina eru skemmtileg, full af lífi og hlátri og hálfkveðnum vísum, en engin gildi eru þó jafn skemmtileg og drykkju- gildi kvæntra manna. Þeir eru svo ánægðir yfir að losna úr klónum á eiginkonunum, að þeir sleppa beizl- inu alveg fram af sér, og eins og allt fólk, sem hlotig hefur dýrkeypta reynslu, eiga þeir ótal skemmtilegar minningar frá hinum gömlu og góðu piparsveinadögum. Eg var í einu slíku gildi fyrir sikömmu. Það var Georg, sem sagði fyrstu sögu kvöldsins, sem fjallaði um það, þegar hann fór með tveim stúlkum í skemmtiferð frá Mont- martre til St. Cloud. — Það kemur vatn I munninn á mér, sagði einn okkar þegar hann heyrði söguna, og bætti við með trega: Ó, að við gætum lifað þetta allt aftur! — Þag er furðulegt, hvernig við fórum að því að lenda í snörunni, hélt Georg áfram: Maður strengir þess heit að kvænast aldrei, en viti menn, — á vordegi, þegar þú ert í góðu skapi og allt leikur í lyndi, blóm og konur í kringum þig, veiztu ekki fyrr en ein þeirra er búin að hremma þig fyrir fullt og allt. — Já, þannig var það einmitt með mig, hrópaði Pétur upp yfir sig — nema það var við alveg sérstakar aðstæður. — Já, en þú þarft nú ekki að bvarta, greip Georg fram í. Þú átt beztu konu í heimi! Þú ert miklu hamingjusamari en við hinir! — Það getur verið, sagði Pétur, ekki er það mín sök. Ég veit, að ég á fullkomna eiginkonu. en ég kvænt- ist henni gegn vilja mínum. — Þú ætlast þó ekki til, að við trúum því? — Jæja þag er víst bezt, að ég segi ykkur söguna, eins og hún gekk fyrir sig .... — Ég var þrjátíu og fimm ára, og það 'hefði fremur hvarflað að mér að hengja mig en kvænast.. Mér fannst ungar stúlkur allt annað en skemmti- legar, — mér hundleiddust þær. D'ag nokkum var mér boðig í brúð- kaup frænda míns, Símonar, sem bjó f Normandy. Þetta var á fögrum vor- degi og brúðkaupsveizlan ósvikin: Það var setzt að borðum klubkan fimm og étið stanzlaust til klukkan ellefu um kvöldið. Ég var skikkaður til þess að vera borðherra dóttur uppgjafafursta. — Hún var í einu orði sagt hræðileg. Hún hékk á mér, masaði við mig í sífellu, borðaði með mér og dansaði við mig. — Ég ákvað að flýja þegar næsta dag. Þegar leið á kvöldið, fóru konurn- ar til herbergja sinna, en mennirnir héldu áfram að rabba saman, re’rkja og drekka. Úti í garðinum var sveita- fólk að dansa f tunglsljósinu við undirleik tveggja fiðla og klarinetts og allir sungu hástöfum. Tvær stór- ar ámur stóðu hlig við hlið á flötinni, önnur full af rauðvíni, en í hinni var eplamjöður og borðin voru hlaðin bjúgum og osti handa dansfólkinu. Ég gat ekki stillt mig um að taka þátt í félagsskapnum. Eg var þegar orð inn þéttkendui og fljótlega tókst mér að verða enn þéttari, ég handsamaði feita sveitakonu og hoppaði með hana til og frá um dansflötina, þang- að til hún féll á kné og baðst vægðar. Eftir það fékk ég mér vænan slurk úr rauðvínsámunni og gómaði eina magra. Síðan drakk ég af eplamið- inum, og eftir þag gat ég alis ekkl dansað. Klukkan fjögur um nóttina sat ég einn í garðinum og brosti ánalega við trjánum. Mig langaði til að fara upp í herbergið mitt, en þag var alls staðar slökkt og allir í fasta- svefni, og ég hafði engar eldspýtur. Ég var nær fallinn yfir tröppuhand- riðið, því að tröppurnar gengu í bylgjum, svo ag ég settist á þær til þess að reyna að komast að raun um, hvar ég var. Og smám saman fékk ég eitthvert óljóst hugboð um, að herbergið mitt væri á annarri hæð, þriðju dyr til vinstri. Ég stóð á fætur og skjögraði upp stigann eins og ég væri að klífa Alpana, féll hvað eftir annað um tröppurnar og sjálfan mig, en að lokum tókst mér ag komast upp á tindinn. — Til vinstri, vinstri, muldraði ég, þrjú, þrjú. Og skyndilega rakst ég á dyr og eftir það vissi ég hvorki í þennan heim né annan. Mig rámar aðeins i, að ég sneri lyklinum í skráargat- inu, opnaði hurðina, lokaði, hneig niður á gólfið, klæddi mig úr skónum (það tók mig um það bil klukku- stund), buxunum, og vestinu, skreið síðan upp í rúmið og sofnaði eins og steinn. Ég hrökk upp vig karlmannsrödd, sem sagði rétt við eyra mitt: — Vakn- T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 91

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.