Tíminn Sunnudagsblað - 18.03.1962, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 18.03.1962, Blaðsíða 8
Torfalækjar-Biörn dæmdur undir vönd IX. Rannsókn Björns sýslumanns Blön- dals á tildrögum að dauða Ólafs Ingi- mundarsonar varð löng og ströng. Hann reið þetta haust um héraðið og stefndi miklum fjölda vitna. Var mjög dorgað eftir því, sem Birni á Torfa- læk mátti til ávirðingar horfa um breytni. En svo fór, að hann fékk oftast góðan vitnisburð, ef undan voru skilin kvennamál hans. Þó var sumra mál, að honum væri gjarnt til heitinga, þegar hann reiddist, og á daginn kom, að hann hefði átt svipt- ingar við tvo aðra en Ólaf á Torfa- læk. Var þá leitazt við að draga fram í dagsljósið, hvort hann hefði ekki tekið þessa menn kverkatökum í á- flogunum. Björn á Torfalæk varðist af mikilli hörku og synjaði þess jafnan harð- lega, að hann hefði meira að gert í áflogunum við Ólaf en hann hafði þegar sagt, og einkum synjaði hann þess mjög þverlega, að hann hefði nokkum tíma tekið um háls hans eða fyrir kverkar honum. Annað heima- fólk á Torfalæk vildi ekki neinu auka við framburð sinn, þótt sumt af því hvarflaði í smáatriðum frá sumu af því, sem það hafði áður sagt. En mjög hlýtur hann að hafa verið ugg- andi um sinn hag um þessar mundir, enda margt, sem að steðjaði sam- tímis. Prófasturinn á Melstað, séra Hall- dór Ámundason, kom austur til þess að jarðsyngja Ólaf, og þegar hann sneri heim frá jarðarförinni, tók hann Ástríði, dóttur sína, með sér heim. Var hún harla treg til fararinnar, en svo hlaut að vera sem prófasturinn vildi, og mátti segja, að hann hefði hana br'ott með sér nauðuga. Um svipað leyti var á ný tekið að Iýsa með þeim Holtastaða-Jóhánnl og Medóníu Guðmundsdóttur, og voru þau gefin saman litlu síðar. Sjálfur var Björn settur í varðhald á Hjalta- bakka. í varðhaldinu hefur hugur hans vafalaust bæði hvarflað vestur að Melstað, þar sem Ástríður sat með nauðung í foreldrahúsum, og að Holta stöðum, þar sem rammasti óvinur hans, Jóhann, hvíldi í brúðarörmum. En það gat verið Birni nokkur hug- fró, að Holtastaða-Jóhann hafði ekki tekið við Medóníu konu einsámalli, því að fundir þeirra Björns vorið Torfalækjarmál - 3. frásöguþáttur áður höfðu borið þann ávöxt, að hún var á steypinn komin. Eftir áramótin ól hún dóttur, sem skírð var Ingi- björg og kennd Birni. Það var fjórða barnið, sem hún hafði eignazt utan hjónabands. En því fór samt fjarri, að hún þyrfti svo mjög að blygðast sín gagnvart bónda sínum Það stóð r.efnilega svipað á fyrir honurn Sömu 80 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.