Tíminn Sunnudagsblað - 18.03.1962, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 18.03.1962, Blaðsíða 5
— Ég er templari, strangur templari. Samt vil ég ekki krossfesta menn, jþótt þeir súpi á. — Þú ert ekki templ ari? — Nei. — Þá ætla ég aS bjóða þér koníak. Læknirinn minn segir, að ég eigi að taka þrjá sopa á morgnana. — Var mikið sungið, þegar þú varst að alast upp? — Það sungu allir. Það þótti minnk un að geta ekki sungið. Fólkið söng Ijóðin og lögin, sem það hafði lært í barndómi og alltaf sungið, og það söng af gleði. Það söng í fjósinu, úti og inni og alls .staðar, alltaf syngj- andi. ICerlingarnar rauluðu við rokk- inn í rökkrinu og teygðu lopann með viðeigandi sálmi og kunnu sæg af lögum. Við krakkarnir rauluðum und ir og spurðum og spm-ðum um vís- urnar. Svo settumst við á einhvern bálkinn f fjósinu og sungum hvert í kapp við annað. — Og hann rær fram í gráðið. Svipur hans hýrnar og hann kveður: í þann tíma ríkti í Róm ræsir einn á láði, ki'istnum veitti dauðadóm drottinsvinina þjáði .... —Þetta gat maður þulið, þótt maður skildi ekki eitt einasta orð. Við þurftum ekki að skilja það til að muna það. Það kom í kollinn og sat þar fast. Og svona var það með margt fólk, sem kunni sögur. — Það var ein kona, sem köluð var Sögu- Gudda. Við vorum sólgnir í að fylgja henni yfir ána heima, þá fengum við sögu á leiðinni. Hún var full af sög- um og kunni þær orðrétt, þótt hún skildi þær ekki sjálf. Hún sagði okk- ur eins og ekkert væri, Bósa-sögu og Herrauðs alveg orðrétt og hefði ein- hver dirfzt að segja henni, hvað orð- in þýddu og hver meiningin væri hjá Bósa, hefði hún áreiðanlega orðið æf. — Kanntu sögurnar og ljóðin enn þá? Hann skellir hendinni á lær sér og finnst spurningin fjarstæða, bendir á vegginn fyrir framan sig: — Árið 1880 er eins og upp á þilið þarna. Það er líkt og að sitja og horfa á bíómynd. — Minnið er trútt af æf- ingu. Ég get farið með fyrir þig enn þá hvað sem er úr kverinu eða kannske viltu heldur Jónsbók? — Og svo hellir hann út úr sér orðunum í einum flaumi: — Sólin á himni hefur formyrkvazt. Þeir, sem jörðina hafa búið, hafa gengið formyrkvaðir í sínum þönkum vegna harðúðar hjarta þeirra . . . — Já, ég sé þér finnst það mergjað. Ég skildi ekki stakt orð í þessu þegar ég var barn, en við gleyptum allt í okkur við hvert tækifæri. — Einu sinni átti ég að fara að smala með nýja vetrarmanninum, en þá sá ég nýja bók með rímum liggja á rúminu og kíkti í hana. Svo gleymdi ég mér auðvitað og hann var búinn að smala, þegar ég kom út. Ég hélt, að hann myndi húðskamma mig, en þá sett- ist hann bara upp á mæni og fór að kveða rímur við raust. Þetta var svo mikill indælismaður, hann Helgi. — Tók gamla fólkið mikið mark á Jóni? — Það varð allt að vera eftir Jóni meistara í daglegri umgengni. Hann og Hallgrímur Pétursson voru hæsti- réttur. Gamla fólkinu þótti vænt um þá, og sumir kunnu Biblíuna utan- bókar. Það varð allt að vera svo al- varlegt. Samt gat það verið kátt og glensfullt í veizlum. Ungu mennirn- ir urðu svo skratti hæðnir og tiltekt arsamir upp úr þjóðhátíðinni. Það þoldi gamla fólkið illa, því að meist ari Jón gefur öllum þeim passa beina leið til helvítis, sem smána Krist og hans limi, eins og það er orðað. Nei, ekkert kjá eða kjánaskap. — Hvernig líkaði garnla fólkinu „nýju lögin“? — Það söng gömlu lögin áfram eða þagði. — Þegar séra Árni kom með nýju lögin í Borgarkirkju, söng Guð- mundur gamli Ingimundarson, for- söngvari, gamla lagið. Hann grenjaði yfir allt, svo að ekkert annað heyrð- ist. Það líkaði gömlu mönnunum vel og hlógu kuldahlátur. Þeir kunnu að segja sína meiningu, gömlu mennirn ir, það þýddi ekkert fyrir ekihvern nýjan prest að setja þá á kné sér. Þeir höfðu lag á að láta kjarna máls- ins koma fram og ekkert annað. — Mér þykir vænt um að geta gefið út „gömlu lögin“ fyrir þetta löngu liðna fólk. „Nýju lögin“ eru náttúrlega möi'g falleg, en þau eru bara ekki íslenzk. — Ertu viss um, að þú farir rétt með þau? — Já, hví skyldi ég ekki kunna þau eins og vísurnar og rímurnar, sem gamla fólkið fór með? Hann gengur að glugganum með elli í sporum, horfir út og finnst hann vera orðinn gamall. — Líkaminn er farinn að gefa sig, segir hann upp úr eins manns hljóði. — Það er verst, hvað ég er orðinn linur við að spila. Hann þagnar, geng ur sömu sporum að rúminu, sezt og hvílir æðaberar hendurnar á knjám sér. — Jónas Helgason organisti kenndi mér að spila. Hann vildi ,að ég færi í hljómlistarskóla í Kaupmannahöfn, en ég þurfti að fara heim að smala ánum. Maður fékk ekki smjör fyrir að gaufa í tónlistarskóla í Kaup- mannahöfn. Hann verður hugsi andartak, og andlitið hverfur inn í sjálft sig, en sfeyndilega koma brosglampar í aug- un og hann segir hlæjandi: ~ — Jónas sagði við mig, að hend- urnar á mér væru eins og hanaklær. Jónas var mikill maður, og góður var hann líka. — Þú hefur samið lög. Ætlarðu að leyfa mér að heyra eitthvert? — Kannske ég leyfi þér að heyra eitt, sem ég gerði í sumar, þegar mér gekk illa að snfa. Ég ætla að biðja hann Freystein að yrkja við það fyrir mig, svo að það verði sungið yfir mér, þegar ég kveð kóng og frú. Hann sezt við orgelið, og lagið sprettur fram undan fingurgómum hans, tónarnir langir og mjúklr og minna á kveðju. Birgir — — I—% —h, 1 t mM Jí M mm J i i m a i 1L® p m b i m_ ð m jm l m a r B P llt rnitl t 1 yarta oc róm - ur mzð T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 77

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.