Tíminn Sunnudagsblað - 18.03.1962, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 18.03.1962, Blaðsíða 16
GUNNAR DAL: MINNING 1. Af dætrum vorsins fæðist ástin fyrst og fögnuð nýjan syngur rauðri jörð: hið mikla Ijóð, sem ekkert skáld fær ort, og óð þess blóðs, sem fyllir hjarta vort af þrá og þakkargjörð. _ Hver sem þér mætti getur aldrei gleymt, sem gleði þína og sorg í hjarta fann, sá blik þitt, tár þitt, bros á konuvör, er brjóst þín risu og hnigu mjúk og ör, og sól til sævar rann. Þú sem af dætrum vorsins fæðist fyrst og fegurð andar létt á kvist og grein, nú leiddu þau, sem áður úthýst var, til Edens heim. — Vor paradís er þar sem ástin ríkir ein. II. Lík var ást þín Ijúfu kvæði, Ijósperlu á veikum þræði, sem mær við brjóst sér ber. Sandsins heitu nátta nauztu, og nakin gullna hlekki brauztu, og gullkálf gerðum vér! Meðan fjallið Móses gistir mun ég drekka, er mig þyrstir í dansi hins gullna glaums. Fylgi aðrir feigum-vonum, fariseum, ambáttunum í ~borg hins dauða draums. Lík var ást þín Ijúfu kvæði Ijósperlu á veikum þræði, er mær við brjóst sér ber. Fyrir steina fjallsins dauða færðir þú mér eplið rauða, sem grær á tregans grein. III. Að fótum jarðar fellur nótt og grætur. — Fegurð þín af leiði sínu stígur, svipur hennar fornar leiðir flýgur, flögrar inn í rökkurheima nætur. Hrynur lauf í haustskóg minninganna, horfið sumar rauðum blöðum þekur, og yndi mitt, sem ekkert framar vekur, undir sínum mjúka feldi grefur. Stíga tregans ungu álfafætur á allt, sem hér í þessum skógi sefur. ( Að fótum jarðar fellur nótt og grætur. Hrynur lauf í haustskóg minninganna. Hálfur máni skín á blöðin auðu, blöðin föllnu, blöðin visnu, rauðu, sem blóði eru skráð úr hjörtum manna. — Hvar er hlátur sumarsins og söngur, sóldagar, er hvíldu á brjóstum þinum, næturnar, er skýldu f skugga sínum, skarlatrauðri vör og augum Ijósum? — Laufin falla, dökknar draumaborgin. Dísir mínar safna bleikum rósum. Minningin og systir hennar — Sorgin. 88 T t M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.