Tíminn Sunnudagsblað - 18.03.1962, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 18.03.1962, Blaðsíða 14
Færeyskur þvotfabali me5 svigagjörðum og bretti með þverskorum. i jiþurfti kalksins við. En væri það ekki l'til, mátti hvort heldur vildi, sjóða hvíta sfceinsápu, öðru nafni skegg- sápu, eða blautsápu. Við suðu á steinsápu var aðferðin sú, að hreinni pottösku var blandað í óslökkt kalk að einum þriðja eða ó- hreinni þa.ngösku að þremur fjórðu, ef hún var notuð. Yfir þetta var helit vatni og hrært í. Síðan var lögurinn látinn síast í ílát. Þetta mátti gerast þvívegis, og skyldi eg.g fljóta í legin- um, sem fyrst fékkst, sökkva til hálfs í því, séim af rann í annarri atrennu, en fara til botns í daufasta lútnum. Næst voru þrír lítrar af bezta leg- inum látnir í ketil, ásamt sjö eða átta lítrum af feiti eða góðu, sjálfr'unnu hákarlaiýsi, og þessi blanda soðin hvíldarlaust í átta klukkustundir og hrært í. Átti að bæta í ketilinn dauf- asta leginum, eftir þv-í-sem upp guf- aði. Þá var tekið til að smábæta í ket- ilinn af þeim lútnum, er meðalsterk- astur var, og skyldi þannig soðið í fjóra til fimm klukkutíma til viðbót- ar. Þá var hellt í ketilinn í einu lagi því, sem eftir var af sterkasta lútn- um. Nú var þess að vænta, að sápan væri senn fullsoðin. Tóku þá að rísa upp stórir, seigir gúlpar, sem brustu treglega í sundur. Þá var fullsoðið, ef maukið hreinsaði sig vél af þvör- unni, þegar hún var tekin upp, og storknaði fijótt. Nú var aðeins eftir síðasta handtakið — að ausa mauk- inu upp í mót með götum á, svo að lútur sá, sem enn var í sápunni, gæti sigið úr henni. Að tveimur eða þr'em- ur dögum liðnum mátti skera sápuna í sundur í stykki. Svona urðu íslenzkar húsmæður að fara að fyrir hundrað og sjötíu árum, ef þær vildu eignast gnægð sápu. Blautsápa eða grænsápa var búin til með svipuðum hætti, úr óhreins- aðri þangösku til helminga á móti kalki. í hana var notað lýsi, sem ekki þurfti mjög að vanda, enda fór löng- um orð af því, að hún væri daunill. Hún var ekki soðin til slíkrar hlítar sem steinsápan, enda ekki ætlað að storkna. Græni liturinn fékkst með efni, sem nefndist lákkmús, einhvers konar jurtafeiti. Það mun aldrei hafa verið búið til hérlendis. Þangbrennsla og sápusuða var eitt- hvað stunduð um skeið, að því er Magnús Stephensen hermir í ritum sínum. Árið 1807 hóf danskur sápu- gerðarmaður, Morten Reidt, þang- brennslu á Seltjamarnesi og tókst. Þó varð ekki framhald á þessu og eru ekki líkur til, að þessi vinnubrögð hafi náð mikilli útbreiðslu. Blessuð keytan fékkst með svo miklu minni fyriilhöfn, og ekki þurfti að láta hana margrenna í gegnum sama tunnugatið. Hún var náðargjöf sjálfr- ar náttúrunnar, sem kynslóðirnar höfðu notfært sér við þvotta, og þorri fólks var tregur til þess að tileinka sér nýja siði, sem kröfðust mikils starfs. Þess vegna hélt hún velli, þar til sápukaup í kaupstað leystu hana af hólmi, þrátt fyrir viðleitni þeirra Benedikts, Sveins og Ólafs til siða- bótar. Það verklag, sem hér hefur verið Iýst, og sá þrældómur og vosbúð, er því fylgdi, þykir kannslce allt að því broslegt. En við þetta urðu formæð- ur okkar að búa, kynslóð fram af kynslóð. Og að sjálfsögðu gefur þessi frásögn aðeins óljósa hugmynd um erfiðleikana, er á þeirra dögum voru ekki annað en daglegt brauð — hið sjálfsagða, óumflýjanlega strit 1 dag- legri lífsbaráttu. Værum við, sem nú Þvottastóll úr Ásubergsskipinu. 86 T f M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.