Tíminn Sunnudagsblað - 18.03.1962, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 18.03.1962, Blaðsíða 12
1, Um langan aldur hafa konur borið þvott sinn til lækjar eða vatns, skol að hann þar og klappað, jaínt í sum- arblíðu sem vetrarhörlcum. Kynslóð eftir kynslóð hefur gengið götuna að þvottabólinu, og dóttirin hefur staðið þar í sömu sporum og móðir- in og amman. Öld fram af öld hefur sami staðurinn verið notaður, flík- urnar skolaðar í sama pyttinum og klappaðar á ,sama steininum. Það er fyrst nú á síðustu áratugum, að nýr tími hefur runnið upp. Gatan til lækjarins gerist sjaldgengin, þvi að vatn hefur verið leitt i nálega öll hús á landinu, og í þvottahúsunum skarta rafmagnstæki — rafsuðupott- ar, þvottavélar, þurrkarar og strau- vélar, jafnvel svo stórar, að lök eru látin renna í gegnum þær án þess að brjóta þau saman. / Nú skortix heldur ekki sápu og þvottaefni til þess að auðvelda þvott- inn. Sú var tíð, að þessu var öðru vísi farið. Fyrir rúmum hundrað árum voru þau ófá, heimilin íslenzku, þar sem þolanlega þótti í lagt, að kaupa eitt eða tvö pund af blautsápu og lít-_ ið eitt nf handsápu á ári. Það talar sínu máli, að lengi kölluðu íslending- ar alla mótaða sápu skeggsápu. Hún hefur upphaflega verið munaður, sem karlmenn leyfðu sér við rakstur. Fyr- ir tvö hundruð árum var alls ekki notuð sápa á íslandi, nema á heimil- um örfárra manna, er átt höfðu lang- dvalir í Kaupmannahöfn og kynnzt þar þessum munaði. Samt mun sápu- notkun hafa verið mjög lítil hjá al- þýðu manna hvarvetna á Norðurlönd- um, ekki síður en hér, þótt sápu geti þar þegar á sextándu og seytjándu öld. Sóda var ekki farið að nota þar almennt fyrr en á miðri nítjándu öld. Kunnugt er, að upp úr miðri öldinni var á sumum sveitaheimilum dönsk- um keypt hálft pund af sápu og hálft pund af sóda fyrir jólin. Við þvotta var sápa lengi vel notuð af slíkri sparsemi, að glöggum húsmæðrum þótti ekki annað hlýða en þær bæru hana sjálfar í fatnaðinn, þótt vinnu- konurnar önnuðust sjálfan þvottinn, og þá aðeins á líningar og hálsmál. Fyrir daga sápu og sóda og raunar lengi síðan, voru keyta og aska hjálp armeðöl kvenna við þvottana, auk fiskgalls í verstöðvum. Svo var um öll Norðurlönd, og þó var keytan ein- ráðari hérlendis og í Færeyjum en á meginlandinu. Við ullarþvott hélt hún víða velli," meðan ull var þvegin foeima, áður en farið var með hana í kaupstað, og munu flestir miðaldra menn, sem upp fæddust í sveit, hafa borið keytu í þvæli og star'fað að þvotti ullar, er soðin var í keytu. Hin sama er sagan í Færeyjum. Einnig þar var keyta notuð til skamms tíma við þvott á ull og ullarfatnaði. Það-er líka vitnisburður fólks í byggðarlög- um, þar sem fuglabjörg voru nytjuð, að fram á þessa öld hafi heit keyta verið eini þvottalögurinn, sem völ var á til þess að leysa úr fatnaði hina daunillu spýju fýlsins. En keytan var ekki einungis notuð við fataþvott. Sveinn Pálsson, læknir, greinir frá því, að af henni geri fólk sér hárlöður til höfuðþvottar. Séra Þorkell Bjarnason á Reynivöllum hermdi eftir gömlum manni á Kjalar- nesi, að hann hefði kiingum 1830 séð prest taka næturgagn sitt á sunnu- dagsmorgni, áður en hann hóf messu, skorða það á milli hnjánna og þvo sér úr því um hendur. Má af þessu álykta, hvort kotungar hafa ekki væri ekki klappaður, heldur troðinn með fótunum niðri í vatninu. Sá sið- ur virðist hafa haldizt í Skotlandi fram á átjándu öld, þótt kaldsöm vinna hafi það verið að vetrarlagi. Sums staðar var Hka þvegið úr sjó, þar sem örðugt var um ferskt vatn. Þar var sótzt eftir því að þvo í stór- rigningu eða þegar horfur voru á miklu regni, svo að seltan rynni úr flíkunum. Að öðrum kosti urðu nær- föt þvöl og óþægileg, þótt þau ættu að heita þurr. 3. Þvottadagarnir voru svo sannarlega ekki teknir út með sitjandi sælunni KONURNAR VIÐ brugðið slíku fyrir sig, úr því að prest urinn gerði það. Það er líka í minni þsiria, sern enn lifa, að stöku menn áttu til í æsku þeirra að þvo sér um hendur með svipuðum hætti og úr sama legi, áður en þeir gengu til starfa, sem þeirn þótti sérstaks þrifn- aðar þurfa við, svo sem ef þeir ætl- uðu að gera til kind. Og við skulum ekki glotta of illkvittnislega á kostn- að feðra okkar. Þessi þvottalögur hef- ur fengið á sig stimpil vísindanna. Þekkt fyiirtæki í útlöndum, Henkel & Co., hefur orðið sér úti um einka- leyfi á þvottaefni, sem unnið er úr keytu, og í fyrirlestri, sem dansk- ur verkfræðingur, G. Bjarnö, flut.ti fyrir tuttugu og fimm árum, var gerð grein fyrir leyndardómum þessa gamla þvottalagar: Við hita losnar nefnilega úr læðingi ammoníak og kolsýra, sem í honum er. 2. Þær aðferðir við fataþvott, sem haldizt hafa til skamms tíma, eru æva fornar, sem og tæki þau, sem notuð voru. í Ásubergsskipinu norska fannst bæði klapp og þvottastóll, — sem notað var í stað steins til þess að klappa á, þar sem ekki voru steinar við vötn eða læki. Þessir þvottastólar voru einkum tíðir í Danmörku og í sléttlendum héruðum Svíþjóðar og Norcgs, þar sem ekki voru hentugir steinar við þvottabólin. Þeir voru ým- ist skorðaðir úli i vatninu, þar sem konurnar stóðu við þá, rennvotar upp að hnjám, jafnvel daglangt, eða ann- ar endinn var lagður upp á bakkann. Voru þá fæturnir undir þeim endan- um styttri. Til hefur einnig verið, að þvottur fÐSK, ÞVOTTATÆKI ( hjá formæðrum okkar. Fyrst varð að sjóða þvottinn og þvæla eftir tízku hvers lands í reykjarsvælu eldhús- anna eða á hlóðum undir berum himni. Jafnvel þvottabrettin eru til- tölulega ungt hjálpartæki, og voru hin elztu og frumstæðustu þeirra að- eins fjalir með þverskorum. Hér á landi komu þvottabretti af svipaðri gerð og okkur eru hugstæðust, ekki til sögunnar fyrr en 1870—1880. Brett i.n með bylgjuglerinu hafa þótt mikil nýjung, þegar þau komu fyi'st í verzl anir. Fyrir daga þvottabrettanna hafa þvottakonurnar orðið að nudda þvottinn milli handanna, og geta má sér til þess, að þær hafi orðið sár- hentar við það starf. Annars eru klappir við læki og vötn sjálfsagt fyrstu þvottabrettin, sem notuð hafa verið. Ekki tók miklu betra við, þegar lokið var eldhúsvinnunni við þvott- inn: Að standa yfir honum við læk- inn, kannske á hálli skör í frost- hörku og klappa hann og skola loppn um fingrum. Hinir síðu faldar þungra vaðmálspilsanna stokkfrusu, svo að pilsin gátu að lokum staðið ein sér. Erfitt var að verjast því að vökna í fætur, því að ekki var fótabúnaður- inn að jafnaði merkilegur. Mörg kon- an hefur orðið að þvo úti að vetrar- lagi í öllum veðrum án þess að eiga skinnsokka á fæturna, enda kannske ekki venja að konurnar notuðu þá. Og ekki kom til mála að hverfa frá hálfn uðu verki. Það var ekki um annað að gera en blása í kaun og halda áfram. Laugar voru að sjálfsögðu notaðar til þvotta, þar seni þess var kostur. Á engum stað á íslandi hafa jafn- margar konur staðið við þvott sem 84 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.