Tíminn Sunnudagsblað - 18.03.1962, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 18.03.1962, Blaðsíða 7
Bronsstytta, sem fannst við uppgröft nítján öldum eftir að Vesúvíus hellti úr skálum reiði sinnar yfir Pompej og Herculaneum. frægar og slcráð nöfn þcirra á cpjöld sögunnar. Þeim atburðum, sem hófust þann 24. ágúst og héldu áfram næstu daga, hefur hinn ungi stúdent, Plíníus yngri, lýst í bréfi til vinar síns, hins merka sagnfræðings, Tacitusar. Um eittleytið þann dag kom móðir Plíníusar yngra inn í vinnuherbergi bróður síns, Plíníusar eldra, og skýrði honum frá því, að miklir skýjabólstrar, sem væru óvenjulega lagaðir, umlykju brúnir Vesúvíusar. Þessi tíðindi vöktu samstundis áhuga náttúruskoðandans, og hann flýtti sér út og sá ský, sem teygði sig eins og ótal marglitir þræðir tií himins. Ranns'óknarástríða hans var vakhi: Hann skipaði svo fyrir, að honam yrði látinn í té bátur, svo að hann gæti rannsakað þetta náttúrufyrir- brigði nánar, en orðsending frá vin- konu hans, sem bjó við rætur fjalls ins, kom honum til þess að breyta um áætlun, og í stað þess að fara einn á smákænu, hélt hann úr höfn á -fiaggskipi flotans, ákveðinn í því, dð gera það, sem í lians valdi stæði, til þess að koma hinu nauðstadda fólki ti.l hjálpar, en jafnframt tók hann með sér rannsóknartæki sín, svo að hann gæti gert vísindalegar athuganir um leið. — Hann kom aldrei til baka. — Hann varð fórn- arlamb náttúruhamfaranna í þessum björgunar- og rannsóknarleiðangri, sem svo margir aðrir. .-.ieiðmgar þessa mikla eldgoss Vesúvíusar komu þó fram með ólík- um hætti í Pompej og Herculane- urn Fjallið slöngvaði vikri og gló- andi ösku yfir Pompej og spjó eit- urgufum úr vitum sínum, svo að fjöldi borgarbúa beið bana á flótta undan ófögnuðinum. Borgin grófst fljótlega undir sex til sjö metra þykkt ösku- og vikurlag, sem smárþ saman harðnaði og varð að þykkri skorpu. Húsin hrundu til grunna. Yfir Herculaneum féll hraun, aska og gjall, eins og steypiregn væri, og þrcngdi sér inn um allar smugur, og myndað'i lag, sem sums staðar varð átján metra þykkt. Herculane- um grófst fullkomlega undir því. Þannig hurfu þessar borgir af yf- irborði jarðar. Þeir borgarbúar, sem lifðu ósköpin af, gátu grafið upp eitt hvað af eignum sínum og verðmæt- um, en mestur hluti þeirra sá ekki dagsins ljós aftur fyrr en mörgum öldum síðar Það, sem var þessu ó- hamingjusama fólki skapadægur, varð til þess, að fornleifafræðingar síðari tíma gátu leitt fram fornöld- ina með hjálp skóflna sinna og sýnt hana nútímanum eins og hún var, þegar hagur hennar stóð með blóma í aldaraðir lágu þessar fornu borg- ir við rætur Vesúvíusar gleymdar og grafnar. Það var ekki fyrr en átjándu öld, sem áhugi manna vaknaði á þeim. Fornleifagröftur tók milclum framför um vegna þessa nývaknaða áhuga á verðmætum fortíðarinnar. Fjöldi thöggmynda, málverka og húsmuna var fluttur til hins konunglega safns Búrbúna í Portiei (síðar í Napólí). Það varð fljótlega fastur siður ferða- manna að skoða rústir Pompej og Herculaneum, og listamenn og skáld sóttu yrkisefni sín þangað. Og á með- an því fór fram, var haldið áfram að vinna við rústir Pompej og leiða hana í dagsins ljós. Uppgröfturinn í Herculaneum var svo erfiður, að menn gáfust upp við hann. Það má teljast happ, hve seint uppgröftur- inn gekk, því að uppgraftaraðferðir þessara tíma voru frumstæðar, og menn höfðu ekki næga kunnáttu til þess að varðveita fornmuni og forða þeim frá skemmdum. Fornleifafræð- ingar þessara tíma gátu heldur ekki varpað nægilegu ljósi á byggingar og listaverk, sem uppgröfturinn leiddi í Ijós. Það var ekki fyrr en mörgum árum seinna, sem uppgröfturinn fer að veita nægilega Ijósar upplýsingar um lífstíð þessara borga, sérstaklega hefur uppgröftur síðari ára varpað skilningsljósi á margt það, sem áður var mönnum hulin ráðgáta. Fornleifarannsóknirnar í Pompej og Herculaneum gefa einstakt tæki- færi til þess að kynnast fólki fornra tíma náið. Þær leiða fram bústaði ríkra — og fátækra, verkstæði leir- kerasmiðsins og klæðskerans, búðir, brauðgerðir', baðhús, gistihús, hof, leikhús, dómssali, leikfimissvæði o. s. frv. — Brauð, sem er nýkomið úr ofni bakarans, bíður þess að verða étið, og höggmyndir, málverk og list- Framhald á 93. sfðu. TÍMINN SUNNUDAGSBLAÐ / 79

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.