Tíminn Sunnudagsblað - 15.04.1962, Síða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 15.04.1962, Síða 19
„Hér er nokkuð eHir", sagði húsfreyja. úr herbergi myrkursins. Það var rödd (Pitos. Ég fór í burtu og kom að trénu, sem við Pito höfðum svo oft klifrað í. Ég horfði upp í hæstu greinarnar og sór þess dýran eið að drepa Damundo. Ég gæti drepið hann í svefni. Ég gæti drepið hann, þegar hann væri drukkinn. Ég gæti drepið hann á dimmum troðningi að nætur- lagi. Ó, ég skyldi finna leið til þess að drepa hann og það fljótt. Ég sór einnig, að á þeim degi, er ég eignað- ist son, skyldi hann fá nafnið Jito. Eftir nokkra -und hélt ég til baka. Damundo var ekki kominn út. Eng- inn hafði komið út. Engin önnur . .jóð höfðu heyrzt. Nú var búið að hylja dyrnar með í úsunum. Allir töluðu um óp Pitos. Sumir sögðu það hafa verið sársaukavein. Aðrir voru ekki svo vissir um það. Ég og annar strákur álitum það frek- ar hafa verið reiðióp. Engin niður- staða varð af öllum okkar vangavelt- um. Þeir voru margir, auk fjölskyldu Pitos, sem voru alla nóttina fyrir framan dyrnar. Angia beið líka, en langt frá öllum öðrum. Enginn talaði til hennar eða lézt taka eftir nærveru hennar. Þegar dagaði, fór ég heim .ieð móður minni. Hún fór til þess að finna eitthvað handa okkur að borða, en ég til þess að reka kúna á beit. Húsið okkar stendur nokkuð frá sjálfu þorpinu, en þegar ég var að binda aftur hliðið, heyrði ég brúsana hrynja. Ég hljóp af öllum mætti, en þegar ég kom til myrkraherbergisins, var Pito þegar búinn að klæða sig, og einvígisnefndin var að rannsaka að- ferð Damundos. Handfangið á hnífnum var holt að innan, og hinn gimsteinum setti cndi var skrúfaður af. Inni í handfanginu hafði Damundo geymt vasaljós. Það var ekki stærra en þumalfingur, en inni í herbergi myrkursins var ljósið af því sterkt og blindandi. Það er eng- inn vandi að drepa mann, ef maður er á bak við slíkt ljós. Pito hafði æpt upp af reiði, þegar ljósið blindaði hann. -■ Siðan beygði hann sig snögglega niður og kastaði handfylli sinni af sandi til Ijóssins. Sandurinn fór í augu Damundos. Hann slökkti á ljósinu, því að þar sem hann var blindaður af sandi, var það honum hættulegt. Það var einnig talið, að hann hefði misst ljósið. Það fannst ekki þar sem hann lá nú, heldur í hinum enda her- bergisins. Pito hafði ekki margt um það að segja, hvernig þeir loksins hittust. Snákurinn hafði skrölt að honum, eins og hann hélt. Hann hafði ekki Framhald á 189. síSu. OLETTUR OG Sást yfir koppana Húsfreyjunni á Reyðarvatni, Guð- rúnu Halldórsdóttur, þótti smásmugu- lega að verið; þegar búið þar var tekið til skipta árið 1877, og tók þó ekki í hnúkana, fyrr en sýslumaður lét virða öskutrogið. Þá brá Guðrún gamla við, sótti í snatri koppana og raðaði þeim á borðið fyrir framan sýslumann með þessum orðum: — Hér er nokkuð eftir. Krákur og danska maddaman Krákur Kráksson, bóndi í Hraun- gerði í Hrafnagilshreppi, kom að Finnastöðum til séra Jóns helsingja Jónssonar. Hann átti danska konu, Helenu Jóhönnu að nafni. Maddaman tók Krák tali, en hann skildi báglega dönskuna, og varð því samtalið með undarlegum hætti. — Hvorledes har din Kone det nu, Krag? spurði hún. — Er hun rask? — O, minnizt þér ekki á fjandann þann arna, svaraði Krákur. — Hún hefur legið niðri í níu vikur, og ég hélt henni núna í fyrradag. Þá hristi maddaman höfuðið, því að henni ofbauð ruddaskapur Hraungerð isbóndans og hraklegt tal hans um konu sína. En raunar hélt Krákur, að danska frúin væri að spyrja um kúna. GAMANSOGUR -- Járnsmiður í konungsgarði í Rauðhúsum í Eyjafirði bjó kari sá, er Einar hét. Hann hafði lært járn smíði í Kaupmannahöfn. Langaði hann til þess að sjá, hvernig kóngur byggi og hélt því einn dag í konungs garð. Sagðist hann hafa hitt kóng við slátt og boðið honum að smíða handa honum ljá, en því hefði kóngur tek- ið með þökkum og kvartað undan því, að gamli ljárinn sinn biti hálfilla og væri stamur í grasi. Smíðaði Einar ljáinn á meðan snerpt var á katlin- um í konungsgarði. Var hann síðai* hjá kóngi til kvö-lds, og að lokum var honum boðið að gista. Þar var ekkt í kot vísað, allt úr gulli og fílabeini, og ekki við annað komandi en Einar svæfi inni hjá þeim h]ónum í rekkju hjá kóngi sjálfum. Lýsti Einar nótt- inni og næsta rnorgni með svofeild- um orðum: „f fyrsta sinn, þegar ég lagði mig út af, var ég lengi að síga niður, og þótti mér nærri nóg um það, því að ég hélt, að hér væru einhver brögð í t.afli. En ekki bar á neinu síðan, svo að ég sofnaði, og það heldur fast, og vaknaði ekki fyrr en farið var aS birta um morguninn. Var konungur þá kominn á fætur og farinn að dengja. Varð mér hálfbilt við, því að ég kunni líka hálfilla við að vera T I M I N N SIJNNUDAGSBLAÐ 187

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.