Tíminn Sunnudagsblað - 13.05.1962, Side 2

Tíminn Sunnudagsblað - 13.05.1962, Side 2
VERÐLAUN VIKUNWAR: KAUPSTADA RFERÐ Á í VETRARLOK Veturinn 1950—51 mun lengi í minnum hafður, vegna hins mikla fannfergis og ótíðar, er þá ríkti, eink- um norðanlands og austan. Hér í Eyjafirði muna miðaldra menn ekki annan slíkan, og sennilega á hann metið, hvað þetta snertir, það sem af er þessari öld, og ef til vill þó lengra sé skyg,gnzt um aftur í tím- ann. Þessi geysilegu snjóalög ollu mikl- um erfi'ðleikum á ýmsan hátt. Meðal annars truflaði þetta mjög alla flutn- inga til mjólkursamlags KEA, og þá getur nú svo farið, að mörgum bónd- anum fari að líða illa og jafnvel kon- unni hans líka, ef mjólkin situr heima dag eftir dag. Hér í Öngulstaðahreppi stöðvuðust mjólkurflutningarnir æ ofan í æ. Var þá gripið til þess ráðs, að ryðja veg- inn með ýtum, en þar sem aldrei hlán- aði, en sífellt bætti snjó á snjó ofan, varð þetta erfiðara og erfiðara, eftir því sem oftar var rutt og ruðningarnir hækkuðu, og fyrstu dagana í marz- mánuði fyllti loks svo kyrfilega í göngin, að ógerningur þótti að halda þessum leik áfram. Nú voru góð ráð dýr. Það var ógam- an að koma ekki aðalframleiðsluvöru búanna á markaðinn á Akureyri. Menn fóru að bera saman ráð sín. Síminn var óspart notaður til að íregna um hugarfar nágrannans í þessum efnum og nið'urstaðan hjá ýmsum varð helzt sú að leita á náðir þarfasta þjónsins, þrátt fyrir allar vélarnar, og vita, hvort hann mundi nú ekki enn sem fyrr reynast þess um- kominn að leysa vandann. Og þrátt fyrir ófærð og veðurvonzku var mikil mjólk flutt í bæinn á hesta- sleðum og ýmsar nauðsynjar heim, þótt margir ættu óhægt með að fara frá búum sínum. Svo voru beltisdráttarvélarnar sett- ar í gang og tröllauknir sleðar smíð- aðir aftan i gær. Drógu þær oft þrjá slíRa dreka í einu hlaðna mjólkur- brúsum í bæinn, en til baka voru þeir hlaðnir matvælum, kolum, fóðurbæti og ýmsum nauðsynjum til bændabýl- anna í sveitinni. En þrátt fyrir þetta héldu þó sumir tryggð við sleðaflutning á hestum, áttu ef til vill fola, sem þurfti að temja, eða eitthvað' því um líkt. Og þannig var það með okkur nokkra hér á bæjunum. Við áttum ungviði, sem þurfti að temja, og hví þá ekki að slá tvær flugur í einu höggi? En þetta var ekki ævinlega leikur einn. Slóðirnar héldust sjaldan frá degi til dags, því að alltaf hríðaði, og það var alveg eins og Kári væri aldrei ánægður með verk sín, sífellt þurfti hann að breyta fannalaginu, blása snjókornunum til og frá og umfram allt fylla vel og vandlega í slóðirnar og slétta yfir sleðaförin. Jónas Haiidórsson á Rifkeisstöðum. En þetta gerði flutningana ótrúlega miklu erfiðari bæði fyrir menn og hesta. Sjaldan var um annað að gera en ganga alla leiðina eða næstum því það, því að venjulega var sleðinn nógu þungur fyrir hestinn. En þrátt fyrir öll óþægindin og erf- iðleikana leið nú tíminn samt eins og vant er, og nú var komið að sumar- málum eftir almanakinu, 16. apríl, síðasti mánudagur í vetri. En ekkert benti til, að Vetur konungur væri að missa völdin, nei, hann ætlað'i áreið- anlega að sitja, meðan sætt væri. Við höfðum ætlað að fara með mjólk, tveir héðan frá Rifkelsstöðum og Eiríkur á Stóra-Hamri, en veðrið var ekki gott, frekar en fyrri daginn, norð'an strekkingur og hríðarveður og skuggalegt útlit. Ekki sást til fjalla og naumast bæja í milli. En skyldi hann ekki skána? Stund- um hafði létt til, þegar fram á daginn kom. Skyldi Eiríkur ekki fara? Einhver var nú líklegri til að slá af heldur en hann! Það er bezt að hringja suður eftir og vita, hvað hann segir. Tvær langar — stutt — löng. — Halló, Stóri-Ham- ar! — Ætlar Eiríkur ekki að fara? — Ha! Farinn? Við Hörður flýttum * okkur að spenna fyrir, kvöddum og héldum of- an á flatann. En ekki- fríkkaði útlitið. Og þegar við vorum rétt komnir ofan fyrir tún- ið, skall saman og hvessti jafnframt. Við tókum stefnuna í norðaustur í áttina að Stakkahlöðum. En er við vorum komnir út ofan undir þverána, Bleikur, sleðahestur Jónasar i Rifkelsstöðum. 242 TÍIHNN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.