Tíminn Sunnudagsblað - 13.05.1962, Síða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 13.05.1962, Síða 5
í fáti. Henni batnaði það aftur. Þegar Jón gekk fastar á, sneri hann við blað'inu og þrætti harðlega fyrir, að Guðrúnu hefði verið byrlað eitur eða nokkur tilraun gerð til þess að ráða hana af dögum. En af þessu styrktist sá giunur Jóns í Keflavík, að tilraun hefði að minnsta kosti verið gerð til þess að deyða Guðrúnu. Frá Haga heyrðist aftur á móti elck- ert fyrr en um réttaleytið, að Guð- mundur Scheving tók á sig rögg og skrifaði hreppstjóranum í Kollsvík, Einari Jónssyni, og fól honum rann- sókn og fyrirskipaði málsókn gegn Bjarna og Steinunni vegna orðasveims um dauða Jóns Þorgrímssonar og Guð- rúnar, svo að fram mætti koma, hvort hann hefði við rök að styðjast. Séra Jón Ormsson og skoðunarmenn hans skyldu og sóttir til saka fyrir það, að vanrækt hafði verið að kalla til lækni, áður en Guðrún var jörðuð. Það var laugardaginn 25. septem- ber, sem Guðmundur Scheving skrif- aði bréfið. Hinn næsta dag var messu- dagur á Saurbæ á Rauðasandi. Aðstoð- arprestur séra Jóns Ormssonar, séra Eyjólfur Kolbeinsson, kom á annexí- una til messugerðar. Allfjölmennt var að vanda, en ekkert gerðist öðiru nýrra, fyrr en kirkjufólk hélt heim á leið. Bar þá svo til, að fólk af innan- verðum Rauðasandi fann lík rekið á Bjamarnesi, neðan við Bjarngötudal. Þegar séra Eyjólfi bárust fréttir af þessu, fór hann þegar með menn og lét bera líkið heim að Saurbæ. Kvaddi hann síðan þá Þorberg Illugason, Guð mund Einarsson í Kirkjuhvammi, Bjarna Pálsson í Króki og Bjarna Hall dórsson á Skeri til þess að skoða líkið með sér. Sömdu þeir skýrslu um lík- skoðunina og lýstu vandlega líkinu og fatnaði þeim, er á því var. Líkið var mikið skaddað. Voru dottnar af því báðar hendur og tær allar, og skinn og hold var gengið af höfðinu. Aftur á móti varð þess ekki vart, að neitt bein væri brotið í því. Neðan til á hálsinum fundu skoðunar- menn holu, er lá niður undir bring- una hægra megin, og var hún svo víð, að í hana mátti stinga karlmanns- fingri. Þeir könnuðu hana með spýtu, og reyndist hún kvartil að dýpt. Létu þeir í Ijós það álit, að þetta væri mannaverk, og hefði maðurinn verið stunginn. Af limalagi öllu, fótleggjum, fatn- aði og tölum, er á honum voru, þótt- ust þeir til fullnustu þekkja, að þetta væri lík Jóns Þorgrímssonar frá Sjö- undá. Buðust skoðunarmenn fjórir, ásamt séra Eyjólfi, til þess að stað- festa þetta allt með eiði. Nú var í skyndi sent inn að Haga til þess að láta sýslumennina vita, hvar komið var, en þess var elcki get- ið, að líkskoðun hafði þegar verið gerð. Brá Guðmundur Scheving við og skipaði tveimur hreppstjórum, Sig- mundi Jónssyni á Stökkum og Jóni Pálssyni í Keflavík, að skoða líkið með presti og fleiri mönnum. Ef þeim virtist á því mannaverk, skyldu þeir taka Bjarna á Sjöundá höndum, færa hann að Saurbæ, sýna honum áverk- ann og krefja hann sagna. Dygði það ekki, skyldi séra Eyjólfur ganga á hann. En neitaði liann með öllu að vera valdur að dauða Jóns, þrátt fyrir slíkar eftirgrennslanir, skyldu hrepps- stjórar flytja hann að Haga. Guð- mundur Scheving var sjálfur í þann veginn að leggja af stað í langferð, en gerði svo ráð fyrir, að Bjarni yrði settur í járn og hafður í gæzlu í Haga, unz hann kæmi heim aftur. Sigmundur á Stökkum fékk bréf sýslumanns að kvöldi fimmtudagsins, og daginn eftir var norðanveður með skafhríð. Eigi að síður sendi hann að Keflavík og Sauðlauksdal eftir þeim Jóni Pálssyni og séra Eyjólfi, og lét prestur sömu menn og áður skoða líkið, og voru hreppstjórarnir við- Staddir. Kom þá prófasturinn, sem verið hafði á vísitazíuferð um hérað sitt, einnig að Saurbæ og var við- staddur skoðunina. Var þá stungan, sem skoðunarmenn töldu vera, orðin nokkuð óskýi'ari en áður en þó dæmdu þeir hana áverka sem fyir. um og fótum og meS hálsjárn aS auki. (Ljósmynd: Páll' Jónsson). T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 245

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.