Tíminn Sunnudagsblað - 13.05.1962, Page 8

Tíminn Sunnudagsblað - 13.05.1962, Page 8
,,Það barf að vekja og þegar hann var kominn firnrn kílómetra inn i ítalíu, veitti lög reglubíll honum eftirför meö grenj andi sírenur. Hinn æðisgengni elt ingaleikur barst eftir mjóum göt um þorpsins Como og fólkið stóð á gangstéttunum og hvatti smyglar ann allt hvað af tók, því að hann var vel þekktur og vinsæll maöur í þorpinu. Bíll hans var hraðskreið ari en lögreglubíllinn og hann komst undan. — Um kvöldið sett ist hann inn á barinn, þar sem hann var vanur að koma, eins og ekkert hefði í skorizt .... Loks erum við komnir upp á fjalls brúnina og fremsti maðurinn í hópn- um gefur okkur merki um að stanza. Fyrir framan okkur rís stálþráðsnet með mjög stórum möskvum. Þetta er landamæragirðingin milli Ítalíu og Sviss, sem er afmörkuð á þessum stað með „járntjaldi“ vegna smygl- hættunnar. Annars staðar eru ianda- mærin aðeins afmörkuð með merki- stöngum, sem stungið er niður í jörð- ina. — Eftir um það bil stundarfjórð ung kemur maður að girðingunni hin um megin frá og byrjar að klippa í sundur vírana. Það er auðséð á hand- brögðunum, að hann þekkir til verks- ins. Hann hefur varla lokið við að gera opið, þegar maður kemur með stóran sekk og smeygir honum í gegn um opið. Maðurinn skríður í gegnum gatið á eftir pokanum og kemur pok- anum síðan fyrir á baki eins af smygl urunum, sem ég er með. Þegar landamæraverðirnir eru í vit orði með smyglurunum, sem oft á sér stað, ber hver smyglari poka, sem hef ur að geyma tólf hundruð smygl- pakka. Slíkur pakki vegur um 35 kíló. En ef smyglararnir viija spara sér að múta landamæravörðunum, láta þeir sér nægja að bera 800 síga- rettupakka. Slík byrði vegur ekki nema 25 kíló, og þeir eiga því auðvelt með að taka til fótanna, ef svo illa vildi til að landamæravörður rækist á þá. Hver burðarmaður fær um 500 krónur (miðað við íslenzkt gengi) fyrir ferðina yfir landamærin. — Fyrstu árin eftir heimsstyrjöld- ina var gífurlegur skortur á sígarett- um í Ítalíu, og var þá ekki óalgengt, að famar væru þrjár smyglferðir á nóttu og 150 burðarmenn væru í hverj um flokki. — í einum af þeim smá- bæjum, sem eru við Como-vatnið, Píazza San Stefano, eru allir karl- menn smyglarar og hinar mörgu og veglegu villur í þorpinu bera gullöld eftirstríðsáranna vitni. Og það er gamall talsiháttur meðal smyglaranna, að eftir stríð komi jafnan sjö feit ár og svo sjö mögur, en síðan sjö feit ár aftur. Þetta kemur heim þegar reikn að er frá síðustu heimsstyrjöld. Árin frá stríðslokum fram að árinu 1952 voru sannkölluð gullár fyrir smyglar- Framhald á 25T. siðu. — Er ekki bezt, að ég fari með þig í Surtshelli? segir Stefán, lyftir löng- um hramminum hátt á loft og bandar með hnefanum, glottir og rólar af stað inn í stofuna. — Það er fínt ferðaveður núna, bætir hann við og hlammar sér niður í stól við gluggann. — Eigum við ekki bara að venda okkur í það? Það er ekki nema þriggja tíma akstur heim að Kalmanstungu á góðum bíl. En af því að veðrið er svona gott og við höf- um nógan tíma, skulum við fara út af veginum, þegar við erum komnir á Langahrygg, og bregða okkur upp á Prestahnúk. Geitá er eini farartálm- inn. En við erum á góðum vaöstíg- vélum, tökum kvenfólkið í fangið og berum það yfir ána. — Það getur ver- ið stórkostlega gaman. Við förum sunnan undir Prestahnúk og inn í Þórisdal. Innst í dalnum er gil, sem við göngum inn í og síðan upp úr botni þess, og þar með er leiðin opin upp á hnúkinn. Svo bregðum við kík- inum fyrir augun og svipumst um. Við getum ekkl farið niður í gilið aftur, vegna þess hve bratt er upp úr botni þess, og förum aust-ur á hrygg- inn niður lausa skriðu. — Þetta er orðið' gott dagsverk, og framundan er Kalmanstunga, og Surtshelli eigum við til góða. Við hefðum náttúrlega getað farið út af veginum hinum meg- in og farið upp á Okið, en þá hefðum við misst af að bera kvenfólkið yfir Geitána, og það er heldur ekki eins gott skyggni af Okinu. — Þá er eftir af fara í Surtshelli. — Já, við verðum að hafa með okk- ur gott ljós, sumir hafa verið að þræl- ast með þessi blys, en það er betra að' hafa byrgt ljós — þá er engin hætta á því, að við völdum skemmd- um. Svo verðum við að vera vel skó- aðir og um að gera að vera ófullur, því að þegar maður er fullur, sér maður ekki út fyrir flöskustútinn og er ekki fær um að skoða helli. — Er ekki draugalegt inni í hell- inum? — Jú, sumir verða lafhræddir og þora ekki einu sinni inn um opið, aðr- ir snúa við á miðrí leið. — Eg man eftir bandarískum kalli, sem við ætl- uðum með inn í beinahellinn. Það gekk ágætlega með hann, þangað til við byrjuðum að klifra upp í beina- hellinn. Þá settist hann á rassinn og vildi ekki með nokkru móti fara lengra, og þar sat hann, meðan aðrir skoðuðu beinahellinn. — Er nokkuð orðið eftir af bein- um? — Nei, það er orðið lítið eftir. Fólk hefur verið að bera þetta með sér út úr hellinum til þess að eiga það til minja, en venjulega kastað því frá sér, þegar það kom út. Þetta eru nefnilega ósköp venjuleg rollubein. Þegar ég var ungur, var svo mikið af beinum í hellinum, að maður óð þau í ökla. Það voru líka alls konar dropa- steinsmyndanir í hellinum, en þær hafa ekki fengið að vera í friði. — Þeim hefur þótt gott lamba- kjötið, Hólapiltunum. — Það er hreinasta vitleysa, að Ilólapiltar hafi hafzt við í hellinum. Það er bara þjóðsaga. Þetta hafa sennilega verið menn, sem hafa til- heyrt Herði og Hólmverjum. — Eg held, að Sturla, sonur Kalmans, hafi verið með í aðförinni að þeim á Hellis- fitjum. — Það hafa margir menn verið drepnir í þessu hrauni. — Já, hraunið er allt fullt af ör- nefnum, þar sem menn hafa verið drepnir, svo að það er von, að menn spyrji, þegar Stefánshellir berst í tal: Hvenær var hann drepinn? — En hann er nú ódrepinn enn þá, eins og þú sérð! — Hvað er nafni þinn stór? — Hann er um fimm hundruð metra langur, en Surtshellir er urn 16—1700 metra langur. Það er tilvalið að fara í Stefánshelli um leið og Surtshelli. Þeir eru skammt hver frá öðrum. Svo er annar hellir úti í miðju hrauni, sem Kalman, sonur minn, fann 1956. Það var greinilegt á vegs- ummerkjum í honum, að þar höfðu menn hafzt við. Við tilkynntum Þjóð- minjasafninu fundinn, og þeir komu þaðan og mynduðu hann allan hátt og lágt, og Ólafur Bríem skrifaði heila bók um hann. Upp úr því var farið að kalla hann Hallmundarhelli, því að það þótti líklegt, að þetta væri sá hellir, þar sem Hallmundur hafðist RÆTT VIÐ STEFÁN í KALMANSTUNGU 248 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.