Tíminn Sunnudagsblað - 13.05.1962, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 13.05.1962, Blaðsíða 10
 - ' ' ■ Munninn á Surf;helli — Ljósmynd: Þo'sfaim Jósefsson fciutam, en eg fan’i það stundun:, þcg- ai ég var Úm i hr luni. — Hvernig þá? — Maður var aldrei einmana, rétt eins og maður \*eri aldrei einn. — Sástu nokkuð? — Nei, ekki einu sinni ljós. Það er engin hreyfing á þeim heima. Hann Valdi sómi, sem svo var kallaður, sofnaði sér einu sinni í gömlum kirkju garði, sem þar var, og þegar hann vaknað'i, sagði hann: — Það er alveg ábyggilegt, að þeir liggja kyrrir". Þó var þetta afgamall kirkjugarður. Kristófer, bróðir minn, lét slétta hann, og þá kom upp rúnasteinn, sem þeim í Þjóðminjasafninu þótti mjög merki- legur. — Er það satt, Stefán, að bændur séu blindari á náttúrufegurð en aðrir menn? — ,.Það er fallegt á Völlum, þegar vel veiðist", satt er það. En mér finnst hraunið líka fallegt, þótt ekki sé það neitt gróðurlendi, og skófin er svo ilmsterk, að maður finnur ekki betri ilm annars staðar, og þetta togar allt í mann, fjöliin, grasið, hestarnir og hundarnir, — jafnvel hænsnin eiga ítök í manni. Það er gott í sveitinni, og það þarf að vekja rómantíkina í kvenfólkinu og fá þær upp í sveit. Það ætti að' spila: „Ég vil fara upp í sveit“ miklu oftar í útvarpið en gert er. Það er hlutleysisbrot að spila það ekki oftar. Áður var nóg af kvenfólki í sveitinni til þess að læðast með bak við ásinn, en nú eru taktorarnir komnir í staðínn og strákamir alveg að drepast úr kvenmannsleysi. Þeir þurfa að hafa að minnsta kosti einn kvenmann og jeppa til að skreppa. Sannaðu til — þá lætur rómantíkin ekki standa á sér. ★ í sumar munu allir vegir, sem taygja sig inn í landið, út með fjöll- um og inn með fjörðum, fyllast af bílum, sem æða áfram glampari'dj í sólskininu, fullir af friðlausu fólki, er reynir að finna aftur það, sem það hefur týnt, eða öllu heldur gloprað niður einhvers staðar á lífsleiðinni: Sambanddnu við náttiúruna. — En fíestir fara hratt yfir, þjóta áfram og skilja eftir rykmökk, sem fyllir vit þeirra, sem á eftir koma. Augun horfa út um bílrúðurnar og steinarn- ir, fjöllin, grasið þýtur hjá í fleti þeirra meðan þeysireiðin heldur á- fram — áfram, lengra og lengra, hrað ar og hraðar. Hvergi skal. áð nema til þess eins að geta lialdið ferðinni áfram. Óróleikinn vex, þreytan eykst, og að lokum er ekkert eftir nema þessi vegur framundan, beinn og í hlykkjum. — Þræðum hann, þræð- um hann, meðan tómið, sem átti að fyllast af friði og hvíld, verður stærra og stærra. — Og lífsmottó tuttugustu aldarinnar lætur i vélarhljóðinu eins og líkhringing: Tíminn líður. Dauðinn ríður. En menn eins og Stefán í Kalmans tungu slíta aldrei bamsskónum í nátt úrunni. Hún heldur áfram að gefa þeim það á gamalsaldri, sem hún gaf þeim í bernsku. Og nú þegar fer að vora, mun rómantikin vakna í sál- um þeirra með sömu friðsæld og kyrr leika og í náttúrunni. Margir munu bregða sér upp að Kalmanstungu, vaða Geitána með gróskumikið kven- fólk í fanginu (vonandi), standa upp á Prestahnúk og lifa nokkrar eilífðir með því að horfa inn á öræfin. Síðan munu þeir halda ferðinni áfram með grasið, steinana og fjöllin í hverri frumu, ganga inn um dimman munna Surtshellis og fá svolítinn draugagang í sálina til bragðbætis. Birgir T f M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.