Tíminn Sunnudagsblað - 13.05.1962, Side 14

Tíminn Sunnudagsblað - 13.05.1962, Side 14
hu, þjónustu, er drengurinn hvarf. Enginn vissi, hvað af honum hafði oröið, en faðirinn trúði því statt og stöffugt, aff Lappar hefðu rænt hon- um. Nokkrum árum síðar hélt hann sjálfur með fólk sitt til Noregs. Hann komst til Karesúandó eftir margra vikna ferð, og þaðan varð hann sam- ferða markaðsfólki til Noregs. Þar settist hann að á Skervey. Hann hélt uppi spurnum um son- inn, þegar hann hitti fólk úr öffrum byggðarlögum. Þannig liðu £rin. Kona hans dó og börnin fóru að heiman, en gamli hermaðurinn hélt upptekn- um hætti. Loks tók hann sé ferð á hendur til þess að leita sonar síns. Hann var orffinn hvíthærður öldung- ur, er hann fann nafn hans í kirkju bóku .1 á Ársteini, og fregnað'i að hann byggi skammt þaðan með konu sinni af Lappakyni, Karenu Andrés- dcttur. Gamli maðurinn fékk lánaff- an bát og reri að bæ sonar síns. Þetta var um sláttinn. Jóhann Pét- ur sat að snæðingi með konu sinni, er öldungurinn snaraffist inn og hvessti þegjandi augun á hann. Jó- hann Pétur lagði skeiðina frá sér og spurði öldunginn hvatskeytlega, hvort hann ætti eitthvað erindi. — 0, ekki svo sem nema það, sagði gamli maðurinn, — að ég hef leitaff þín lengi — o, ekki nema það, að ég er hann Óli gamli hermaður og vil sjá, hvernig þér hefur farnazt, dreng ur minn. En líklega hefur öldungurinn lagzt of þungt á árarnar eða hraðað sér meira en góffu hófu gegndi heim sjávargötuna, því að hann sagði ekki fleira. Hann hneig niður á bekkinn í eldhúsi sonar síns og var þegar ör- endur. Lappinn, sem flutti Jóhann Pétur til Noregs, hafði verið óheppinn. Það var fiskileysi þetta árið, og börn seld ust illa. Hann varð því aff lokum aff láta drenginn fyrir 2 pund af mjöli. Seinna var Jóhanni Pétri núið þessu um nasir, því að heldur niðrandi þótti aff hafa verið seldúr fyrir lágt verð. Af því er dálítil saga. Óli Mikkelsen var um skeiff her- maffur eins og áður er sagt. Þá skarst stundum í odda milli Svía og Norð- manna, og hafði Óii tekið þátt i her- för gegn óróasömum Norðmönnum og orðið nokkurra manna bani, aff því er talið var. Sögur. um það voru á kreiki í byggðarlagi því, þar sem Jóhann Pétur ólst upp. f Eitt sinn er Jóhann Pétur var í út- veri á Finnmörk með fósturföður sin um, sinnaðist einum skipsfélaga hans viff hann og varð þeim orðaskak. Að lokum hrópaði maðurinn í reiði: — Þú ert hermannssonur — morð ingjasonur. Og þú varst látinn falur fyrir tvö pund af mjöli. o Barnarán af því tagi, sem hér hef- l.appar frá Karesúandó í SviþjóS hafa frá ómunatíð hafzt við í fjallahlíðunum á milll LyngeiSis og Kjósar í Noregi á sumrin. Þangað kemur nú jafnan til þeirra fjöldl ferðamanna, er vlll kaupa af þeim smíðisgripi þeirra, og þegar ferðamanna- skipin koma á Lyngfjörð, smala þelr hreindýrahjörðum sínum fyrir eitt þúsund til fimmtán hundruð krónur. ur verið lýst, voru þó fremur fátíð. Eigi að síffur voru þau börn ærið mörg, er Lappar komu með yfir fjöll- in. Og ekki er lengra en svo síðan það gerðist, að börn fólks, er í bernsku var selt fyrir brennivín í norsku fjörðunum, eru enn á lífi effa hafa að minnsta kosti verið það fram á allra síðustu ár. Á fjórða tug nítjándu aldarinnar var hallæri mikið austan fjallanna, ekki sízt í Pajala o.g þar í grennd. Fjöldi barna fór á vergang, og meðal þeirra v ,ru tvö systkin, Jóhann Friff- rik Mikkelsen, tíu ára gamall, og Eva, sjö ára. Þau reikuðu um harðspor- ann á þjóðvegunum, sníktu sér ruður ti! þess að seðja hungur sitt og fengu að sofa um nætur í útihúsum eða skúmaskotum á bæjunum og undir bekkjum í drykkjukrám þorpanna. Drengurinn hafffi heyrt getið um börn, sem Lappar fóru með til Noregs „g komu þar í fóstur, og eitt kvöld fór hann í tunglskini frá syst- ur sinni sofandi út í skóg, til þess að hyggja að ferðum þeirra Lappa, sem fóru um þetta leyti hjá í hópum á lei'ð á markað í Kengis. Hann hafði ekki lengi beðiff, er stór lest með hlaðna hreindýrasleða fór hjá. Það marraði í snjónum undir klaufum dýranna og meiðum sleðanna, og frostbrestir kváðu við í fjarska. — Drengurinn horfði stórum augum á eflir lestinni. En hann þorði ekki að kalla til Lappanna. Eftir litla stund kom önnur lest. Hann tvísteig í snjónum og mændi á sleðana. Hundur kom hlaupandi til hans með ofsalegu gelti. Þá sveigði Lappakona hreindýr sitt út af braut- inni og stöðvaffi sleðann hjá honum. — Áttu föður? spurði hún og virti fyrir sér tötra hans. — Nei, svaraði drengurinn — eng- an föður. — Hvers vegna hljópstu frá móð- 254 T I M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.