Tíminn Sunnudagsblað - 13.05.1962, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 13.05.1962, Blaðsíða 15
Gamli bóndinn í Skifte, Kveninn Jóhann Mikkelsen, sem tekinn var af vergangi í Pajaia og seldur fyrir mjöl og brennivín í Noregi, en varö ríkasti bóndi byggöar- lans síns. stuttar og stundum var hafzt við á sama stað í nokkrar vikur, ef þar var viðklítandi beit. Börnin vöru bæði komin í hlý Lappaföt og undu lífinu furðanlega. Dag nokkurn var ekið á ísum tram hjá kirkjunni í Jukkasjarvi. Alla ævi mundi Jóhann eftir rauðmálaðri kirkj- unni þama á tanganum og litlu hús- unum á fannþöktum bakkanum. Þetta var lika dagur, sem mátti vera hon- um minnisstæður, því að þá skildi hann við Evu, systur sína. Lappakon- an, sem tekið hafði hana til sín, hélt með fólki sínu í átt til Altevatns, en förunautar Jóhanns lögðu leið sína upp með Tornefljótinu og niður Bú- dalinn. Það stóð honum jafnan skýrt fyrir hugskotssjónum, er systir hans sneri sér við á sleðanum, sem bar hana óðfluga brott. Um Jónsmessuleytið námu Lapp- arnir, sem Jóhann fylgdi, staðar í sum arlandinu. Þeir fóru þegar með hann að bæ, sem nefndist Straumnes, ör- skammt frá Ársteini, og þar varð hann vitni að því, að hann var seldur fyrir nokkrar mjölskeppur og brenni- vín og fleira smálegt. Þarna ólst drengurinn upp og hafði hvergi átt betri daga, svo að hann myndi. Hann var um tvítugt, er hann var sendur til Rolleyjar, þar sem hann gekk til spurninga til undirbúnings ferming- unni. Fósturforeldrarnir voru svo fá- tækir, að leitað var á náðir bónda í Ársteini um greiðslu á dvalarkostnað- inum og fermingarfötunum. Þegar Jó- hann hafði unnið af sér uppeldiskostn- ur þinni? Rak hún þig kannske að heiman, og sagði þér að betla á þjóð veginum? Eða áttu engan að? — Nei, svaraði hann. Ég á enga móður, sem gæti rekið mig að heim- an. — Áttu samt ekki ættingja? spurði konan. Nú herti Jóhann lítli upp hugann og sagði Lappakonunni, að hann væri umkomulaus umreJiiningur og ætti enga foreldra og enga ættingja, sem hann gæti leitað til. — Jæja, sagði hún. Hann gæti þá farið með henni til Noregs og komizt þar á gott heimili, ef hann vildi bíða hennar, þegar hún kæmi aftur af markaðnum í Kengis. Hún nefndi bæði stund og stað,' og drengurinn hét að koma til hennar. Svo fleygði hún taumunum yfir öxl sér og ók brott. En'hann starði í senn forviða og skelkaður á eftir sleðanum, unz hann hvarf í fölu tunglskininu. Nokkrum dögum síðar komu syst- kinin bæði að tjöldum Lappanna. — Tvær Lappakonur þinguðu dálitla stund sín á milli. Siðan leiddu þær börnin að tjöldum sínum. í febrúar, goawa, sjálfum mán- uði kuldans, héldu Lappar af stað í átt til Noregs. Dagleiðirnar voru Býli Kvena í fjörðum NÓrður-Noregs, þar sem fólk llflr jöfnum höndum af bú- skap og sjósókn. Á þessum slóðum eru búfasfir Lappar, Kvenar og Norðmenn i sambýli. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 255 I

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.