Tíminn Sunnudagsblað - 13.05.1962, Side 19

Tíminn Sunnudagsblað - 13.05.1962, Side 19
Smásagan: Gipsdýrlingurinn Klukkan var tvö á köldum nóvem- berdegi. Klukkurnar í klaustrinu voru ag hringja kvöldsönginn, en það þýddi, að hið góða fólk í Picardy hafði lokið við að snæða miðdegis- verðinn og var nú að fá sér stuttan blund. í klaustrinu voru allir bræð- urnir komnir í kórinn, það er að segja allir nema Paul, gjaldkerinn, sem var bara leikmaður og gat kom- ið og farið, þegar honum bauð svo við ag horfa. Samt sem áður var það undarlegt, að hann skyldi ganga svona ákveðið eftir götunum og stefna til húss þeirra Pierre og Jeanette Sorel, því að þetta var sá tími, þegar flestir eiginmenn sátu fyrir framan arna sína. Nágrannarnir horfðu á hann og hristu höfuðin. Það var ekki vegna hinna afbragðsgóðu gipsmynda Pi- erres, sem Paul var á leiðinni heim til hans. Klaustrig sendi alltaf bróð- ur með listrænan smekk til þess að velja styttur fyrir hinar ýmsu sýn- ingar og messugjörðir. Paul gjald- keri var alltaf í klaustrinu og greiddi Pierre fyrir þær vig afhendingu. Nei, Paul hafði ekki hætt sér út í nóvem- berstorminn til þess að skoða gips- styttur. „Vesalings Jeanette," sagði gamla konan hinum megin götunnar. „Þetta er svo falleg og góð stúlka. Og hún elskar manninn sinn, hann Pierre svo mikið.“ „Það myndi ég líka . gera,“ svar- aði dóttir gömlu konunnar, „ef ég ætti mann, sem væri eins sterkur og myndarlegur og Pierre er. En þetta eru vandræði. Pierre getur varla varizt Paul. Enginn eiginmað- ur getur varið heiður sinn fyrir hon um. Þessi ógeðslegi maður þarf ekki annað en að láta eitt óánægjuorð ná eyrum biskupsins og púff — enn einn iðnaðarmaður missir stöðu sína eða samning við klaustrið. Pi- erre verður að leyfa Paul að heim- sækja Jeanette og þykjast ekki hafa hugmynd um það ellegar missa samn ing sinn við klaustrig og þá um leið öll önnur klaustur í þessum lands- hluta.“ Jeanette sá fjárhaldara klausturs- ins koma, en nú skalf hún ekki eða varg óglatt. Hún brosti jafnvel svo- lítið. Hún sagði við sjálfa sig, að þegar hann kæmi sínum stóra skrokki fyrir í bezta stólnum fyrir framan eldinn, myndi hún ekki forð ast ásókn hans. Þegar hann klappaði henni á hnéð — engan veginn föður- lega — þá myndi hún ekki kveinka sér. Jafnvel þegar hann myndi reyna að kyssa hana, þá ætlaði hún að leyfa honum það. Pierre skyldi ekki missa samninginn við klaustrið, ef hún gæti komig í veg fyrir það. Þegar fjárhaldarinn barði að dyr- um og hún opnaði, horfði hún í gólf ið og roðnaði. Hann lét hana sitja nærri sér og hann var djarfari en nokkru sinni fyrr. Hann hafði líka loforg hennar núna. Hún heyrði orð þeirra og hún skammaðist sín. Sjálfstraust fjárhaldarans varð tak markalaust. Honum var líka óhætt, þar sem hann áleit, að Pierre hefði farið til borgarinnar og kæmi ekki heirn aftur fyrr en undir kvöldið „Pierre fór, ástin mín, var það ekki?“ „Jú, fjárhaldari. Hann fór snemma í morgun." „Jeanette,“ stundi fjárhaldarinn. „Jeanette.“ Hún reyndi að setja upp ástleitið bros um leig og hann dró hana niður á hné sitt. „Ekki enn þá, fjárhaldari. Sjáðu, hve ég hef undirbúið gott bað handa okkur. Það er fátt yndislegra en að fá sér heitt bag í svona köldu veðri.“ Fjárhaldarinn sperrti eyrun. Þetta gat orðig gaman. „Sagðirðu fyrir okkur, ástin mín?“ „Hvers vegna ekki? En nú skalt þú hátta þig og fara niður í kerið fyrst. Eg þarf ag loka dyrunum og glugganum." Hún horfði hrifin á, meðan hann kastaði af sér kyrtlinum og klifraði upp í kerið, sem var í raumnni stói't ker, sem Pierre notaði til þess að hræra í gips. „Flýttu þér,“ sagði hann ánægður, þegar hann fann heitt vatnið ylja sér. „Flýttu þér, áður en vatnið kóln ar.“ Jeanette opnaði gluggann, eins og hún ætlaði að skella honum aftur. „Drottinn minn,“ hrópaði hún. — „Þag eru nokkrir menn að koma upp götuna, og Pierre er einn þeirra.“ Paul fjárhaldari reis upp í kerinu. Hann leit út eins og feitur, hvítur grís, sem byrjaður er að roðna í steikarofninum. „Hvað! veinaði hann. „Menn ag koma hingað? Hvers vegna?“ „Það get ég ekki imyndag mér,“ sagði Jeanette mjúklega. „Klukkan er varla orðin tvö.“ „Feldu mig,“ stundi Paul fjárhald ari í skelfingu sinni. „Farðu inn í tunnuna þarna, sagði hún. „Þeim dettur aldrei í hug að leita þar.“ Hann var ekki fyrr kominn inn í hana en hann var kominn út aftur, skjálfandi af kulda og alþakinn hvít- um lit. „Það er ískalt þarna,“ sagði T f M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 259

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.