Tíminn Sunnudagsblað - 10.03.1963, Side 2
INGÓLFUR DAVÍÐSSON:
AÐ HEIMAN OG
Á HAFNARSLÓÐ
ÞAÐ VAR brakandi þurrkur og
þaut í fossinum einn *fagran ágúst-
dag sumarið 1929. Við vorum að
taka saman á túninu uppi í Smiðju-
hólsbrekkunni, þegar systir mín kem-
ur að heiman og færir mér bréf út
í flekkinn. Ég les það í flýti og segi
síðan: ,,Ég er búinn að fá 1200 króna
styrkinn, nú kemst ég utan til náms
í haust“. Pabbi óskaði mér til ham-
ingju og bætti svo við: „Þá verður
þú einhvers staðar úti á Jótlandi
næsta sumar“.
Teningunum var kastað. Með 100
krónur á mánuði í fjögur ár þóttust
námsmenn færir í flestan sjó í þá
daga. Hálfum mánuði síðar var ég
á leig til Reykjavíkur með eimskip-
inu íslandi. Á Siglufirði barst fregn
um hafísihroða fyrir Horni. Var því
siglt austur um landið í þokusudda-
veðri, og sást lítið til lands, fyrr e'n
út af Austfjörðum. Kannaðist ég þar
við hrikaleg fjöllin, því ag um vor-
ið hafði okkur, nýútskrifuðu stúd-
entunum frá menntaskólanum á Ak-
ureyri, verið boðiff í fræðsluför til
Hornafjarðar — með varðskipinu
Óðni. Var tjaldað yfir okkur aftur á,
og urðu margir sjóveikir. Barst í tal,
aff Jón frá Völlum hefði því miður
ekki getað tekiff þátt í förinni. Skrapp
þá upp úr Steingrimi Pálssyni: „Sæll
er hann“. Þetta var sagt meg svo
mikilli alvöru, að enginn brosti að
þessu, fyrr en í land var komið degi
síðar. í Hornafirði mættum viff sunn-
anstúdentum, og varð ferðin um hér-
aðið hin ánægjulegasta og fróðleg
mjög — undir stjórn kennaranna
Guðmundar Bárffarsonar og Pálma
Hannessonar.
í Reykjavík var dvalizt tvo daga.
,,Það er gott að taka þetta svona
stig af stigi“, sagði kennari minn,
Brynleifur Tobíasson, sem var mér
samskipa suður og vissi, að ég hafði
sjaldan komig út fyrir byggffir Eyja-
fjarðar. Jú, Reykjavík var stærri en
Akureyri, en ég saknaði vænu trjá-
garðanna, og mér fannst umhverfið
grátt, grýtt og kaldranalegt. „í mið-
bænum þrifast aldrei tré, það gerir
sjáivarseltan í jarðveginum", sagffi
reykvískt yfirvald mæðulega.
Allmargt námsmanna tók sér far
meff skipinu tn Hafnar. Urðu sumir
sjóveikir, og man ég vel, hve geita-
mjólkin í Þóþshöfn í Færeyjum
hressti okkur. Við settumst kringum
stóran mjólkurpott og drukkum ó-
sleitilega.
í myrkri seint ttm kvöld sáum við
ljós og fundum hlýjan landblæinn
Þrír islenzkir námsmenn viff gótu-
dyr í Höfn: Runóífur Sveinsson,
Pétur Gunnarsson og Zóphónías
Pálsson.
af Skaganum danska. Siglt var að
morgunlagi inn Eyrarsund, og varð
ég gagntekinn af hrifningu að sjá
hvarvetna dimmgrænan skóginn. —
Heima hafði ég að visu séð hríslur í
skjóli húsa. En hér glitti aðeihs i hvít
máluð býlin milií trjánnu. og vrtist
limið lykjast yfir húsþökin. — „In-
dæla Eyrarsund — opnast með gull í
mund, borgir og skrúðgræna skoga“,
kvaff Matthías Jochumsson. Bo.-gin
hreif mig minna viff fyr/tu sýn Ég
var vanur víðittunni heima, og mér
þóttí.þröngt i stórborginm. Götu nar
virtust sem gjár og fólkið i hömr-
unum framandi lýður. Ég leitaði
fljótt upp í turnana, út í dýragarð,
Tivoli eða reikaði um grasgarðinn
mikla. Úr hinum mörgu turnum er
allvíðsýnt um flata borgina. En iiita-
móða og mistur liggja oft í lofti. svo
að sjónarsviffið verffur miklu minna
en heima. Stundum gekk ég út á
Löngulínu, andaffi að mér sjávar-
lofti, starði yfir til sænsku strandar-
innar og borðaði epli allt hvað af
tók. Virtust margir landar haldnir
ávaxtahungri á þeim árum og notuðu
óspart tækifærið, er í aldinlunda-
land var komið. — Ég kom mér fyrir
skammt frá háskólanum, á homi
Nörregade og Nörrevold. Þar var
umferff afarmikil og hávaði gífurleg-
ur. Neðanjarðarbraut lá undir göt-
unni og frá uppgöngu nálægrar járn-
brautarstöðvar heyrðist hvæsið í
eimlestunum, en stöðugar hringingar
og dynur sporvagnanna kváðu við
rétt fyrir utan gluggann. Þetta var
óþægilegt fyrst í stað, en fljótlega
218
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ