Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1963, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1963, Blaðsíða 3
húsi þínu eru fallegir hestar. En sýndu mér flærnar, sem bíta þig, því að ég get gert mér í hugar- lund, hvernig fjársjóðir þínir og hestar lita út, en ég get alls ekki ímyndað mér, hvemig flærnar þínar muni vera. Nú varð vezírinn sýnilega hissa Hann yppti öxlum og leit furðu- lostinn í kringum sig: — Ég skil nú bara alls ekki, hvað þú ert að fara. Flær? Hvað er flær? Eða ert þú ef til vill að gera gys að mér? Hlustaðu nú á mig, Sarrah, í stað þess að tala um einhverja steina eða tré, — því að ég veit ekki, hvað þessar flær þínar eru. Svaraðu í staðinn minni spurningu. — Láttu spurninguna koma, sagði Sarrah, fullur lotningar. Ég skal engu leyna, ekki fremur en ég væri að tala við sjálfan spá- manninn. — Hvort þykir þér betri skorpu síeik úr kindakjöti eða hænsna- kjöti? Og hvort viltu heldur plóm- ur eða vínber með? Sarrah rak upp stór augu og ho^fði öldungis forviða á vezír- inn: — Hvað er skorpusteík? Borg eða fjall? Og þeir horfðu steinhissa hvor á annan, vezírinn og Sarrah. — Já, voldugi herra, endaði vitringurinn Djafar sögu sína, — aðeins mennirnir geta í senn ver- ið nálægir hver öðrum og þó fjar- lægir. Ajbú-Músí vezír sagði brosandi: — Já, víst er hann undarlegur, þessi heimur. Því næst sneri hann sér að vitr- ingnum Eddin, sem orðinn var bæði gulur og grænn af öfund: — Hvað hefur þú nú að segja mér. vitri Eddin? Fddin yppti öxlum lítið eitt.1 — Voldugi herra, láttu sækja konuna hans Djafars. Hún mun fl- tia með sér svar mitt. r'% þegar þjónarnir voru lagðir af stað til að leita uppi konuna hans Djafars, sneri Eddin sér að stallbróður sínum: — Aður en konan þín kemur, Djafar, ætla ég að biðja þig að svara nokkrum spurningum. Hvað ertu búinn að vera kvæntur lengi? — í meira en tuttugu ár, svar- aði Djafar — Og þið hafið búið saman all- an tímann án þess að skiljast nokkuð að? — En ®ú spurning. Djafar yppti öxlum. — Það eru aðeins heimsk- ingjar, sem flækjast úr einum stað í annan. Vitur maður hefur hægt um sig. Um leið og hann situr heima, getur hann í huganum ferð- azt um ókunn lönd og höf. Til þess er vizkan. Ég hef aldrei þurft að fara frá Teheran, — lofaður sé Allah fyrir það —, og að sjálf- sögðu hef ég allt af búið óslitið hjá konunni minn. — f tuttugu ár undir einu o-g sama þaki? — Á hverju einstöku húsi er aðeins eitt þak, svaraði Djafar án þess að missa þolinmæðina. — Segðu okkur þá, hvað konan hín huesar um big? — ÞeVa er hlægileg spurnmg. Þú, Eddin, ert án efa vitur maður. En í dag hefur einhver annar brugðið sér í gervi þitt og mælir fram af munni þínum. Rektu hann burt. Eddin. Það er ekki heil brú í tali hans. Hvað getur kona vitr- ings, sem virtur er af öllum, ann- að en glaðzt yfir því, að Allah skuli hafa gefið henni svo skyn- saman mann til leiðbeiningar og samfylgdar í lífinu? Hún er auð- vitað bæði hamingjusöm og stolt af honum. En ég spyr hana ekki um það. Spyr maður kannski á daginn, hvort bjart sé, eða á nótt- unni, hvort dimmt sé á götum borgarinnar? Nei, því að til eru þeir hlutir, sem svo eru auðskildir, að parflaust er að spyrja um þá. í þessum svifum var kona Djaf- ars le:dd inn. Hún var hágrátandi, og það er auðskilið, því að sérhver kona myndi fara að gráta við það að vera svo skyndilega kölluð á fund vezírsins, þar eð hún myndi álíta, að sér ætti að refsa fyrir eit*hvað. Hvaða ástæða önnur gætj svo sem komið til greina? Vezírinn reyndi að róa hana Hann skipaði henni að hætta að gráta og spurði síðan: — Segðu okkur, þú, sem ert kona Djafars, ert þú hamingusöm í hjónabandinu með þessum vitr- ingi? Þegar konan sá, að enginn hafði í hyggju að gera henni neitt til miska, losnaði um málbeinið á henni, og hún tók að tala, ekki eins og siðprúðar konur gera, heldur eins og samvizkan bauð henni. — En sú hamingja, hrópaði hún upp og fór um leið að gráta aftur með svo miklu táraflóði, að líkja mætti við ský, sem regnið streym- ir úr niður á jörðina tvisvar á dag. — Eiginmaður, sem aldrei er hægt að tala við, en gengur bara * um gólf og talar við sjálfan sig, eins og hann kynni allan Kóran- inn utan bókar. Eiginmaður, sem hugsar um það, sem fram fer uppi á himnum, en sér ekki, að konan hans á varla lengur ærlega flík utan á 'Sig. Hann horfir bara á tunglið, þegar síðustu geitinni hans er stolið. Betra væri að vera gift steini en svona manni. Ef ég ætla að láta vel að honum, segir hann. — Kona, truflaðu mig ekki, ég er að hugsa. Ef ég ætla að bera einhverja kvörtun upp við hann, segir hann: — Kona, truflaðu mig ekki, ég er að hu-gsa. Og við eigum ekki einu sinni börn. Það er meiri hamingjan að eiga fyrir mann þennan asna. sem alltaf hugsar, en kemst aldrei að nokk- urri niðurstöðu. Allah varðveiti hverja konu, sem hylur andlit sitt á heiðvirðan hátt, frá þeirri ham- ingju. Vezírinn skellihló. Djafar var mjög vandræðalegur, horfði niður fyrir sig, reif í ske.gg sitt og stappaði niður fótunum. En Eddin horfði á hann, spotzkur á svip. Sigri hrósandi sagði iiann við vezírinn: — Þetta er svar mitt, voldugi herra. Svona fer fyrir þeim mönn um, sem mikið gera að því að horfa á stjörnurnar. Þeir fara jafnvel að leita að höfuðfati sínu meðal himintunglanna, rétt eins og þeir leita að örlögum sínum þar, en dettur ekki í hug að leita á eigin höfði. Það, sem stallbróðir minn sagði, er heilagur sannleik- ur. Þessi heimur er með afbrigð- um undarlegur. Enginn hlutur getur í senn verið heitur og kald- ur, aðeins mennirnir geta verið hver öðrum nálægir, og þó um leið fjarlægir. Það eina, sem vek- ur furðu mína, er, að hann skulí leita dæmis um þetta í kofa- hrói Sarrah og íburðarmikilli höll vezírsins. Hvers vegna lítur hann ekki sjálfum sér nær og leitar dæmisins undir þaki síns eigin heimilis? Voldugi herra, ef þú vilt einhvern tíma sjá undarlegt fyrir- bæri, — fólk nálægt hvort öðru og þó í senn fjarlægt —, þarftu ekki langt að fara. Þú finnur dæmi um það í hverju húsi, í hverju hjónabandi. Vezírinn var svo ánægður, að hann gaf Eddin nýtt höfuðfat að launum fyrir svar sitt. Björn Teitsson þýddi úr esperantó. TlMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.