Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1963, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1963, Blaðsíða 5
meðal annars, spretta styrjaldirnar. Samt hafð'i ég enga löngun til þess að mega búa innan um alla þessa frjósemi og ríkdóm. Hér var ekki víðátta. í lofti var alltaf eitthvert mistur, svo að aldrei sást mjög langt frá sér. Mig fór blátt áfram að langa heim — til auðna og hafs. Þar sem að rymur Rán í þrá rammaukin ijóð á söndum, meðan kaldrifjuð Kötlugjá kastar til himins bröndum. Enginn maður hafði yrt á mig all- an þennan dag, nema landamæravörð- urnin. Éngu máli skipti mig það. Nærvera verndardýrlinga minna varð því greinilegri sem einvera mín var meiri. Nú var farið að rökkva dálítið'. Lestin rann nú eftir" breiðum dal, sífellt í suðurátt, tii auða, stóra sól- arlandsins. Húnalands, Magyaralands. Hér höfðu ,þeir Gjúkasynir þeyst á fund Attila Húnakóngs, svo sem segir í Atlakviðu. Fetum létu íræknir um fjöll að þyrja marina mélgneypu Myrkvið inn ókunna; hristist öll Húnmörk þar er harðmóðgir fóru, ráku þeir vandstyggva völlu algræna. Lestin viitist nú vera að renna út á mikið sléttleudi — „völlu algræna". Lágir hálsar sáust í fjarska með gnæfandi riddaraborgir og hvít stór- fhýsi hátt í hlíðum. LMega forn klaustur og aðalsmannasetur. Við námum loks stað'ar í borg, sem heitir Szob. Þar voru margir herbúnir menn fyrir. ,.F'"'ð- skyldu þessir nú vilja?“ hugsaði ég, þegar klefi minn fylltist af hermönnum. Einn þeirra bað mig sýna vega- bréfið. Hér var þá kominn ungverski landamæravörðurinn. Loksins var þá pílagrímurinn frá íslandi kominn i ríki hins sæla Stef- áns konungs. Enda leyndi sér ekki að hér voru komnir menn af ókunnri þjóð. Víst eru Þjóðverjar hermenn miklir, en Ungverjar bera fyrst og fremst með sér riddarafas. Sannur riddari lét sér annt um konur og lítilmagna. Hinir ungversku verðir voru líka ákaflega kurteisir og lilýleg- ir í viðmóti. Þeir spurðu, hvaða pen- inga ég hefði meðferðis. Eg hafði ekki lengur neina kvittun, því að Tékkar tóku hana af mér og gleymdu að skila henní aftur. Eg hafði nælt budduna innan f hálsmálið á blúss- unni minni með mörgum lásnælum. Hafði ég þar farið eftir ráðleggingum stúlknanna dönsku, sem ég hitti í Berlínarlestinni forðum. Varð ég nú að losa um öll þessi gresjárn, sem buddan var fest með, oil sá ég, að hinir ungu og tígulegu Magyarar áttu fullt í fangi meg að fara ekki að hlæja. En þeir brostu bara, ákaf- lega prúðir. — Þessir landamæra- verðir voru Jiinir langviðfelldnustu, sem ég hafði hitt í allri ferðinni. Vonandi, að allir Ungverjar væru svona elskulegir við ferðafólk. — Fóru nú verðirnir, en inn í klefann kom einhver sá fallegasti karlmað- ur, er ég hafði augum litið. Klæddur var hann ungverskum stríðsmanna- búningi, forkunnarskrautlegum. Mað- ur þessi settist, og varð mér meira en lítið starsýnt á hann. Hér var sem sé kominn alskaptur hirðinginn úr Ævintýri Einars Benediktssonar: Vænn er hann og vaxtarbeinn, vöðvagrannur, sinastyrkur, ör á svip og upplitshreinn, ennislár og brúnamyrkur. Ungur, frækinn farandsveinn — funi í vangans slæðu dökkri; eldskír, hvatur augnasteinn, austrænn slikja á hársins rökkri. Gat ég ekki haft augun af svo göfug- legum manni og ágætum. Fór aðdáun mín ekki fram hjá honum, og loks yrti hann á mig á óskiljanlegri tungu sinni, sem var full af fornum sverða- hljómi, hert í herópum gegn Hund- tyrkjanum öldum saman. Því var nú verr og miður, að ég gat en.gu svarað á því máli. Brosti þá hirðinginn fagri og reyndi að benda mér á útsýnið og skýra það fyrir mér á einhvein hátt. — Kannski var það einmitt svona, sem þessi margrómuðu ferðaævintýri byrjuðu. — Ferðaævintýri? Allar heilagar jómfrúr og ekkjur! Eg, sem var pílagrímur! — Mér fannst Þorlák- ur helgi líta til mín, strangur í bragði. Minntist ég þá bónorðsfarar hans til hinar virðulegu ekkju í Þykkvabæ forðum — hversu Þorlák- ur liafði staðið sig þar vel og hafnað að fullu allri heimslyst. Þorði ég nú ekki framar að lfta í hin dimmu augu hirðingjans fagra, og létti mér stór- um, þegar hann sté út úr lestinni í borg, er nefndist Vác. — Nú dimmdi óðum, og Ijós voru kveikt í litlum þorpum, sem alls staðar húktu eins og þúfur í mýn. — Eg var orðin bæði þreytt og syíjuð, en aldrei virtist hin fræga borg, Búdapest, ætla að birtast. Loks steinsofnaði ég þarna á grjóthörðum trébekknum. í borg hins sæla Stefáns Ungverjakonungs Eg hrökk upp við að stúlka vakti mig. „Búdapest", sagði hún og fór sína leið. Úti var kolamyrkur, eins og svartasta skammdegisnótt,. en hiti í lofti. Ilmnóttin þung sem hirðingjans hvarmur, heit sem hans blóð —. Allt í kring heyrðist töluð hin tígulega tunga Magyaranna. Eg staul- aðist út á brautarpallinn með tösk- una og rétti nafn gistihússins, sem farðaskrifstofa Cooks hafði tilvís- að, að íturvöxnum lögregluþjóni. Hann kallaði óðar á bílstjóra.. Sá var einstaklega lipur og fór ag 'blaða í heljarmikilli skræðu í leit að þessu gistihúsi. „Pension Polgár, það hlýtur að vera smáhola", sagði hann. Síðan ókum við um margar götur. Loks var numið staðar, og eftir allmikla vafn- inga var mér víeitt viðtaka. Þar dugði sjáanlega tilvísan Cooks, því að öll gistihús borgarinar voru yfir- full vegna gesta kirkjufundarins. Var mér nú vísað inn í stórt, afarvelbúið Ungverskt sveitafólk í hátíðabúningi. T í M I N N — SUNNUBAGS15I.AÐ 293

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.