Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1963, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1963, Blaðsíða 12
ÞAÐ GERÐIST í MÚLASVEIT SNJÓAVETURINN MIKLA I. Milli Reykhólasveitar og Bar'öa- strandar eru tíu firðir, sem sumir hverjir skerast langar leiðir inn á milli snarbrattra múla. Einn þessara fjarða er Kerlingarfjörður, sem geng- ur inn á milli Litlaness ag vestan og Múlaness að austan. Austan við Múla- nes er Skálmarfjörður, er klofnar innst í tvo voga eða smáfirði. Heitir vestri vogurinn Vattarfjörður, og stendur bærinn Vattarnes á dálitlum odda á milli voganna. Úr Vattarfirði í Kerlingarfjörð er aðeins yfir lágt og mjótt eiði að fara. En framan við eiðið rís þrjú hundruð metra hátt fjall, Skálmarnesmúli, ná- lega allt hömrum girt hið efra, þrí- hyrnt að lögun og spyrnir einu horn- jnu inn að eiðinu og öðru fram til Breiðafjarðar, en hig þriðja gengur út til Kerlingarfjarðar. Langhliðin horfir við austri ag Skálmarfirði, meira en tíu kílómetra löng og svo grýtt og brött í sæ fram, að þau kot, sem þar hefur einhvern tíma verið tyllt á sjávareyrar, héldust ekki í byggð nema skamma stund. Voru þó sums staðar ekki gerðar miklar kröf- ur til undirlendis á þessum slóðum, þar sem bæir héldust þó í byggð kyn- slóg fram af kynslóð. Þessi hlíð qgfnist Urðahlíð og ber nafn með rentu. Hún var fyrr meir talin þriggja stunda lestagangur, og má af því marka, að greiðfær hefur hún ekki verið. Suðvestan undir fjallinu er aftur á móti allmikig undirlendi, og þar var þéttbýli á mælikvarða manna í Múla- sveit — fimm bæir á níu eða tíu kílómetra langri spildu: Skálmarnes- múli yzt á nesinu og Fjörður við mynni Kerlingarfjarðar, þar sem vesturhorn hins mikla þríhyrnings skagar lengst í sjó fram, en Deildará, Hamar og Ingunnarstaðir miðsvæðis. Frá Firði og inn í botn Kerlingar- fjarðar er önnur skriðuhlíð, enn bratt- ari og torfærari en Urðahlíð, því að heita má, að þar votti hvergi fyrir flatri ræmu meðfram sjónum. Inni í Kerlingarfirði hefur aldrei verið byggð og engir bæir á þá hönd fyrr en úti á Litlanesi, vestan fjarðar- mynnisins. Þegar lagt er á Þingmannaheiði austan frá, er haldið út með Vattar- íirði að vestan stuttan spöl, en siðan sveigt á hallann frá eiðinu milli Vatt- arfjarðar og Kerlingarfjarðar. Þar eru lágar, aflíðandi brekkur með slitr óttum hjöllum langt inn til heiða. Sé hins vegar farið út af þjóðvegin- um og haldið vestur yfir eiðið og spottakorn inn með Kerlingarfirði, verða brátt gömul og hálfhrunin veggjabrot á leið vegfarandans. Þau kúra þar undir brekkufæti við dá- litla vík í þögn þessa eyðifjarðar, steinarnir í hleðslunni missignir, þekjurnar fyrir löngu fallnar. Kinn- arnar ofan við tóftirnar eru vaxnar lágu, þrautbeittu kjarri, en innan um það skjóta gráar og veðraðar klappir upp kollinum hér og bar. Þarna heitir Fjarðarsel, og þetta eru rústir gamalla beitarhúsa frá Firði á Múlanesi. Það var meira en stekkjarvegur á húsin þau, því að þangag hefur líklega verið sem næst tólf kílómetrar heiman frá bænum og leiðin þó miklu seinfarnari en vegalengdinni nam. þar eð fara varð fram með Kerlingarfirði undir snar- bröttum og stórgrýttum hlíðum Skálmarnesmúla. En þarna var kjarn- góð beit, hagasælt kvistlendi og ágæt fjara. Það voru landkostir, sem hinir gömlu Fjarðarbændur forsmáðu ekki, þótt beitilandið lægi ekki sem bezt við. Þess var enginn kostur að ganga á beitarhúsin dag hvern. Þess vegna var það siður, að fjármaðurinn lægi þar við vetrarlangt og viki ekki frá fénu á meðan það var við hús, nema brýna nauðsyn bæri til. En nú eru beitarhúsin fallin, og enginn heldur þar framar fé á haga. Þeir myndu líka fáir, sem vildu eiga þar vetrar- dvöl í fjárhúsunum, þótt ríflegt kaup væri í boði. Þeim fækkar jafnvel óð- um, er vilja eiga búsetu á bæjunum í Múlasveit, þar sem hyrnuro g axlir gnæfa svo hátt yfir sundurskornum byggðum og harpa vindanna er sterk legar knúinn við hamra og gnýpur en víðast hvar annars staðar á íslandi. En' áður en sú venja tókst af, að legið veeri við í beitarhúsunum í Fjarðarseli, gerðist þar atburður, sem vert er að rifja upp. Hann myndi ag minnsta kosti þykja allmiklum tíðindum sæta, ef hann gerðist nú. II. Árið 1919 voru hjón á fimmtugs- aldri, Jóhannes Guðmundsson og Oddný Guðmundsdóttir, í hús- mennsku á Ingunnarstöðum á Múla- nesi. Áttu þau í mörg horn að líta-, því ag þau höfðu eignazt þrettán börn. Voru sum að vísu sjálfbjarga orðin, en hin voru þó fleiri, sem enn voru á ómagaaldri. Jóhannes þurfti því alls við til þess að sjá fjölskyldu sinni farborða. Stundaði hann sjó- mennsku á vertíðum, einkum í Flat- ey, en vann þess á milli hver þau störf, sem honum buðust Bróðir Jóhannesar, Ari að naíni, var lausamaður í Firði á heimili Þórð ar Jónssonar og Bergljótar Einars- dóttur, konu hans, er þá höfðu fyrir nokkru tekið þar vig búsforráðum. Hann var sem næst hálffimmtugur og kallaður einrænn nokkuð og sér- lundaður, en verkmaður góður, traustur og ósérhlífinn. Frostavetur- inn mikla, 1918—1919 höfðu þeir bræður báðir verið beitarhúsamenn í Fjarðarseli og gætt þar fjár Þórðar bónda Haustið 1919 brá Jóhannes Guð- mundsson á nýtt ráð. Hann fluttist með fjölskyldu sína frá Ingunnarstöð- um vestur í Hafnardal vig ísafjarðar- djúp. Þetta sama haust vék Þórður í Firði frá þeirri venju að hafa fé vetrarlangt í Kerlingarfirði og láta mann liggja þar við til þess að gæta þess. En Ari Guðmundsson vildi halda tryggð við beitarhúsin. Hann hafði aflað nokkurra heyja inni í Kerlingar firði um sumarið og einsetti sér að hafast vig í Fjarðarseli um veturinn með kindur, sem hann átti sjálfur. Mun hann og hafa bætt þar nokkuð húsakO'St, svo að vistin þar yrði þægi- legri. Einn sona Jóhannesar og Oddnýjar hét Ari, kominn hátt á tíunda ár. Gerði föðurbróðir hans sér alltítt um hann vegna nafnsins, og samdist nú svo meg þeim bræðrum, að Ari litli skyldi verða eftir að sinni og dveljast næsta vetur í selinu hjá frænda sín- um, honum til afþreyingar í einver- unni í Kerlingarfirði. Leið brátt að vistferlunum, og einn morgun var „BÍTTU Á JAXUNN, HANN VAR TÆPRA TÍU ÁRA OG SAT AIEINN OG MATARLÍTILL 300 1 I M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.