Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1963, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1963, Blaðsíða 7
Gekk nú á ýmsu, unz Arpad, kon- ungur Magyara, brauzt til valda í landinu um Ö00 e. Kr. Niðji hans var Stefán konungur hinn helgi, sá hinn sami, sem nú var verið að heiðra með þessum glæsilega mannfundi. Sló svo karlinn út í að'ra sálma og fór að tala um Hitler og Austur- ríkismenn, sem þá nýlega höfðu sam- einazt Þriðja ríkinu. Sagði karlinn, að Austuiríkismönnum hefði boðið nauðung ein til þess að ganga inn í ríki Hitlers,. því að þeir hefðu ekki mátt við margnum. Kvað hann Hitler hinn versta mann. — Meðan karlinn hélt þessa fróðlegu tölu, sat frú Polgár og reykti með tómlátum svip. Þegar henni hafi þótt kai'linn hafa frætt mig nóg, sagði hún, að mál myndi fyrir mig að ganga í búðir og kaupa mér föt. Sagðist hún ger- þekkja allar helztu tízkuverzlanirnar í Búdapest. Kkki varð ég hissa á þessari uppástungu, því að í augum þessarar heimskonu hefur búnaður minn áreiðanlega verið heldur óbrot- inn. Mér hafði aldrei dottið í hug að rogast með mikinn skrautfatnað á þessari göngu minni, því að slíkt samrýmdist ekki anda pílagríma. Enda fylgir sá ókostur miklum fata- birgðum á ferðalögum, að þá verður í sífellu að kaupa sér burðarmenn til þess að dragast með töskurnar, og þarf þá nægan farareyri til þess að borga slíka aðstoð. Mig langaði heldur alls ekki til þess að fara 1 göngu með þessari fýlulegu fegurðardís. Tókst mér að eyða málinu að sinni og slapp út í borðsalinn. Þar var læknisfrúin fyrir, og fór ég að segja henni borgunarskil- málana. Hún hristi höfuðið, en sagði ekkert. Fann ég strax, að frúin lá undir einhverri þvingun og vildi sem minnst við mig tala. Fór ég nú inn í hið skrautlega herbergi mitt og sett- ist við að skrifa heim og í dagbókina, sem ég hélt alla þessa ferð. Ekki hafði ég lengi setið, þegar inn kem- ur stofustúlka. Hún talaði þýzku, og skildi ég hana nokkum veginn. Er- indið var að biðja mig að hafa skipti á herbergjum, flytja mig í annað minna, því að nú væru komin hjón, sem þyrftu á stóru herbergi að halda, en mikil þröng í öllum gististöðum í borginni. Eg játti þessu í grandaleysi, því mér var í rauninni alveg sama, hver svefnstaðurinn var, þar sem ég ætlaði mér að vera úti við alla daga og skoða mig um. Fór nú þessi stúlka út, og að vörmu spori kemur önnur, sem ekkert gat talað nema ungversku. Hún var ákaflega elskuleg á manninn, eins og sveitafólk virðist yfirleitt vera í þessum löndum, með hlýlegt og einlægt svipmót. Hún tók tösku mína, og fórum við síðan út að leita að nýja herberginu. Þá kom í ljós, að mér var ætlaður staður inn af eld- húsinu hjá þeim. Varð ég í fyrstu allhissa, en hugsaði þá sem svo, að svona lítið og ósjálegt herbergi hlyti að vera mjög ódýrt, og gæti ég því sparað þarna drjúgan skilding. Enda var umhverfi þetta alveg í anda píla- gríma, sem sækjast eftir sem óbrotn- astri gistingu og viðurgeiningi, sam- kvæmt anda yfirbótar. — Mér flaug ekki í hug annað en Polgár myndi skila mér aftur einhverju af þessari upphæð, sem ég hafði greitt fyrir hið ríkmannlega herbergi, sem ég nú var farin úr. Herbergi stúlkunnar var þokkalega umgengið, þótt það væri Ungversk sveitakona í þjóðbúningi. lítið. Þar voru myndir á veggjum, sjáanlega af fólki hennar, fyrir fram- an bændabýli. Eg reyndi að spyrja hana með bendingum, hvert hún sjálf færi, og lét hún mig skilja á látbragði sínu, að af því skyldi ég engai áhyggj- ur hafa. Annars virtist mér stúlkan kvíða því, að mér líkaði ekki þessi vistarvera, og viytist mér sem henni þætti eitthvað leiðinlegt að flytja mig þarna inn. Eg reyndi að gera henni ljóst, að allt væri þetta í bezta lagi, og glaðnaði þá mikið yfir stúlk- unni. Settist ég nú þarna að og hélt áfram bréfasknftunum. Heyrðist þá allt í einu háa rifrildi innan úr eld- húsinu. Þekkti ég þar rödd frú Pol- gár, og var hún ekkert fyrirmann- leg í málrómnum. Einhver kona svar- aði henni fullum hálsi. Þetta var ekki 'í síðasta sinn, sem ég heyrði glymj- andann af erjunum í eldhúsinu. Stundum rifust hjónin hvort við annað, stundum við þjónustufólkið. Þetta var leiðmlegur heimilisbragur, en stundum allt að því kátbroslegur. En þarna var ein mannvera, sem auð- sjáanlega leið ekki vel undir öllu þessu rifrildi. Þetta var hinn fimmtán ára gamli sonur þeirra Polgárshjóna. Þunglyndislegur, prúður og kurteis drengur — fullorðinn fyrir ár fram. Dapurleikinn skein út úr alvarlegu unglingsandlitinu, og þá sjaldan hann brosti, þá var brosið þvingað. Aldret sá ég hann hlæja. Hann var hár og mjög grannur, svarthærður og svart- eygður. — Mér leizt miklu betur á þennan vesalings dreng heldur en hitt hyskið í þessu húsi, og afréð ég því að bið'ja hann að fylgja mér úti við, þar sem hann gat talað allgóða ensku. Varð frú Polgár ánægð með þessa uppástungu mína, og drengur- inn varð sjáaniega feginn að fá þarna tækifæri til iþess að vinna sér eitthvað inn og hafa nokkuð fyrir stafni. Ann- ars var hann vanur að sitja í boið- stofunni og horfa spurulum alvöru- augum á gestina. Hlátrasköll ítal- anna voru honum sjáanlega ráðgáta. Dóttur lækhisfrúarinnar sá ég aldrei. Móðir hennar sagði, að hún væri bú- in að fá ágæia vinnu seni fylgdar- kona einhverra hjóna á vegum Pol- gárs. Frúin sjálf sást sjaldan. Býst ég við, að hún hafi búið í þessu gisti- húsi Polgárs stuttan tíma og síðan flutt sig í annað gistihús, sem Polgár rak á öðrum stað i borginni. Gekk ég nú út með drengnum. Eg spurði um hátíðahöldin, en hann eyddi því. Gengum við nú eftir fremur dimmu stræfi og voru stórhýsi á báðar hend- ur — sjáanlega íbúðarhús. Sé ég þá auglýsingaspjöld fyrir ofan útidyr eins hússins. Þar stóð „Arizona". Spurði ég drenginn, hvað þetta Ameríkuörnefni ætti að þýða. Hann kvað þetta vera næturklúbb. Rifjað- ist þá upp fyrir mér grein á mynda- síðu í dönsku blaði, sem ég hafði les- ið fyrir nokkru. Þar var verið að segja frá hinni frægu frú Arizona, sem ræki samnefndan næturklúbb í Búdapest. Var þetta sagður allfrægur skemmtistaður ríkismanna og höfð- ingja, og átti þessi frú Arizona að vera sérlega hugkvæm að finna upp á nýjum skemmtiatriðum til handa gestunum. Einkum þótti frúnni tak- ast vel upp, þegar hún lét festa helj- armikla ljósakrónu upp f loft aðal- salarins. Var sú ljósakróna með þeirri frumlegu skreytingu tilsmíðuð, að fáklæddar stúlkur voru látnar príla upp í Ijósakrónuna og hanga þar i alls konar fáránlegum stellingum, gestunum til augnayndis. Varð mönn- um svo starsýnt á stúlkutetrin, að loks gekk fram einn tiginborinn barún og bað um hönd einnar stúlkukindarinn- ar, er I Ijósakrónunni hékk. Var það mál auðsótt, og var brúðkaup þeirra haldið þama hjá frú Arizona af mikilli rausn. Var þá önnur stúlka hengd upp i ljósakrónuna f stað þeirrar, er var orðin barúnsfrú. Brá þá skjótt við einn ágætur greifi og bað sér stúlku þessarar fyrir konu. Gerðist hún þegar greifafrú. Sem nú tíðindi.þessi spurðusf víða, þá vildi mikill fjöldi kvenna óður og uppvæg- ur frá að hanga í ljósakrónu frú Ari- zona, og' fengu það færri en vildu. Eg spurði drenginn, hvort saga þessi T í M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 295

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.