Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1963, Blaðsíða 22
enda hvorki margmenni i sókninni né
tíðarfari svo háttað, að það laðaði
til ferðalaga. Drengurinn, sem beið
komu frænda síns í beitarhúsin í sjö
sólarhringa, sat sparibúinn við hlið
föður síns á innsta bekk. Það voru
margvíslegar kenndir, sem bærðust
í brjósti hans, þegar prófasturinn rifj
að'i upp þá atburði, er gerzt höfðu
inni í Kerlin.garfirði við þorrakom-
una. Og svo hljómaði sálmasöngur-
inn í lágri hvelfingu Múlakirkju:
Brátt líður lífs á dagínn,
mín lífssól dregst í æginn,
er varir mig þess minnst.
Dagsmörkin ég veit eigi.
Mun eigi halla degi
og komið nærri kvöldið hinzt?
Þú, drottinn, timann telur
og takmörk hverjum telur,
nær lokið lífs er tíð.
Á mér þinn verði vilji,
en veit, é£ læri og skilji,
hve verða má mín burtför blíð.
Það var ekki voldugur kór, sem
forsöngvarinn, Andrés á Hamri, hafði
á að skipa — aðeins fáeinir bændur
úr nágrenninu. En söngur þeirra
fyllti litlu kirkjuna hátíðlegum hug-
blæ. Drengurinn sá allt fyrir sér —
kaffennt beitarhúsin, blaktandi lampa
ljósið í glugganum. frænda sinn iiggj
andi í hnipri í skaflinu. Og fyrir-
hæn hins deyjandi manns barst hon-
um sem úr fjarska frá mönnunum,
sem stóðu syngjandi í kórnum:
Lát þjón þinn fara í friði,
já, flýt þér, sól ,að viði ....
Síðan voru kisturnar bornar út.
Orafirnar göptu kolsvartar í snævi-
þöktum kirkjugarðinum; Og nú var
kistunum sökkt niður í þær, Prestur-
inn gekk fram og jós ba>r moldu, og
drengurinn heyrði hann mæla hin
dularfuliu orð: „Af moldu ertu kom-
inn, að moldu skaltu verða, af moldu
skaltu aftur upp rísa“ Síðan vék
sér Bjarni sér til hliðar, svo að fólkið
gæti gengið að gröfunum og gert
krossmark yfir þeim, hægur í fasi og
alvarlegur á svip. Þau voru nú orðin
1168 prestsverkin hans á tuttugu og
þremur árum. Drengurinn gekk að
hvílurúmi frænda síns að dæmi föður
síns og leitaðist við að krossa yfir
kistuna með svipuðum tilburðum og
hann. Til fyllstu hlítar skyldi hann
inna sitt hlutverk af hendi Með trú-
mennsku og skyldurækni og æðru-
leysi hafði hann staðizt raunina í
selinu, með hljóðri stillingu kvaddi
hann frænda sinn hinztu kveðju.
Þannig skildi með þeim nöfnum,
drengnum og beitarhúsamannjnum í
Kerlingarfirði.
olO
Eftir jarðarförina Icorn Jóhannes
syni sínum fyrir á Hamri hjá Andrési
Gíslasyni og konu hans, Guðnýju
Gestsdóttur. Þá þótti drengnum vel
■skipast sitt mál, því að hvergi kaus
hann fremur að vera utan foreldra-
húsa. Sjálfur lagði faðir hans á ný
land undir fót og hélt norður heið-
ar. Honum hentaði ekki að slá slöku
við, þrettán barna föður. Og heim
náði liann heilu os höldnu eftir langa
og stranga útivist.
Vorið eftir fór Ari litli til foreldra
sinna og fluttist með þeim út í Hnífs-
dal.
V.
Meira en fjórir áratugir eru liðnir
síðan þessir atburðir gerðust. Nú er
Ari Jóhannesson verkstjóri á Reykja-
víkurflu,gvelii í þjónustu Flugfélags
íslands. Mig hafði lengi fýst að ná
tali af honum. Loks varð úr, að ég
gerði honum heimsókn á dögunum.
Ég kvaddi dyra í húsi því á Kópa-
vogshálsi, þar sem mér var tjáð, að
hann ætti heima. Hurðinni var skjótt
hrundið upp, o-g frammi fyrir mér
stóð hár og þrekinn maður, hæglát-
ur í framgöngu og sýnilega enginn
veifiskati. Þetta var Ari.
Hann leiddi mig lil stofu, og þar
tókum við tal saman um hin eftir-
minnilegu þorradægur í Kerlingar-
firði Hann sa-gði frá, hægt og skipu-
leea og ég skrifaði efnisatriði frá-
sagnar hans jafnóðum. Síðan leit ég
í kirkjubækur frá Flatey og Brjáns-
læk, leitaði uppi eina stutta blaða-
frétt, er birt var um þessa atburði,
og spurðist fyrir um fáein vafaatriði
hjá þeim Halldóri Jónssyni og
Andrési Gíslasyni á Hamri. Þannig
er þessi frásögn til orðin.
Ég spurði Ara að því, hvort þessir
alburðir hefðu ekki haft djúp áhrif
á hann.
„Varla, þegar þeir gerðust“, svaraði
hann. „Ég áttaði mig í rauninni ekki
á þessu, fyrr en það var um garð
gengið. En síðar á ævinni varð þessi
reynsla mér mikil kjölfesta Hún hef-
ur styrkt mig á sumum sviðum, styrkt
mig mjög mikið. og kennt mér að
láta ekki hugfallast, þótt á bjáti“.
Þetta voru orð Ara Jóhannessonar.
Matthías Jochumsson kvað, þegar
hann vitjaði fornra stöðva um mið-
bik Barðastrandarsýslu á efri árum:
Skefur heiðar skafrenningur,
skarpan enn þá Norðri syngur.
r ■■■-— ■■
Lausn
54. krossgátu
Bíttu á jaxlinn, Breiðfirðingur:
„Blástu meir“, þótt frjósi kló.
Eitthvað svipað er viðhorf Breið-
firðingsins, sem hlaut eldskírnina tíu
ára í sjö daga einveru við gnauð stór-
hríða í beitarhúsunum í Kerlingar-
firði. Það verður ekki sagt, að Múla-
sveitin væri honum mild og mjúk-
lát fóstra. En veganestið var ósvikið.
J. H.
^aldvin Trausti —
Framhaid af 299. síðu.
sterkari og trufla útsendingarnar frá
Reykjavik.
— Fáið þið ekki gesti á sumrin?
— Jú, stundum. Og á vissum tím-
um verður fjörðurinn fótaskinn út-
lendinga. Það leggjast oft 60—100
skip í var inn á fjörðinn, þegar síld-
in er komin austur fyrir Langanes.
Þetta er alger hvíldarhöfn. Ef þeir
liggja lengi, fer þeim að leiðast, og
þá fara þeir í land, streyma oft í
stórhópum upp um allt. En það hafa
svo sem ekki mikil vandræði hlotizt
af þeim fram að þessu.
— Heldurðu, að þú farir nokkuð
að bregða búi í náinni framtíð?
— Það getur farið að styttast í bú-
skapnum hjá manni. Það ýtir undir
brottför manna frá svona stöðum,
hve erfitt er að fá upplýsingu fyrir
börnin og það er rétt að fara, áður
en maður verður of gamall til að
geta samið sig að nýjum lífsháttum.
Verst er, að þarna skilur maður eftir
mikinn hluta af lífsstarfi sínu og fær
ekkert fyrir það. Og það er ónotaleg
tilfinning að horfast í augu við, að
einhvern tíma bráðlega verði maður
að yfirgefa þann stað, þar sem allt
líf manns hefur liðið, og vita húsin
standa tóm að baki sér.
Birgir
T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ