Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1963, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1963, Blaðsíða 17
„Nú, já“, sagði hann og renndi augunum sitt á hvað. „Ég ætla þá að halda áfram út að Múlanes. Ef hann er veikur, kem ég strax aftur eða sendi mann til þín“. Að svo mælti steig iiann á skíði sín og hraðaði sér af stað. Drengur- inn stóð uppi á skaflinum framan við húsin og horfði á eftir honum út með sjónum. En honum var ekki til setunnar hoðið. Gegningarnar köll- uðu að, og hann vildi, að frændi hans kæmi að öllu í góðu horfi — eða hver það nú yrði. Það var orðig áliðið dags, þegar cnaður utan af Múlanesi, Magnús að nafni, lausamaður í sveitinni, kom í selið. Hann sagði drengnum þau tíðindi, að frændi hans hefði þgar snúið heimleiðis á föstudaginn og vissi enginn til hans síðan. Þeir töl- uðu ekki margt um þetta. En þögn- in hafði líka mál. Magnús hafði matbjörg meðferðis, og nú var kveikt upp í eldavélinni. Tilföngin voru ekki margbreytileg og matreiðslukunnáttan á frekar lágu stigi. En það var sannarlega gott að fá volgan bita og sopa og geta snið- gengið sláturtunnuna. Nú voru líka reistar rammari skorður en áður við uppivöðslu hrútsins. Þegar nóttin fór að, var orðið 'Sæmilega hlýtt á bað- stofuloftinu. Drengurinn gat leyft sér að fara úr fötunum, áður en hann smeygði sér undir sængina. Og i þetta skipti var hann ekki einn með mús- unum. Daginn eftir var liði safnað og hafin skipuleg leit að hinum týnda manni. Fyrst var Urðahlíg gengin. Innarlega á hlíðinni fannst poki Ara. Þótti sennilegt, að hann hefði verið staddur á þeim slóðtim, er hríðin skall á, þreyttur af langri göngu í mikilli ófærð, og tekig þar ráð að skilja pokann eftix-, frekar en stríða með hann á móti veðrinu. Um hádegisbil var leitarflokkurinn kominn heim undir Fjarðarsel. Dreng urinn var á ferli úti og sá til ferða leitarmanna. Hann þekkti undir eins s'uma þeirra: Þetta voru kunningjar og gamlir grannar utan af Múlanesi. Einn þeirra var Andi’és Gíslason, ungur bóndi á Hamri, sem drengur- inn var mjög hændur að. Hafði Andrés oft haft hann á langabaki, sem kallag var, þegar gott skautafæri gafst, og verið honum hugulsamur og ástúðlegur í mörgu. Þegar drengur inn kom auga á þennan vin sinn, spurði hann Magnús, hvort hann mætti ekki hlaupa á móti honum. Það var auðsótt. Þá tók drengurinn óðar sprettinn, og svo fékk hann að standa á skíðunum fyrir aftan Andrés heim í selið. Mennirnir gengu dreift með jöfnu millibili. Allt í einu heyrðist kallað. Einn mannanna hafði numið staðar örskotslengd frá beitarhúsunum, og nú hrópaði hann til hinna, að þeir skyldu fara heim. Þá vissu allir, að lík Ara var fundið. Hann lá samankrepptur og gadd- íreðinn í snjónum í brekkufætinum ofan við húsin — „varð úti örfáa faðma frá dvalarstað sínum, Fjarðar- seli“, segir í prestsþjónustubók Flat- eyjar. Hann hafði misst af sér húf- una, og það leyndist ekki, að hann hafði lagzt þarna fyrir mjög þjak- aður. Það kom ekki heldur á óvart. Það sást á harðspora á fönnum, að hann hafði hvað eftir annað gengið fram af klettum á leið sinni inn bakk ana. En áttinni hafði hann haldið, þrátt fyrir moldviðrið, og aðeins átt óíarinn síðasta spölinn, þegar hann lét staðar numið. Sumir voru sann- færðir um, að hann hefði vitað, hvert hann var kominn, en ekki viljað fara lengra, úr því sem oi’ðið var. Þeir töldu, ag hann hefði vitað sig kominn að dauða o.g frekar kosið að láta fyrirberast þarna í brekkunni en skreiðast heim í húsin tU þess að deyja hjá dx-engnum, er hefði þá orðið að hírast hjá lfkinu, unz hans var vitjað. Og hver veit, nema hann hafi grillt annað veifið í ljósið í glugg anum í baðstofuloftinu í gegnum hríð arsortann, þar sem hann lá í hnipri i snjóskaflinum og beið dauða síns? Lík Ara var borið heim í húsin. Siðan settust leitarmenn upp á bað- stofuloft, og Magnús bar fram góð- gerðir: svart kaffi og sykur. Drengui’- inn fór hjá sér, þegar gestirnir tóku að hrósa hugrekki hans, atorku og stillingu og vorkenna honum vistina í beitarhúsunum aleinum í kaffennt- um kofunum. Hann dró sig í hlé, fár og hijóður.. Tveir leitarmenn urðu eftir í sel- inu og gistu þar um nóttina. Morgun- inn eftir héldu þeir af stað út að Firði með líkið og höfðu Ara litla með sér. Hann átti nú enga nána vandamenn í næsta nágrenni, og var honum því komig fyrir td bráða- birgða hjá þeim Þórði og Bergljótu í Firði. Hann var nýkominn þangað, þegar hann átti tíu ára afmæli. Þessu næst var maður sendur norður að ísafjarðardjúpi td þess ag láta föður hans, Jóhannes Guðmundsson, vita, hversu komið var í Fjai’ðarseli. IV. Kyrrðin eftir hríðaxnar við þorra- komuna var aðeins svikahler. Veður spilltist fljótlega á ný og hvert hríð- aráhlaupið rak annað, enda var þessi vetur nefndur snjóaveturinn mikli. Það var enginn barnaleikur að fara heiðarnar i síiku tíðarfari. Það dróst líka, að Jóhannes kæmist suður yfir. Lík Ara Guðmundssonar beið greftr- unar hverja vikuna af annai’ri, ásamt líki gamals manns frá Hvammi í Kvíg- indisfírð'i, Ara Jónasonar, er dáig hafði urn þetta sama leyti. Framhald á 309. síðu. ÞEGAR fjörutíu ár voru liðin frá atburðinum í eKrlingarfirði, fór Arl þang að. vestur með konu sinni og kunningjafólki. Þá fann hann þar á veggjar. broti gamlan myllustein, sem nú liggur í beði skammt frá húsdyrum hans í Kópavogi og minnir hann dag hvern á Fjarðarsel. — Myndin er af sam- ferðafólki Ara á beítarhúsarústunum. Mágur hans, Loftur Einarsson i Borgarnesi, situr á veggnum, hjá honum stendur Þorsteinn Guðbrandsson, en kona Ara, Ásgerður Einarsdóttir, er yzt til hægri. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 305

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.