Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1963, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1963, Blaðsíða 20
á loftið. Það þurfti enga 'feresíu til að sjá, að þrumuveöur var í aðsigi. Syninum gekk vel að koma drekan- um á loft. Og eftir litla stund sáust blossar og þrumur heyrðust. Drek- inn hvarf í svartan skýjabólstur, en ekkert skeðl Loks fór að rigna. — Feðgarnir fóru meg silkiendann í skjól undan regninu en rétt þar á eft- ir sá faðirinn að lóin í snærinu reis upp í loftið eins og hár á reiðum ketti. Þetta fyrirbrigði þekkti hann. Hann nálgaðist varlega iykilinn og bar hann að regnvotu tré og sá neista. Því næst hlóð hann eina eða tvær Leyden-flöskur með því að bregða lyklinum að nagla þeirra cg fór síð- an með flöskurnar heim. Þar fann hann að með neistum fiaskanna gat hann gert öldungis það sama og þótt hleðsla þeirra stafaði frá venju- legri rafhleðsluvél. Franklinfeðgarnir höfðu verig í bráðri lífshættu meðan 4 tiiraun þess ari stóð, og sumarið eftir, er rúss- neskur prófessor einn ætiaði ag end- urtaka tilraunina, varð þaö með þeim afleiðingum, að hann skauzt inn í eilífðina og frá honum hefur ekki frétzt síðan. Eldingin var þá ekki annað en stóra og freka systir litla neistans, sem sést, þegar ketti er strokig í myrkri. Og þrumugnýrinn ekki ann- að en skyldur braki því, er við heyr- um, þegar við greiðum b.úrið á svöl- um þurrviðrisdegi (í norðanátt). Það kom sér vel að þaö var frægur og mikilsmetinn borgari, sem bar þessa nýju þekkingu á borð. Samborgarar hans í Bræðraborg kepptust um að setja eldingavara á hús sín. Frankl- in mátti treysta, og árangurinn leyndi sér ekki. Einstaka prestur vildi að guðirnir héldu sínum refsivendi, en raddir þeirra þögnuðu fyrr en varði, og eldingavararnir fóru sigurför með „eldingarhraöa". Frá Englendingum er það að segja, að konunglega vísindafélagið sá, að þag hafði hlaupið á sig að hafna rit- gjörðum Amerikanans. Þeir ákváðu því að gera hann að heiöursmeðlimi. og veittu honum gullmedalíu félags- ins í virðingarskyni fyrir eldinga- varann. Þetta var báðum aðilum til sóma. Nokkru síðar ákvað konungurinn brezki, það mun hafa verið Georg III., að láta selja eldingavara á höll sína. Forseti konunglega vísindafé- lagsins var kvaddur á konungsfund og var hann þeirrar skoðunar að fara skyldi algjörlega eftir ráðum Eranklins og þar á meðal að eldinga- varinn skyldi vera oddhvass í efri enda. En kóngur vildi hafa hann þver yddan. Um þetta var deilt. Það þarf varla að taka það fram að Georg sigraði. Aftur á móti varg forseti vís- indafélagsins að segja af sér. Franklin sat í sinni Fhiladelphiu á ruggustól sínum og brosti. Mér hefur láðst að geta þess, að það var Franklin, sem fann upp ruggustólinn, og endurbætti húsofn- ana. Ruggustólar þeir, og stofuofn- ar, sem vif kynntumst í æsku, eru þannig ættaðir frá Bræðraborg, heim- kynnum Franklins. Franklin lézt 17. april 1790 og var þá einn af dáðustu mönnum hinna nýstofnuðu Bandaríkja í Vesturálfu. EFTIKMÁLI. — EN . . . Hér á undan hefur verið reynt að segja í stuttu máli frá Eranklin, sem fann upp eldingavara þann, sem enzt hefur okkur nú í tvö hundruð ár og endist sjálfsagt jafnlengi og eld- ingar herja á jörðu hér og rafmagn er notað. En var Franklin fyrstur ag finna eldingavarann? Við svörum því hiklaust játandb en bætum svo kannski við litlu en. U.m þetta EN verður nú rætt lítillega í örstuttu máli. Móses, sá, er bækurnar eru kennd- ar við, og leiddi ísraelsmenn frá kjöt kötlum Egyptalands um 1225 árum fyrir Krists burð, notfærði sér loft- rafmagn í sambandi við sáttmálaörk ina, sem hann lét smíða, og er um þetta getig í Gamla testamentinu (2. bók M. 37. og 40. og 3. bók M. 10. kap.). Móses var uppalinn hjá yfir- stéttinni í Egyptalandi. Fra því landi veit maður nú, að árig 1170 f. Kr. lét Ramses II. reisa há gullslegin tré- möstur við musteri eitt. Liklega voru möstrin eldingavarar fyrir musterið. í Dendera í Egyptalandi voru einnig í grárri fomöld reist musteri og á áletrun, sem menn hafa fundið þar, stendur „að nýreist eirslegin trémöst ur séu til varnar gegn eidingum“. Vissi Móses, Ramses, og egypzku prestarnir eins mikig um rafmagn og Benjamin Franklin? Vig verðum að svara þvi neitandi. Þessir öldnu heiðursmenn þekktu það af reynslu, sjálfsagt hafa nokkuð hundruð þræla orðið að láta lífið fyrir þá þekkingu, að þegar þetta og hitt er gert, skeð- ur hitt og þetta, og annað ekki. Sama er að segja um eldingavara, er Kinveriar munu hafa „fundið upp“ endur fyrir löngu. Allir gleymdust þessir eldingavarar, enda var hér byggt á sandi. MYND þessi sýnir hin fornu rafmagnstæki, sem tíökuöust á dögum Benja- mins Franklins og Magnúsar Stephensens dómstjóra, og fram yfir daga Fjölnismanna. Vinstra megin er rafhleðsluvélin, sem Jónas Hallgrímsson kallaði „rafurmagnstól". Fyrirrennari hennar var brennisteinskúlan, sem Otto v. Guericke borgarstjóri í Magdeborg, bjó til seint á 17. öld (i lok 30 ára sfríðsins), en etdri fyrirrennari var glerstöng eða glerpípa, sem Vilhjálmur Gilbert, liflæknir Elisabetar drottningar, notaði um aldamót. in 1600 til að sýna mismun á rafmagni og segulmagni. Hægra megirr er Leyden.flaskan, sem kemur mikið við sögu í grein þess ari. Hún hélzt óbreytt að mestu meira en aldarskeið. Hertz og aðrir brautryðjendur útvarpsfækninnar nótuðu Leyden.flöskur, af gömlu tagi, við tilraunir sínar, en í útvarpstækni seinni tíma eru þétfarnir (konden- atorar) arftakar Leyden-flöskunnar. 308 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.