Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1963, Blaðsíða 13
lestin búin til ferðar norður yfir heið
arnar. Ari litli kvaddi foreldra sína
og bræður með sárum trega, og inn-
an tíðar fluttist hann sjálfur i selið
til frænda síns.
Svo var háttað í Fjarðarseli, að
þeir frændur höfðust þar við á eins
konar baðstofulofti, sem þar var yfjr
geymslukofa, yzt í húsaröð. Var
upp stiga að fara á loftið og hlemm-
ur yfir stigagatinu. Tvö rúm voru
undir súðinni öðrum megin, og svar-
aði lengd þeifra til lengdar loftsins.
Eldavél var þarna einnig, svo að beit-
arhúsamennirnir gátu kveikt og soðið
mat, og rekkjurnar voru sæmilega
búnar að sængurfatnaði. Veitti ekki
af, því að ekki-var bruðlað með eldi-
við, og gerðist næsta kalt í baðstofu-
krílinu, þegar kom fram á jólaföstu
og frost herti að mun. Var þá oft
hrollur í Ara yngra, þegar hann
skreiddist undan sæng sinni á morgn-
ana og steig berum fótum fram á
gólfið. Ljósfæri þeirra var olíulampi,
tíu lína, og var steinolía á hann
geymd í tunnu undir loftinu. Þar
voru matföng þeirra einnig geymd.
leið. Þegar kom fram um miðjan des-
embermánuð, gerði harðindalið með
miklum áhlaupum, og um hátiðarnar
voru stórhríðar. Söng þá Norðri jóla-
sálma sína dimmum rómi við eggjar
Skálmarnesmúla.
Heldur var lítil tilbreyting í mat,
og ekki belgdu þeir nafnar sig út
á mjólk, því að á henni var auðvitað
ekki völ. Eftir áramótin voru um-
hleypingar miklir, svo ag ekki viðr-
aði til aðdrátta, og tók þá að saxast
ískyggilega á vistirnar. Upp úr miðj-
um janúarmánuði var svo komið, að
flest var til þurrðar gengið, svo að
fátt var matar í selinu nema súrt
slátur, hálffr'eðið í tunnunum, og ef
til vill nokkuð af ósoðnum matvæl-
uni. Auk þess var til strásykur, og
var það hinn eini munaðarvarningur
þeirra nafna. Vildi nú Ari eldri sæta
fyrsta færi tU þess að afla nauð-
þurfta. enda varð því ekki öllu leng-
ur á frest skotið.
Að morgni fyrsta þorradags, föstu
daginn 23. janúar, tjáði Ari nafna
sínum, að hann ætlaði að skreppa
út ag Skálmarnesmúla til þess að
BREIÐFIRÐINGUR"
Kindur Ara voru um tuttugu, og
var þar með hrútur, sem hafður var
í stíu innst í kró. Innangengt var
úr híbýlum þeirra frænda í kinda-
kofann, og var þá farið í gegnum
tvö fjárhús, sem stóðu auð, og það-
an inn í heytóft að húsabaki og gegn
um geil fram á garðann í kofanum.
Heldur var daufleg vistin í Fjarð-
arseli, og bar fátt til nýlundu um
haustið. Þó tóku kunnugir menn, sem
þar áttu leið um, stundum á sig
krók og hittu þá nafna ag máli. Hall-
dór Jónsson, sem síðar var lengi
bóndi á Arngerðareyri, bjó um þess-
ar mundir á Skálmarnesmúla. Hann
tók sér eitt sinn gistingu í selinu
þetta haust. Annar maður af Múla-
nesi hafðist þar jafnvel við í nokkra
daga. Það var smiður frá Ingunnar-
stöðum, Bjartmann Kristmundur Jóns
son, og var erindi hans ag afla sér
lurka í klyfbera, klafa og skammorf
í skóginum í Kerlingarfirði. Þótti
drengnum hátíð mikil á meðan Bjart-
mann dvaldist í selinu, enda bar þá
sitt af hverju á góma á kvöldin, þeg-
ar smiðurinn var setztur um kyrrt.
Gestakomurnar strjáluðust, er á
sækja vistir og reka önnur ermdi,
sem undan höfðu dregizt. Lagði hann
ríkt á við drenginn að kveikja ekki
upp eld á meðan hann væri fjarver-
andi, því að hann óttaðist, að voði
gæti af því hlotizt. Kvaðst hann koma
aftur samdægurs, og bað hann dreng-
inn að láta lampann út í gluggann,
ef sér seinkaði og veður spilltist.
Síðan kvaddi hann nafna sinn og
skundaði af stað.
Kafaldsmugga hafði verið um nótt-
ina og kyngt niður firnum af snjó,
en birti til með morgninum. Var
blæjalogn, þegar Ari lagði af stað,
svo ag hvorki hreyfði mjöll né bærð-
ist hár á höfði manns. Kjagaði nú
Ari sem leið lá yfir eiðið og út Urða-
hlíð. Sóttist honum ferðin seint, því
ag ófærð var mikil. En það lét Ari
ekki á sig fá, enda engin nýlunda, að
þungfært væri þarna í fjörðunum í
vetrarsnjóum. Komst hann út að
Múla, án þess að tU tíðinda bæri, og
átti þar nokkra viðdvöl. Halldór
bóndi lét honum það í té, er hann
vanhagaði mest um, og bjó Ari um
varninginn í poka og bjóst siðan til
heimferðar.
ARI JÓHANNESSON tim tvítugsaldur.
Haldór latti Ara heimferðar þenn-
an dag. Þótti honum veðurútlit ærið
ótryggilegt, en lausamjöll svo mikil,
að þegar var skollin á hrið, ef eitt-
hvað vindaði. En Ari hirti lítt um
fortölur hans og skírskotaði til þess,
að drengurinn var einn i selinu, vista
lítill og víðs fjarri byggðu bóli. Varð
það úr, að Halldór gekk með Ara inn
á hlíðina. Þar kvöddust þeir, og hélt
hvor sína leið: Halldór sneri heim,
en Ari þrammaði inn með sjónum
með pjönkur sínar.
Nú er skemmst af því að segja, að
brátt dró kólgu mikla í loft. Tók að
kemba fram af fjallabrúnum og
ganga á með sriörpum vindþotum,
sem þyrluðu upp mjöllinni. Þegar á
daginn leið, hvessti af norðri og gerði
skafbyl svo dimman, að ekki sá
út úr augunum, og áður en langt um
leið einnig kominn ofanbylur. Gizk-
uðu menn á, að Ari hefði verið kom
inn langleiðina inn Urðahlíð. þegar
hríðin brast á.
Því seinkaði, að Ari Guðmundsson
kæmi heim í beitarhúsin til. nafna
síns. Fyrst dundaði drengurinn við
að taka til hey og bera á garðann
hjá fénu. Síðan þreifaði hann sig
til baðstofu, kveikti á lampanum og
lét hann út í gluggaboruna, svo sem
honum hafði verið sagt að gera. Ekki
dirfðist hann að kveikja upp í elda-
vélinni, þar eð við því hafði frændi
hans lagt bann, og var þó býsna kalt
orðið í híbýlum hans. Það yljaði hon-
um lítið, þótt hann nærðist á hálf-
AF SÉR SJÖ SÓLARHRINGA HRID I BEITARHUSUM í EYÐIFIRÐI
T I M 1 N N — SUNNUDAGSIiLAÐ
301