Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1963, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 31.03.1963, Blaðsíða 14
Sé8 upp til bæjanna miSsveitis á Múlanesi. (Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson). freðnu súrmeti og bragðaði á strá- sykrinum. Önnur matföng voru hon- um ekki tiltæk. Hann hélt sér lengi vakandi og hlustaði á veðuahljóðið. En ekki ból- aði á frænda hans. Loks tók hann það ráð að leggjast fyrir í öllum fötilm og breiða ofan á sig. Þannig sofnaði hann. Dimm vetrarnóttin grúfði yfir Kerliingarfirði, og veðrið fór ham- förum. Hríðin lamdi lágar þekjurn- ar í Fjarðarseli og hlóð sköflum að húsunum. Ljósið á lampanum í glugganum blakti til og frá, þegar vindstrokurnar lagði inn með rúðun- um. Og sofandi drengurinn hjúfraði sig undir sænginni sinni, einn i þess- um eyðifirð'i. Loks rann nýr dagur. Drengurinn fór á kreik, nartaði í súrmetið, brá tungu í sykurinn og át snjó við þorst- anum, hyglaði skepnunum og beið síðan átekta. En sú bið varð löng. Það voru undur, hvað frænda hans dvaldist í þessari aðdráttarferð. Dag- arnir liðu hver af öðrum: Laugardag- ur, sunnudagur, mánudagur, þriðju- dagur, miðvikudagur, fimmtudagur. Þorri reið venju geyst í garð að þessu sinni. Hann gat ekki komið af fyrstu kveðjunum á skemmri tíma en viku. Þótt bráðast væri veðrig fyrstu nóttina cg eitthvað rofaði td í bili, var að skammri stundu liðinni skoll- in á hrið að nýju. Allt lagðist á sömu sveif: Veðrahamur, fannkoma og frostharka. Drengurinn í beitarhúsun um var smár og máttarvana í þessari nöpru, hvítu veröld frosts og fanna. En einn var hann þó ekki: Kindurn- ar stóðu jórtrandi í kró sinni og glóði á augun í myrkri kofans, og mýsnar, sem leitað höfðu afdreps í harðind- unum, trítluðu ófeimnar um gólf og syllur í leit að æti. Það flögruðu auðvitað margvísleg- ar hugsanir ag drengnum þessa daga. En aldrei greip hann ofsahræðsla. Hann spurði vitanlega sjálfan sig, hvað ylli fjarveru frænda hans, en aldrei festist í huga hans sú vissa, að hann hefði orðið úti. Hann hlúði að þeim vonarneista, að hann hefði lasn- azt úti á bæjum — ól á þeirri trú, að hann myndi koma eða senda einhvern í sinn stað, þegar veðrinu slotaði svo, að fært þætti inn í Kerlingarfjörð. Þótt kindurnar væru ekki margar, hafði tíu ára drengur ærið að sýsla — leysa hey í tóftinni og bera það á garðann, sópa upp, bera inn snjó, svo ag féð gæti svalað þorsta sínum. Engin skepna krafðist þó jafnmikill- ar umönnunar sem sjálfur höfðingi Horft yfir Kerlingarfjörð til Litlaness. Inni í þessum firSi voru beitarhúsln. (Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson). 302 TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.